Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar 22. september 2025 07:01 Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Framkvæmdir áfram næstu árin Verkefnið var sannarlega umdeilt í samfélaginu í upphafi og fór m.a. í íbúakosningu sumarið 2018 þar sem íbúar í Árborg ákváðu að byggja ætti miðbæinn í þeim anda sem nú er að rísa. Hugmyndir þróast á sumarið 2023 var haldin íbúakönnun þar sem 90% þeirra íbúa sem tóku þátt leyst vel á að stækka miðbæinn og tengja enn frekar við Sigtúnsgarðinn sem kemur í framhaldi af miðbæjarsvæðinu. Spennandi hugmyndir sem sjá má betur á mynd að neðan. Mynd 1: Drög sem sýna áætlaða uppbyggingu miðbæjar Selfoss þegar hann er fullbyggður. Nú er bílastæðahús fyrir rúmlega 200 bíla tilbúið og framkvæmdir langt komnar með verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt íbúðum við hlið mathallarinnar. Framkvæmdaaðilar halda áfram og var skóflustunga að næsta áfanga tekin í síðustu viku af félögum eldri borgara á Selfossi. Næstu áfangar eiga svo að opna einn af öðrum næstu fjögur árin. Það verður því áfram ný og skemmtileg upplifun í miðbæ Selfoss og nágrenni. Mynd 2: Yfirlitsmynd af miðbæ Selfoss í ágúst 2025. Sigtúnsgarður órjúfanleg tenging Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir einstakri göngugötu, “Menningarstræti” sem verður niðurgrafin og tengist beint í svokallaða söngskál og áfram inn í Sigtúnsgarðinn. Þessi tenging ásamt fleirum er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila þar sem Sigtúnsgarður er ekki hluti af framkvæmdasvæði miðbæjarins heldur opið grænt svæði. Á myndinni má sjá hvernig miðbærinn og Sigtúnsgarður tengjast saman sem gefur tækifæri til að auka nýtingu garðsins stærri hluta ársins. Mynd 3: Tenging miðbæjarins við Sigtúnsgarð gefur spennandi tækifæri til framtíðar. Sveitarfélagið hefur stofnað samráðshóp sem vinnur með hönnuði, framkvæmdaaðilum miðbæjarins, hátíðarhöldurum og öðrum hagsmunaaðilum að þróun Sigtúnsgarðs. Horft er til nýtingarmöguleika, tenginga við miðbæ og nærliggjandi byggðar til að skapa svæði sem íbúar og gestir vilja heimsækja og njóta útivistar og viðburða. Gert er ráð fyrir að hönnun Sigtúnsgarðs verði tilbúin á þessu ári og framkvæmdir við garðinn unnist samhliða uppbyggingu miðbæjarins. Styður hvert annað! Uppbygging innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið ótrúleg undanfarin ár og margir þættir sem spila þar saman. Öflugir framkvæmdaaðilar hafa byggt upp íbúðahverfi en nú eru yfir 400 íbúðir í byggingu. Sveitarfélagið byggir upp grunnþjónustuna ásamt því að miðbær Selfoss og fleiri atvinnusvæði auka enn frekar vægi verslunar, þjónustu og menningar á svæðinu. Allt styður þetta hvert annað og skapar um leið lifandi samfélag sem á svo sannarlega við Sveitarfélagið Árborg. Höfundur bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Arkitektúr Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Framkvæmdir áfram næstu árin Verkefnið var sannarlega umdeilt í samfélaginu í upphafi og fór m.a. í íbúakosningu sumarið 2018 þar sem íbúar í Árborg ákváðu að byggja ætti miðbæinn í þeim anda sem nú er að rísa. Hugmyndir þróast á sumarið 2023 var haldin íbúakönnun þar sem 90% þeirra íbúa sem tóku þátt leyst vel á að stækka miðbæinn og tengja enn frekar við Sigtúnsgarðinn sem kemur í framhaldi af miðbæjarsvæðinu. Spennandi hugmyndir sem sjá má betur á mynd að neðan. Mynd 1: Drög sem sýna áætlaða uppbyggingu miðbæjar Selfoss þegar hann er fullbyggður. Nú er bílastæðahús fyrir rúmlega 200 bíla tilbúið og framkvæmdir langt komnar með verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt íbúðum við hlið mathallarinnar. Framkvæmdaaðilar halda áfram og var skóflustunga að næsta áfanga tekin í síðustu viku af félögum eldri borgara á Selfossi. Næstu áfangar eiga svo að opna einn af öðrum næstu fjögur árin. Það verður því áfram ný og skemmtileg upplifun í miðbæ Selfoss og nágrenni. Mynd 2: Yfirlitsmynd af miðbæ Selfoss í ágúst 2025. Sigtúnsgarður órjúfanleg tenging Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir einstakri göngugötu, “Menningarstræti” sem verður niðurgrafin og tengist beint í svokallaða söngskál og áfram inn í Sigtúnsgarðinn. Þessi tenging ásamt fleirum er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila þar sem Sigtúnsgarður er ekki hluti af framkvæmdasvæði miðbæjarins heldur opið grænt svæði. Á myndinni má sjá hvernig miðbærinn og Sigtúnsgarður tengjast saman sem gefur tækifæri til að auka nýtingu garðsins stærri hluta ársins. Mynd 3: Tenging miðbæjarins við Sigtúnsgarð gefur spennandi tækifæri til framtíðar. Sveitarfélagið hefur stofnað samráðshóp sem vinnur með hönnuði, framkvæmdaaðilum miðbæjarins, hátíðarhöldurum og öðrum hagsmunaaðilum að þróun Sigtúnsgarðs. Horft er til nýtingarmöguleika, tenginga við miðbæ og nærliggjandi byggðar til að skapa svæði sem íbúar og gestir vilja heimsækja og njóta útivistar og viðburða. Gert er ráð fyrir að hönnun Sigtúnsgarðs verði tilbúin á þessu ári og framkvæmdir við garðinn unnist samhliða uppbyggingu miðbæjarins. Styður hvert annað! Uppbygging innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið ótrúleg undanfarin ár og margir þættir sem spila þar saman. Öflugir framkvæmdaaðilar hafa byggt upp íbúðahverfi en nú eru yfir 400 íbúðir í byggingu. Sveitarfélagið byggir upp grunnþjónustuna ásamt því að miðbær Selfoss og fleiri atvinnusvæði auka enn frekar vægi verslunar, þjónustu og menningar á svæðinu. Allt styður þetta hvert annað og skapar um leið lifandi samfélag sem á svo sannarlega við Sveitarfélagið Árborg. Höfundur bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar