Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 18. september 2025 12:01 Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Áður höfðu iðnarmenn stofnað sjóði og síðar fylgdu fjöldi starfsmenntasjóða í kjölfarið, sem allir eru enn starfræktir í dag. Óhætt er að segja að stofnun sjóðanna hafi markað tímamót í starfs-, sí- og endurmenntun hérlendis en aðilar vinnumarkaðarins sáu að með hraðri þróun og breytingum á vinnumarkaði yrði öflug og aðgengileg færniuppbygging lykill að samkeppnishæfni fyrirtækja og starfsþróun starfsfólks. Með stofnun sjóðanna var komið á sameiginlegu fyrirkomulagi þar sem bæði atvinnurekendur og stéttarfélög leggja sitt af mörkum til að efla menntun og stuðla að aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Árangur starfsmenntasjóðanna er óumdeildur en á undanförnum 25 árum hafa tugþúsundir launafólks og þúsundir fyrirtækja nýtt sér úrræði starfsmenntasjóðanna. Þótt starfsmenntasjóðirnir starfi sjálfstætt hefur samstarf þeirra á milli reynst árangursríkt. Samstarfið felst einkum í samnýtingu reynslu og þekkingar og mikið framfaraskref tekið þegar að Áttin, sameiginleg vefgátt sjóðanna, var tekin í notkun fyrir 10 árum. Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til viðkomandi starfsmenntasjóðs. Að Áttinni standa, auk fyrrnefndra sjóða, Iðan fræðslusetur, Samband Stjórnendafélaga, Rafmennt, Starfsmenntasjóður Verslunarinnar og Sjómennt. Sjóðirnir hafa talað einum rómi um mikilvægi starfs-, sí- og endurmenntunar, ekki síst til að mæta hraðri tækniþróun og breytingum á vinnumarkaði sem sífellt krefst nýrrar hæfni starfsfólks. Það er ljóst að vinnumarkaður framtíðarinnar kallar á nýja og breytta hæfni, ekki síst í ljósi stafrænnar umbreytingar og tilkomu gervigreindar og áhrifum hennar á störf. Ef mæta á þeirri þróun, svo vel sé, skiptir menntun lykilmáli, hvort sem er að ræða bók-, iðn-, tækni- eða starfs- , sí- og endurmenntun. Mun hlutverk starfsmenntasjóðanna því einungis verða mikilvægara. Til að fjármagn starfsmenntasjóðanna nýtist sem best er nauðsynlegt að gera hæfni- og færniþörf á vinnumarkaði góð skil. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð gagnast best ef þær byggja á áreiðanlegum gögnum. Slík gögn eru ekki nothæf í dag sem hindrar mótun framtíðaráætlana. Síðastliðin 25 ár hafa atvinnurekendur og stéttarfélög sammælst um að fjárfesta sameiginlega í aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði, starfsfólki og fyrirtækjum til heilla. Starfsmenntasjóðirnir eru nú í krafti stærðar og samvinnu betur í stakk búnir en nokkru sinni fyrr til að efla íslenskan vinnumarkað til framtíðar. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins og stjórnarkona í Landsmennt, Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Áður höfðu iðnarmenn stofnað sjóði og síðar fylgdu fjöldi starfsmenntasjóða í kjölfarið, sem allir eru enn starfræktir í dag. Óhætt er að segja að stofnun sjóðanna hafi markað tímamót í starfs-, sí- og endurmenntun hérlendis en aðilar vinnumarkaðarins sáu að með hraðri þróun og breytingum á vinnumarkaði yrði öflug og aðgengileg færniuppbygging lykill að samkeppnishæfni fyrirtækja og starfsþróun starfsfólks. Með stofnun sjóðanna var komið á sameiginlegu fyrirkomulagi þar sem bæði atvinnurekendur og stéttarfélög leggja sitt af mörkum til að efla menntun og stuðla að aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Árangur starfsmenntasjóðanna er óumdeildur en á undanförnum 25 árum hafa tugþúsundir launafólks og þúsundir fyrirtækja nýtt sér úrræði starfsmenntasjóðanna. Þótt starfsmenntasjóðirnir starfi sjálfstætt hefur samstarf þeirra á milli reynst árangursríkt. Samstarfið felst einkum í samnýtingu reynslu og þekkingar og mikið framfaraskref tekið þegar að Áttin, sameiginleg vefgátt sjóðanna, var tekin í notkun fyrir 10 árum. Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til viðkomandi starfsmenntasjóðs. Að Áttinni standa, auk fyrrnefndra sjóða, Iðan fræðslusetur, Samband Stjórnendafélaga, Rafmennt, Starfsmenntasjóður Verslunarinnar og Sjómennt. Sjóðirnir hafa talað einum rómi um mikilvægi starfs-, sí- og endurmenntunar, ekki síst til að mæta hraðri tækniþróun og breytingum á vinnumarkaði sem sífellt krefst nýrrar hæfni starfsfólks. Það er ljóst að vinnumarkaður framtíðarinnar kallar á nýja og breytta hæfni, ekki síst í ljósi stafrænnar umbreytingar og tilkomu gervigreindar og áhrifum hennar á störf. Ef mæta á þeirri þróun, svo vel sé, skiptir menntun lykilmáli, hvort sem er að ræða bók-, iðn-, tækni- eða starfs- , sí- og endurmenntun. Mun hlutverk starfsmenntasjóðanna því einungis verða mikilvægara. Til að fjármagn starfsmenntasjóðanna nýtist sem best er nauðsynlegt að gera hæfni- og færniþörf á vinnumarkaði góð skil. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð gagnast best ef þær byggja á áreiðanlegum gögnum. Slík gögn eru ekki nothæf í dag sem hindrar mótun framtíðaráætlana. Síðastliðin 25 ár hafa atvinnurekendur og stéttarfélög sammælst um að fjárfesta sameiginlega í aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði, starfsfólki og fyrirtækjum til heilla. Starfsmenntasjóðirnir eru nú í krafti stærðar og samvinnu betur í stakk búnir en nokkru sinni fyrr til að efla íslenskan vinnumarkað til framtíðar. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins og stjórnarkona í Landsmennt, Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun