Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 18. september 2025 12:01 Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Áður höfðu iðnarmenn stofnað sjóði og síðar fylgdu fjöldi starfsmenntasjóða í kjölfarið, sem allir eru enn starfræktir í dag. Óhætt er að segja að stofnun sjóðanna hafi markað tímamót í starfs-, sí- og endurmenntun hérlendis en aðilar vinnumarkaðarins sáu að með hraðri þróun og breytingum á vinnumarkaði yrði öflug og aðgengileg færniuppbygging lykill að samkeppnishæfni fyrirtækja og starfsþróun starfsfólks. Með stofnun sjóðanna var komið á sameiginlegu fyrirkomulagi þar sem bæði atvinnurekendur og stéttarfélög leggja sitt af mörkum til að efla menntun og stuðla að aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Árangur starfsmenntasjóðanna er óumdeildur en á undanförnum 25 árum hafa tugþúsundir launafólks og þúsundir fyrirtækja nýtt sér úrræði starfsmenntasjóðanna. Þótt starfsmenntasjóðirnir starfi sjálfstætt hefur samstarf þeirra á milli reynst árangursríkt. Samstarfið felst einkum í samnýtingu reynslu og þekkingar og mikið framfaraskref tekið þegar að Áttin, sameiginleg vefgátt sjóðanna, var tekin í notkun fyrir 10 árum. Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til viðkomandi starfsmenntasjóðs. Að Áttinni standa, auk fyrrnefndra sjóða, Iðan fræðslusetur, Samband Stjórnendafélaga, Rafmennt, Starfsmenntasjóður Verslunarinnar og Sjómennt. Sjóðirnir hafa talað einum rómi um mikilvægi starfs-, sí- og endurmenntunar, ekki síst til að mæta hraðri tækniþróun og breytingum á vinnumarkaði sem sífellt krefst nýrrar hæfni starfsfólks. Það er ljóst að vinnumarkaður framtíðarinnar kallar á nýja og breytta hæfni, ekki síst í ljósi stafrænnar umbreytingar og tilkomu gervigreindar og áhrifum hennar á störf. Ef mæta á þeirri þróun, svo vel sé, skiptir menntun lykilmáli, hvort sem er að ræða bók-, iðn-, tækni- eða starfs- , sí- og endurmenntun. Mun hlutverk starfsmenntasjóðanna því einungis verða mikilvægara. Til að fjármagn starfsmenntasjóðanna nýtist sem best er nauðsynlegt að gera hæfni- og færniþörf á vinnumarkaði góð skil. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð gagnast best ef þær byggja á áreiðanlegum gögnum. Slík gögn eru ekki nothæf í dag sem hindrar mótun framtíðaráætlana. Síðastliðin 25 ár hafa atvinnurekendur og stéttarfélög sammælst um að fjárfesta sameiginlega í aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði, starfsfólki og fyrirtækjum til heilla. Starfsmenntasjóðirnir eru nú í krafti stærðar og samvinnu betur í stakk búnir en nokkru sinni fyrr til að efla íslenskan vinnumarkað til framtíðar. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins og stjórnarkona í Landsmennt, Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Áður höfðu iðnarmenn stofnað sjóði og síðar fylgdu fjöldi starfsmenntasjóða í kjölfarið, sem allir eru enn starfræktir í dag. Óhætt er að segja að stofnun sjóðanna hafi markað tímamót í starfs-, sí- og endurmenntun hérlendis en aðilar vinnumarkaðarins sáu að með hraðri þróun og breytingum á vinnumarkaði yrði öflug og aðgengileg færniuppbygging lykill að samkeppnishæfni fyrirtækja og starfsþróun starfsfólks. Með stofnun sjóðanna var komið á sameiginlegu fyrirkomulagi þar sem bæði atvinnurekendur og stéttarfélög leggja sitt af mörkum til að efla menntun og stuðla að aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Árangur starfsmenntasjóðanna er óumdeildur en á undanförnum 25 árum hafa tugþúsundir launafólks og þúsundir fyrirtækja nýtt sér úrræði starfsmenntasjóðanna. Þótt starfsmenntasjóðirnir starfi sjálfstætt hefur samstarf þeirra á milli reynst árangursríkt. Samstarfið felst einkum í samnýtingu reynslu og þekkingar og mikið framfaraskref tekið þegar að Áttin, sameiginleg vefgátt sjóðanna, var tekin í notkun fyrir 10 árum. Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til viðkomandi starfsmenntasjóðs. Að Áttinni standa, auk fyrrnefndra sjóða, Iðan fræðslusetur, Samband Stjórnendafélaga, Rafmennt, Starfsmenntasjóður Verslunarinnar og Sjómennt. Sjóðirnir hafa talað einum rómi um mikilvægi starfs-, sí- og endurmenntunar, ekki síst til að mæta hraðri tækniþróun og breytingum á vinnumarkaði sem sífellt krefst nýrrar hæfni starfsfólks. Það er ljóst að vinnumarkaður framtíðarinnar kallar á nýja og breytta hæfni, ekki síst í ljósi stafrænnar umbreytingar og tilkomu gervigreindar og áhrifum hennar á störf. Ef mæta á þeirri þróun, svo vel sé, skiptir menntun lykilmáli, hvort sem er að ræða bók-, iðn-, tækni- eða starfs- , sí- og endurmenntun. Mun hlutverk starfsmenntasjóðanna því einungis verða mikilvægara. Til að fjármagn starfsmenntasjóðanna nýtist sem best er nauðsynlegt að gera hæfni- og færniþörf á vinnumarkaði góð skil. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð gagnast best ef þær byggja á áreiðanlegum gögnum. Slík gögn eru ekki nothæf í dag sem hindrar mótun framtíðaráætlana. Síðastliðin 25 ár hafa atvinnurekendur og stéttarfélög sammælst um að fjárfesta sameiginlega í aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði, starfsfólki og fyrirtækjum til heilla. Starfsmenntasjóðirnir eru nú í krafti stærðar og samvinnu betur í stakk búnir en nokkru sinni fyrr til að efla íslenskan vinnumarkað til framtíðar. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins og stjórnarkona í Landsmennt, Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun