Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 18. september 2025 14:32 Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti landsmanna telji að grunnkerfum samfélagsins sé ógnað vegna óhefts flæðis innflytjenda hingað til lands. Sér í lagi virðast þessar áhyggjur beinast að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Samt sem áður, og þrátt fyrir mikinn fjölda flóttafólks frá Úkraínu eftir innrás Rússa, eru umsækjendur um alþjóðlega vernd aðeins lítið brot þeirra sem hingað hafa flutt á undanförnum árum, búa hér og starfa, greiða skatta og skyldur og taka þannig þátt í að fjármagna þessi sömu grunnkerfi samfélagsins. Margt af þessu fólki starfar jafnframt við að halda þessum grunnkerfum gangandi. Á sama tíma liggur fyrir að mjög reynir á þanþol þessara grunnkerfa. Er orsök þess streymi innflytjenda hingað til lands eða er það annað sem veldur, og þá hvað? Þegar samfélagssáttmálinn rofnar Nú eru rúm fimm ár liðin síðan hafist var handa við að brjóta niður efnahagslíf og samfélag hér og í flestum öðrum löndum heims á grundvelli ofsahræðslu við veirusýkingu. Afleiðingarnar sjáum við nú í veikri stöðu ríkissjóðs, okurvöxtum, versnandi menntun og stórfelldri aukningu á vanlíðan barna og ungmenna. Samfélagssáttmálinn var rofinn, eðlilegt líf fólks var gert að ógn og markvisst var leitast við að útiloka, þagga niður í og jaðarsetja þau sem kusu að láta rök og staðreyndir ráða afstöðu sinni. Það var í þessu ástandi sem félagið Málfrelsi var stofnað. Markmið félagsins þá og ávallt síðan hefur verið að berjast gegn þöggun og vinna að opnum skoðanaskiptum, enda er upplýst og opin umræða grunnforsenda lýðræðis og mannréttinda. Neyðarástand og útilokun Ein helsta ógnin gagnvart lýðræði og mannréttindum er útilokun og jaðarsetning fólks; þegar búinn er til óvinur og leitast við að sameina meginþorra fólks gegn honum. Þessi óvinur getur verið fólk sem lætur staðreyndir ráða þegar ofsahræðsla grípur um sig og ráðist er af offorsi gegn öllum sem efast. Hann getur verið hópur innan samfélagsins, hópur sem er öðruvísi en aðrir, líkt og þegar útrýma átti Gyðingum á sínum tíma í Þýskalandi, múslimum í Bosníu og Tútsum í Rúanda. Þetta geta einnig verið innflytjendur, sér í lagi þeir sem eru á einhvern hátt framandi og auðvelt er að magna upp hræðsluáróður gegn. Opnum umræðuna Þegar óttinn hefur skotið rótum og útilokunin er talin sjálfsögð er neyðarástandið næsta skref. Um leið og neyðarástandi hefur verið lýst yfir falla mannréttindi sjálfkrafa úr gildi, tjáningarfrelsið hverfur, lýðræðið verður marklaust og valdmörk stjórnvalda gilda ekki lengur. Þetta höfum við séð gerast gegnum söguna, aftur og aftur. Á sama tíma liggur fyrir að ekki dugar að horfa framhjá viðhorfum og afstöðu almennings. Tilraunir til þess kunna aldrei góðri lukku að stýra. Upplýst umræða verður því að eiga sér stað. Á fundi Málfrelsis sem haldinn verður í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 laugardaginn 20. september spyrjum við einfaldrar spurningar: "Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi?". Fjórir frummælendur ræða málið frá ólíkum sjónarhornum og að erindum loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Höfundur er varaformaður Málfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti landsmanna telji að grunnkerfum samfélagsins sé ógnað vegna óhefts flæðis innflytjenda hingað til lands. Sér í lagi virðast þessar áhyggjur beinast að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Samt sem áður, og þrátt fyrir mikinn fjölda flóttafólks frá Úkraínu eftir innrás Rússa, eru umsækjendur um alþjóðlega vernd aðeins lítið brot þeirra sem hingað hafa flutt á undanförnum árum, búa hér og starfa, greiða skatta og skyldur og taka þannig þátt í að fjármagna þessi sömu grunnkerfi samfélagsins. Margt af þessu fólki starfar jafnframt við að halda þessum grunnkerfum gangandi. Á sama tíma liggur fyrir að mjög reynir á þanþol þessara grunnkerfa. Er orsök þess streymi innflytjenda hingað til lands eða er það annað sem veldur, og þá hvað? Þegar samfélagssáttmálinn rofnar Nú eru rúm fimm ár liðin síðan hafist var handa við að brjóta niður efnahagslíf og samfélag hér og í flestum öðrum löndum heims á grundvelli ofsahræðslu við veirusýkingu. Afleiðingarnar sjáum við nú í veikri stöðu ríkissjóðs, okurvöxtum, versnandi menntun og stórfelldri aukningu á vanlíðan barna og ungmenna. Samfélagssáttmálinn var rofinn, eðlilegt líf fólks var gert að ógn og markvisst var leitast við að útiloka, þagga niður í og jaðarsetja þau sem kusu að láta rök og staðreyndir ráða afstöðu sinni. Það var í þessu ástandi sem félagið Málfrelsi var stofnað. Markmið félagsins þá og ávallt síðan hefur verið að berjast gegn þöggun og vinna að opnum skoðanaskiptum, enda er upplýst og opin umræða grunnforsenda lýðræðis og mannréttinda. Neyðarástand og útilokun Ein helsta ógnin gagnvart lýðræði og mannréttindum er útilokun og jaðarsetning fólks; þegar búinn er til óvinur og leitast við að sameina meginþorra fólks gegn honum. Þessi óvinur getur verið fólk sem lætur staðreyndir ráða þegar ofsahræðsla grípur um sig og ráðist er af offorsi gegn öllum sem efast. Hann getur verið hópur innan samfélagsins, hópur sem er öðruvísi en aðrir, líkt og þegar útrýma átti Gyðingum á sínum tíma í Þýskalandi, múslimum í Bosníu og Tútsum í Rúanda. Þetta geta einnig verið innflytjendur, sér í lagi þeir sem eru á einhvern hátt framandi og auðvelt er að magna upp hræðsluáróður gegn. Opnum umræðuna Þegar óttinn hefur skotið rótum og útilokunin er talin sjálfsögð er neyðarástandið næsta skref. Um leið og neyðarástandi hefur verið lýst yfir falla mannréttindi sjálfkrafa úr gildi, tjáningarfrelsið hverfur, lýðræðið verður marklaust og valdmörk stjórnvalda gilda ekki lengur. Þetta höfum við séð gerast gegnum söguna, aftur og aftur. Á sama tíma liggur fyrir að ekki dugar að horfa framhjá viðhorfum og afstöðu almennings. Tilraunir til þess kunna aldrei góðri lukku að stýra. Upplýst umræða verður því að eiga sér stað. Á fundi Málfrelsis sem haldinn verður í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 laugardaginn 20. september spyrjum við einfaldrar spurningar: "Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi?". Fjórir frummælendur ræða málið frá ólíkum sjónarhornum og að erindum loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Höfundur er varaformaður Málfrelsis.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun