Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 16. september 2025 11:32 Fyrir nokkru fórum við að átta okkur á því að við hefðum vanrækt að byggja upp ýmsa mikilvæga innviði samfélagsins eða halda þeim við, og þá varð til orðið innviðaskuld. Elstu dæmi um það eru frá 2018 en síðan hefur það breiðst mjög út og er nánast orðið tískuorð. Stundum hefur verið reynt að leggja mat á þessa skuld og í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins er hún metin á 680 milljarða, en þar er eingöngu vísað til efnislegra innviða svo sem vegakerfis, fráveitna, fasteigna o.s.frv. En við stöndum líka í innviðaskuld við óefnisleg kerfi samfélagsins svo sem heilbrigðiskerfi og menntakerfi, og það er ekki síður nauðsynlegt að greiða inn á þá skuld. Einnig hefur verið bent á innviðaskuld við skapandi greinar og íslenska menningu. En einn er sá innviður sem hefur oftast gleymst í þessari umræðu þótt hann sé í raun forsenda fyrir tilvist íslensks samfélags. Það er íslenskan. Þess vegna var ánægjulegt að lesa viðtalVísis við Höllu Hrund Logadóttur alþingismann þar sem hún bendir á að „tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að“ og „vill að þingheimur hugsi um íslenska tungu með sama hætti og hann hugsar um innviði á borð við samgöngur og orkumál“. Þetta er meginatriði. Íslenskan er ekki einungis mikilvægasta samskiptatæki okkar og menningarmiðlari, heldur grundvallarþáttur í sjálfstæði okkar og þjóðarímynd – burðarás samfélagsins. Ef brestir koma í þann innvið er hætt við að samfélagið fari sömu leið. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna á innviðaskuldinni og segist vera byrjuð á því. Í ljósi þess skýtur skökku við að í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að þeim greiðslum inn á innviðaskuld við íslenskuna sem fyrri ríkisstjórn hóf í fjárlögum þessa árs skuli nú hætt. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um fimmtíu þúsund undanfarinn áratug – úr um 10% upp í um 20% íbúa. Þetta eru ekki ómagar á þjóðinni – atvinnuþátttaka þeirra er mjög mikil, og við þurfum á þeim að halda. En inngilding svo fjölmenns hóps í samfélagið, þar á meðal íslenskukennsla, er risastórt verkefni sem ekki verður hrist fram úr erminni og fráleitt að lækka fjárveitingar til þessa málaflokks þótt dregið hafi úr fólksstraumi til landsins í fyrra. Ég trúi ekki öðru en að í meðförum Alþingis verði umrædd lækkun á framlögum til íslenskukennslu og inngildingar afturkölluð. En það er ekki nóg – við þurfum að bæta verulega í. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að fjárveitingar til kennslu íslensku sem annars máls (miðað við fjölda innflytjenda) eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í þjóðtungum sínum, og það endurspeglast í því að hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi. Innviðaskuld okkar við íslenskuna felst ekki síst í þessu – við þurfum að verja miklu meira fé til þess að gera hana að sameign allra sem hér búa. Við þurfum samt að varast ómálefnalega mismunun á grundvelli íslenskukunnáttu, og gæta þess að láta skort á íslenskukunnáttu ekki bitna á fólki. En það á ekkert skylt við þjóðrembu að telja mikilvægt að þau sem hér búa læri íslensku. Það er öllum í hag. Skortur á íslenskukunnáttu veldur því iðulega að verðmæt þekking og kunnátta innflytjenda nýtist ekki heldur sitja þeir fastir í láglaunastörfum og börn þeirra eru í mikilli hættu að falla brott úr námi vegna ófullnægjandi íslenskukunnáttu. Skortur á íslenskukunnáttu leiðir líka til þess að innflytjendur taka lítinn þátt í almennri þjóðfélagsumræðu og þátttaka þeirra í kosningum er mun minni en innfæddra. Í ljósi hás hlutfalls innflytjenda er þetta vitaskuld alvarlegt fyrir lýðræði í landinu. Fjölgun innflytjenda skall fremur skyndilega á og hefur verið mjög ör og við áttuðum okkur ekki á því að nauðsynlegt væri að bregðast við henni – og vorum líka vanbúin til þess. En nú hefur margoft verið bent á, bæði í áðurnefndri skýrslu OECD og víðar, að staðan er alvarleg og íslenskan er á undanhaldi. Við höfum þess vegna enga afsökun fyrir því lengur að láta reka á reiðanum. Eftir því sem lengri tími líður án þess að við sinnum þessum málum minnka líkurnar á að innflytjendur sjái ástæðu til að læra íslensku vegna þess að það verða til samfélög þar sem íslenskan verður í raun óþörf. Til skamms tíma er kannski þægilegast og ódýrast fyrir okkur að stinga höfðinu í sandinn – en viljum við það? Nú reynir á Alþingi og ríkisstjórn. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru fórum við að átta okkur á því að við hefðum vanrækt að byggja upp ýmsa mikilvæga innviði samfélagsins eða halda þeim við, og þá varð til orðið innviðaskuld. Elstu dæmi um það eru frá 2018 en síðan hefur það breiðst mjög út og er nánast orðið tískuorð. Stundum hefur verið reynt að leggja mat á þessa skuld og í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins er hún metin á 680 milljarða, en þar er eingöngu vísað til efnislegra innviða svo sem vegakerfis, fráveitna, fasteigna o.s.frv. En við stöndum líka í innviðaskuld við óefnisleg kerfi samfélagsins svo sem heilbrigðiskerfi og menntakerfi, og það er ekki síður nauðsynlegt að greiða inn á þá skuld. Einnig hefur verið bent á innviðaskuld við skapandi greinar og íslenska menningu. En einn er sá innviður sem hefur oftast gleymst í þessari umræðu þótt hann sé í raun forsenda fyrir tilvist íslensks samfélags. Það er íslenskan. Þess vegna var ánægjulegt að lesa viðtalVísis við Höllu Hrund Logadóttur alþingismann þar sem hún bendir á að „tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að“ og „vill að þingheimur hugsi um íslenska tungu með sama hætti og hann hugsar um innviði á borð við samgöngur og orkumál“. Þetta er meginatriði. Íslenskan er ekki einungis mikilvægasta samskiptatæki okkar og menningarmiðlari, heldur grundvallarþáttur í sjálfstæði okkar og þjóðarímynd – burðarás samfélagsins. Ef brestir koma í þann innvið er hætt við að samfélagið fari sömu leið. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna á innviðaskuldinni og segist vera byrjuð á því. Í ljósi þess skýtur skökku við að í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að þeim greiðslum inn á innviðaskuld við íslenskuna sem fyrri ríkisstjórn hóf í fjárlögum þessa árs skuli nú hætt. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um fimmtíu þúsund undanfarinn áratug – úr um 10% upp í um 20% íbúa. Þetta eru ekki ómagar á þjóðinni – atvinnuþátttaka þeirra er mjög mikil, og við þurfum á þeim að halda. En inngilding svo fjölmenns hóps í samfélagið, þar á meðal íslenskukennsla, er risastórt verkefni sem ekki verður hrist fram úr erminni og fráleitt að lækka fjárveitingar til þessa málaflokks þótt dregið hafi úr fólksstraumi til landsins í fyrra. Ég trúi ekki öðru en að í meðförum Alþingis verði umrædd lækkun á framlögum til íslenskukennslu og inngildingar afturkölluð. En það er ekki nóg – við þurfum að bæta verulega í. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að fjárveitingar til kennslu íslensku sem annars máls (miðað við fjölda innflytjenda) eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í þjóðtungum sínum, og það endurspeglast í því að hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi. Innviðaskuld okkar við íslenskuna felst ekki síst í þessu – við þurfum að verja miklu meira fé til þess að gera hana að sameign allra sem hér búa. Við þurfum samt að varast ómálefnalega mismunun á grundvelli íslenskukunnáttu, og gæta þess að láta skort á íslenskukunnáttu ekki bitna á fólki. En það á ekkert skylt við þjóðrembu að telja mikilvægt að þau sem hér búa læri íslensku. Það er öllum í hag. Skortur á íslenskukunnáttu veldur því iðulega að verðmæt þekking og kunnátta innflytjenda nýtist ekki heldur sitja þeir fastir í láglaunastörfum og börn þeirra eru í mikilli hættu að falla brott úr námi vegna ófullnægjandi íslenskukunnáttu. Skortur á íslenskukunnáttu leiðir líka til þess að innflytjendur taka lítinn þátt í almennri þjóðfélagsumræðu og þátttaka þeirra í kosningum er mun minni en innfæddra. Í ljósi hás hlutfalls innflytjenda er þetta vitaskuld alvarlegt fyrir lýðræði í landinu. Fjölgun innflytjenda skall fremur skyndilega á og hefur verið mjög ör og við áttuðum okkur ekki á því að nauðsynlegt væri að bregðast við henni – og vorum líka vanbúin til þess. En nú hefur margoft verið bent á, bæði í áðurnefndri skýrslu OECD og víðar, að staðan er alvarleg og íslenskan er á undanhaldi. Við höfum þess vegna enga afsökun fyrir því lengur að láta reka á reiðanum. Eftir því sem lengri tími líður án þess að við sinnum þessum málum minnka líkurnar á að innflytjendur sjái ástæðu til að læra íslensku vegna þess að það verða til samfélög þar sem íslenskan verður í raun óþörf. Til skamms tíma er kannski þægilegast og ódýrast fyrir okkur að stinga höfðinu í sandinn – en viljum við það? Nú reynir á Alþingi og ríkisstjórn. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun