PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar 21. september 2025 22:00 Það er alltaf sjokk þegar einhver náinn manni greinist með lífsógnandi sjúkdóm eða aðra alvarlega heilsukvilla. Það er líka oft léttir ef viðkomandi greinist nægilega snemma svo auðvelt sé að meðhöndla meinið og jafnvel koma í veg fyrir frekari skerðingu á lífsgæðum seinna á lífsleiðinni. Við erum flest forrituð til að vilja “byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann” og gerum við það á ýmsum sviðum með allskonar snemmtækri íhlutun, áhættumati, forvörnum og fræðslu. Til eru langvinnir sjúkdómar sem og sykursýki af tegund 1 sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða lækna og meðferð er lífsnauðsynleg til að sjúklingar lifi af (WHO, 2024). Sem betur fer hafa vísindin og reynslan sýnt fram á að fyrir marga sjúkdóma og heilsukvilla má með réttri meðferð og forvörnum bæði draga verulega úr líkum á þeim og minnka hættuna á að þeir hafi alvarleg áhrif á lífsgæði fólks með tilheyrandi kostnað fyrir heilbrigðiskerfið. Almennar forvarnir gegn slíkum sjúkdómum og snemmtækt inngrip skipta því sköpum til að minnka áhrif þessara sjúkdóma á lífsgæði einstaklinga og eins samfélagsins í heild. Hvað er PCOS? Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni eða PCOS (e. polycystic ovary syndrome) er innkirtla sjúkdómur sem veldur hormónaójafnvægi hjá konum og öðrum sem fæðast með kvenlíffæri. Talið er að um eitt af hverjum 10 sem fæðast með kvenlíffæri séu með sjúkdóminn og þar af séu um 70 prósent vangreind. Heilkennið er meðal algengustu innkirtlasjúkdóma hjá konum á barneignaraldri og er leiðandi orsök frjósemisvanda. Vegna tengingar við ófrjósemi þá uppgötvast PCOS oft ekki fyrr en hugað er að barneignum og ekkert gengur (WHO, 2025). Það algengur misskilningur, bæði innan heilbrigðiskerfis og utan þess, að frjósemi sé það eina sem PCOS hefur áhrif á. Færri vita er að PCOS er flókið efnaskiptaheilkenni sem orsakast af fjölþættum áhrifum. Í stuttu máli orsakast PCOS af samspili erfða, hormónatruflana og jafnvel insúlínviðnáms. Eins eru ýmsir aðrir þættir sem geta haft áhrif. Þetta er ekki eitthvað sem þú hefur gert til að fá, heldur flókið ástand sem stafar af mörgum samverkandi orsökum. Þetta er þó eitthvað sem hægt er að minnka líkur á að hafi veruleg áhrif á lífsgæði þín, fáir þú greiningu tímanlega og rétta meðferð. PCOS og Insúlínviðnám Talið er að allt að 80% einstaklinga með PCOS séu með insúlínviðnám, óháð líkamsþyngd. Insúlínviðnám felur í sér að frumur bregðast illa við insúlíni, hormóni sem sér um að hleypa sykri úr blóði inn í frumur. Líkaminn bregst við með því að framleiða meira insúlín, sem heldur blóðsykri tímabundið í lagi en leiðir til hás insúlínmagns (hyperinsulinemia). Án íhlutunar getur þetta þróast í forsykursýki og að lokum sykursýki af tegund 2, langvinnan sjúkdóm sem getur skaðað mörg líffærakerfi ef stjórn næst ekki (WHO, 2024). Insúlínviðnám eitt og sér getur orsakað svokallaða lífstílstengda sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, heilabilun, fitulifur og fleira og því má segja að þau sem hafa PCOS séu líklegri til að þróa með sér þessa sjúkdóma. Fleiri áhættuþættir PCOS Insúlínviðnám er langt frá því að vera eini áhættuþáttur PCOS og er fólk með PCOS líklegra til að þróa ýmis heilsufarsvandamál á lífsleiðinni hvort sem insúlínviðnám sé til staðar eða ekki. Hjarta og æðasjúkdómar eru líklegri þar sem hár blóðþrýstingur og hátt kólesteról fylgja oft á tíðum heilkenninu. Óreglulegar blæðingar eða tíðateppa í mörg ár, sem er eitt lykileinkenna PCOS (þarf þó ekki alltaf að vera til staðar) getur valdið legbolskrabbameini, þótt líkur séu litlar og hægt að lágmarka þær með ýmsum aðferðum til að stjórna blæðingum. Svo má ekki gleyma einkennum sem hafa áhrif á andlega heilsu. Hormónaójafnvægið, sem oft veldur líkamlegum einkennum eins og bólóttri húð, kviðfitu, háum kollvikum, hárvexti í andliti og á líkama, getur leitt til lágrar sjálfsmyndar, þunglyndis og kvíða. Bæði PCOS og insúlínviðnám geta gert þyngdarstjórnun erfiða og þau sem hafa PCOS líkleg til að þróa með sér átröskun því oftar en ekki fá þau skilaboð frá heilbrigðisstarfsfólki og samfélaginu í heild að það verði bara að vera duglegra að reyna að létta sig. Hvort er í raun ódýrara? Heilsan eða heilsuleysið? Í upphafi var spurt hvort ódýrara að væri að heilsu eða meðhöndla veikindi? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (e. World Health Organization eða WHO) hefur ítrekað bent á að forvarnir gegn sjúkdómum eins og sykursýki af tegund tvö og hjarta- og æðasjúkdómum geti sparað samfélögum gríðarlega fjármuni. Nú er vitað að PCOS eykur líkur á þessum sjúkdómum. Fólk með PCOS lendir ítrekað í því að fá greininguna seint og oft þegar í óefni er komið. Rannsóknir á fyrirbyggjandi meðferð skortir og áhuginn á að spýta í lófana þar er ekki mikill. Sem dæmi má nefna lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy. Öll hafa þessi lyf gefið góða raun fyrir mörg með PCOS. Samt fáum við þau ekki niðurgreidd nema vera orðin langt leidd, komin með sykursýki tvö eða himin hátt BMI. Væri ekki nær að byrgja brunninn áður en við dettum ofan í hann? Málþing PCOS samtaka Íslands 25. September 2025 PCOS samtök Íslands standa fyrir málþingi næstkomandi fimmtudag 25. September klukkan 18:30 í sal Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8 í Reykjavík. Þrjú erindi eru á dagskránni: Ragnheiður Valdimarsdóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, sem mun ræða um PCOS og frjósemi. Tekla Hrund Karlsdóttir, læknir, sem mun fjalla um insúlínviðnám og bjargráð við því. Ragnhildur Þórðardóttir (Ragga Nagli) sálfræðingur, mun svo ljúka málþinginu með því að fjalla um mörk og hversu mikilvæg þau eru fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar. Frítt er inn fyrir meðlimi PCOS samtakanna og allt heilbrigðisstarfsfólk. 1000 krónur kostar inn fyrir aðra. Við hvetjum alla til að koma og sjá þessi mikilvægu erindi. Léttar veitingar verða í boði. Nánari upplýsingar um málþingið má finna hér. Loks er vert að minna á vefsíðu PCOS samtaka Íslands pcossamtok.is, sem fagnar árs afmæli um þessar mundir. Höfundur er stjórnarkona í PCOS samtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Það er alltaf sjokk þegar einhver náinn manni greinist með lífsógnandi sjúkdóm eða aðra alvarlega heilsukvilla. Það er líka oft léttir ef viðkomandi greinist nægilega snemma svo auðvelt sé að meðhöndla meinið og jafnvel koma í veg fyrir frekari skerðingu á lífsgæðum seinna á lífsleiðinni. Við erum flest forrituð til að vilja “byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann” og gerum við það á ýmsum sviðum með allskonar snemmtækri íhlutun, áhættumati, forvörnum og fræðslu. Til eru langvinnir sjúkdómar sem og sykursýki af tegund 1 sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða lækna og meðferð er lífsnauðsynleg til að sjúklingar lifi af (WHO, 2024). Sem betur fer hafa vísindin og reynslan sýnt fram á að fyrir marga sjúkdóma og heilsukvilla má með réttri meðferð og forvörnum bæði draga verulega úr líkum á þeim og minnka hættuna á að þeir hafi alvarleg áhrif á lífsgæði fólks með tilheyrandi kostnað fyrir heilbrigðiskerfið. Almennar forvarnir gegn slíkum sjúkdómum og snemmtækt inngrip skipta því sköpum til að minnka áhrif þessara sjúkdóma á lífsgæði einstaklinga og eins samfélagsins í heild. Hvað er PCOS? Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni eða PCOS (e. polycystic ovary syndrome) er innkirtla sjúkdómur sem veldur hormónaójafnvægi hjá konum og öðrum sem fæðast með kvenlíffæri. Talið er að um eitt af hverjum 10 sem fæðast með kvenlíffæri séu með sjúkdóminn og þar af séu um 70 prósent vangreind. Heilkennið er meðal algengustu innkirtlasjúkdóma hjá konum á barneignaraldri og er leiðandi orsök frjósemisvanda. Vegna tengingar við ófrjósemi þá uppgötvast PCOS oft ekki fyrr en hugað er að barneignum og ekkert gengur (WHO, 2025). Það algengur misskilningur, bæði innan heilbrigðiskerfis og utan þess, að frjósemi sé það eina sem PCOS hefur áhrif á. Færri vita er að PCOS er flókið efnaskiptaheilkenni sem orsakast af fjölþættum áhrifum. Í stuttu máli orsakast PCOS af samspili erfða, hormónatruflana og jafnvel insúlínviðnáms. Eins eru ýmsir aðrir þættir sem geta haft áhrif. Þetta er ekki eitthvað sem þú hefur gert til að fá, heldur flókið ástand sem stafar af mörgum samverkandi orsökum. Þetta er þó eitthvað sem hægt er að minnka líkur á að hafi veruleg áhrif á lífsgæði þín, fáir þú greiningu tímanlega og rétta meðferð. PCOS og Insúlínviðnám Talið er að allt að 80% einstaklinga með PCOS séu með insúlínviðnám, óháð líkamsþyngd. Insúlínviðnám felur í sér að frumur bregðast illa við insúlíni, hormóni sem sér um að hleypa sykri úr blóði inn í frumur. Líkaminn bregst við með því að framleiða meira insúlín, sem heldur blóðsykri tímabundið í lagi en leiðir til hás insúlínmagns (hyperinsulinemia). Án íhlutunar getur þetta þróast í forsykursýki og að lokum sykursýki af tegund 2, langvinnan sjúkdóm sem getur skaðað mörg líffærakerfi ef stjórn næst ekki (WHO, 2024). Insúlínviðnám eitt og sér getur orsakað svokallaða lífstílstengda sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, heilabilun, fitulifur og fleira og því má segja að þau sem hafa PCOS séu líklegri til að þróa með sér þessa sjúkdóma. Fleiri áhættuþættir PCOS Insúlínviðnám er langt frá því að vera eini áhættuþáttur PCOS og er fólk með PCOS líklegra til að þróa ýmis heilsufarsvandamál á lífsleiðinni hvort sem insúlínviðnám sé til staðar eða ekki. Hjarta og æðasjúkdómar eru líklegri þar sem hár blóðþrýstingur og hátt kólesteról fylgja oft á tíðum heilkenninu. Óreglulegar blæðingar eða tíðateppa í mörg ár, sem er eitt lykileinkenna PCOS (þarf þó ekki alltaf að vera til staðar) getur valdið legbolskrabbameini, þótt líkur séu litlar og hægt að lágmarka þær með ýmsum aðferðum til að stjórna blæðingum. Svo má ekki gleyma einkennum sem hafa áhrif á andlega heilsu. Hormónaójafnvægið, sem oft veldur líkamlegum einkennum eins og bólóttri húð, kviðfitu, háum kollvikum, hárvexti í andliti og á líkama, getur leitt til lágrar sjálfsmyndar, þunglyndis og kvíða. Bæði PCOS og insúlínviðnám geta gert þyngdarstjórnun erfiða og þau sem hafa PCOS líkleg til að þróa með sér átröskun því oftar en ekki fá þau skilaboð frá heilbrigðisstarfsfólki og samfélaginu í heild að það verði bara að vera duglegra að reyna að létta sig. Hvort er í raun ódýrara? Heilsan eða heilsuleysið? Í upphafi var spurt hvort ódýrara að væri að heilsu eða meðhöndla veikindi? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (e. World Health Organization eða WHO) hefur ítrekað bent á að forvarnir gegn sjúkdómum eins og sykursýki af tegund tvö og hjarta- og æðasjúkdómum geti sparað samfélögum gríðarlega fjármuni. Nú er vitað að PCOS eykur líkur á þessum sjúkdómum. Fólk með PCOS lendir ítrekað í því að fá greininguna seint og oft þegar í óefni er komið. Rannsóknir á fyrirbyggjandi meðferð skortir og áhuginn á að spýta í lófana þar er ekki mikill. Sem dæmi má nefna lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy. Öll hafa þessi lyf gefið góða raun fyrir mörg með PCOS. Samt fáum við þau ekki niðurgreidd nema vera orðin langt leidd, komin með sykursýki tvö eða himin hátt BMI. Væri ekki nær að byrgja brunninn áður en við dettum ofan í hann? Málþing PCOS samtaka Íslands 25. September 2025 PCOS samtök Íslands standa fyrir málþingi næstkomandi fimmtudag 25. September klukkan 18:30 í sal Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8 í Reykjavík. Þrjú erindi eru á dagskránni: Ragnheiður Valdimarsdóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, sem mun ræða um PCOS og frjósemi. Tekla Hrund Karlsdóttir, læknir, sem mun fjalla um insúlínviðnám og bjargráð við því. Ragnhildur Þórðardóttir (Ragga Nagli) sálfræðingur, mun svo ljúka málþinginu með því að fjalla um mörk og hversu mikilvæg þau eru fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar. Frítt er inn fyrir meðlimi PCOS samtakanna og allt heilbrigðisstarfsfólk. 1000 krónur kostar inn fyrir aðra. Við hvetjum alla til að koma og sjá þessi mikilvægu erindi. Léttar veitingar verða í boði. Nánari upplýsingar um málþingið má finna hér. Loks er vert að minna á vefsíðu PCOS samtaka Íslands pcossamtok.is, sem fagnar árs afmæli um þessar mundir. Höfundur er stjórnarkona í PCOS samtökum Íslands.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar