Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 18. september 2025 08:46 Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri. Á borgarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt tillaga sem byggir á umfangsmikilli vinnu um hringrásarhagkerfið í Reykjavík. Með samþykktinni eru stigin stór skref í átt að hringrásarhagkerfi: 22 aðgerðum verður forgangsraðað, þær tengdar við Græna planið, heildarstefnu Reykjavíkur til 2030, og færðar inn í fjárhagsáætlun, með markmiðið að nýta auðlindir betur, minnka sóun og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Hvað þýðir þetta fyrir daglegt líf fólks? Fyrst og fremst einfaldara og skynsamlegra kerfi. Hringrásarmiðstöð og nær-endurvinnslustöðvar munu gera fólki auðveldara að skila, laga og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Fyrir fólkið í borginni þýðir það meiri nærþjónustu, fleiri leiðir til að endurnýta hluti og til lengri tíma lægri kostnað við úrgangsmál. Fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir opnast vettvangur fyrir viðgerðir, endurhönnun og nýsköpun sem skapar verðmæti úr því sem áður var kostnaður. Næst eru ósýnilegu en áhrifamiklu skrefin í grunnkerfum borgarinnar. Fita og set úr fráveitunni verða unnin sem hráefni í stað þess að vera sóað. Þessi aðgerð gerir okkur kleyft að halda fráveitugjöldum í skefjum án þess að fórna gæðum. Sama gildir um betri nýtingu bakrásarvatns í hitaveitunni: minna orkutap og áreiðanlegri þjónusta skilar sér til fólks með betri þjónustu. Samstaða skiptir máli. Tillagan sem borgarstjórn samþykkti í gær kallar eftir nánara samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samræmdar reglur og skýrari leiðbeiningar. Það einfaldar margt þegar við nýtum okkur sama kerfi yfir sveitarfélagamörk, styttri ferðir með flokkaðan úrgang og meiri skilvirkni í framkvæmd. Hringrásarhagkerfi er mikilvægt fyrir okkur í borginni til að verja verðmæti. Minna fer í ruslið, meira helst í notkun og við öll njótum ávinningsins.Nú tekur við markviss vinna við að innleiða þessar aðgerðir og ná fram haldbærum framförum í átt að hringrásarhagkerfinu. Með því að nota það sem við eigum byggjum við upp borg sem er hagkvæm, hreinni og réttlátari og stuðlum um leið að auknum lífsgæðum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins, með um 10 þúsund manns á launaskrá á yfir 300 starfsstöðum. Borgin getur þess vegna orðið leiðandi afl í umbreytingu íslensks samfélags í átt að hringrásarhagkerfi og eitt stærsta verkefni næstu ára verður innleiðing þess. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri. Á borgarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt tillaga sem byggir á umfangsmikilli vinnu um hringrásarhagkerfið í Reykjavík. Með samþykktinni eru stigin stór skref í átt að hringrásarhagkerfi: 22 aðgerðum verður forgangsraðað, þær tengdar við Græna planið, heildarstefnu Reykjavíkur til 2030, og færðar inn í fjárhagsáætlun, með markmiðið að nýta auðlindir betur, minnka sóun og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Hvað þýðir þetta fyrir daglegt líf fólks? Fyrst og fremst einfaldara og skynsamlegra kerfi. Hringrásarmiðstöð og nær-endurvinnslustöðvar munu gera fólki auðveldara að skila, laga og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Fyrir fólkið í borginni þýðir það meiri nærþjónustu, fleiri leiðir til að endurnýta hluti og til lengri tíma lægri kostnað við úrgangsmál. Fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir opnast vettvangur fyrir viðgerðir, endurhönnun og nýsköpun sem skapar verðmæti úr því sem áður var kostnaður. Næst eru ósýnilegu en áhrifamiklu skrefin í grunnkerfum borgarinnar. Fita og set úr fráveitunni verða unnin sem hráefni í stað þess að vera sóað. Þessi aðgerð gerir okkur kleyft að halda fráveitugjöldum í skefjum án þess að fórna gæðum. Sama gildir um betri nýtingu bakrásarvatns í hitaveitunni: minna orkutap og áreiðanlegri þjónusta skilar sér til fólks með betri þjónustu. Samstaða skiptir máli. Tillagan sem borgarstjórn samþykkti í gær kallar eftir nánara samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samræmdar reglur og skýrari leiðbeiningar. Það einfaldar margt þegar við nýtum okkur sama kerfi yfir sveitarfélagamörk, styttri ferðir með flokkaðan úrgang og meiri skilvirkni í framkvæmd. Hringrásarhagkerfi er mikilvægt fyrir okkur í borginni til að verja verðmæti. Minna fer í ruslið, meira helst í notkun og við öll njótum ávinningsins.Nú tekur við markviss vinna við að innleiða þessar aðgerðir og ná fram haldbærum framförum í átt að hringrásarhagkerfinu. Með því að nota það sem við eigum byggjum við upp borg sem er hagkvæm, hreinni og réttlátari og stuðlum um leið að auknum lífsgæðum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins, með um 10 þúsund manns á launaskrá á yfir 300 starfsstöðum. Borgin getur þess vegna orðið leiðandi afl í umbreytingu íslensks samfélags í átt að hringrásarhagkerfi og eitt stærsta verkefni næstu ára verður innleiðing þess. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun