Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 11. september 2025 08:02 Það er mikilvægt að styðja við hinsegin samfélagið, standa vörð um mannréttindi og koma fram af virðingu við hvert annað. Við viljum byggja Hafnarfjörð sem er ekki aðeins fallegur að sjá, heldur líka sterkur í innviðum sínum, samfélag þar sem allir geta verið þeir sjálfir, án þess að þurfa að óttast fordóma eða mismunun. Með stolti rifjum við upp að Hafnarfjörður var með fyrstu sveitarfélögum á Íslandi til að gera samning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu. Það eru nú orðin 10 ár síðan við tókum það skref, og það hefur reynst afar dýrmætt. Fræðslan hefur opnað augu okkar, hjálpað okkur að sjá fjölbreytileikann sem styrkleika og kennt okkur að umburðarlyndi og virðing eru ekki sjálfsögð, þau þurfa að vera ræktuð, dag eftir dag. Heimili utan heimilisins Við getum líka verið stolt af því að hér í Hafnarfirði er starfrækt Hinsegin félagsmiðstöð. Hún er ekki bara húsnæði eða dagskrá á blaði, hún er öruggt rými, heimili utan heimilis, þar sem ungt fólk fær að finna fyrir stuðningi, vináttu og viðurkenningu. Þar fá þau tækifæri til að kynnast, tjá sig, spyrja spurninga og fá svör sem skipta máli. En við þurfum líka að horfast í augu við að það hefur orðið bakslag í þessari baráttu, bæði hér heima og erlendis. Við heyrum raddir sem reyna að draga úr réttindum hinsegin fólks, og við sjáum fordóma sem við héldum að væru á undanhaldi, en hafa aftur skotið upp kollinum. Þetta minnir okkur á að mannréttindi eru aldrei sjálfgefin. Þau þurfa að vera vörðuð á hverjum degi. Þau þurfa að vera staðfest með orðum, en enn frekar með aðgerðum. Þess vegna er svo mikilvægt að við í Hafnarfirði höldum áfram að vera leiðandi. Að við látum ekki undan þrýstingi eða þögn, heldur sýnum að hér er samfélag sem stendur þétt saman, óháð kynhneigð eða kynvitund. Við eigum að vera rödd sem hvetur til umburðarlyndis, fræðslu og virðingar, ekki aðeins fyrir okkar eigin bæ, heldur sem fordæmi fyrir önnur sveitarfélög. Mannréttindi fyrir okkur öll Þessi verkefni, fræðslan, félagsmiðstöðin og allt sem við höfum byggt upp í sameiningu, eru ekki bara fyrir þá sem tilheyra hinsegin samfélaginu. Þau eru fyrir okkur öll. Þau gera okkur að betra bæjarfélagi, þau efla samkennd, þau brjóta niður fordóma og þau gera okkur kleift að búa í samfélagi þar sem við njótum öryggis og virðingar hvert af öðru. Þegar einstaklingar fá að blómstra, þá blómstrar samfélagið allt. Við getum verið stolt af leiðinni sem við höfum farið, en við megum ekki gleyma því að vegferðin er ekki búin. Við þurfum áfram að vera leiðandi, áfram að standa með mannréttindum, áfram að tryggja að börn og ungmenni okkar fái fræðslu sem byggir á virðingu og fjölbreytileika, og áfram að skapa rými þar sem fólk upplifir sig öruggt og samþykkt. Látum Hafnarfjörð vera stað þar sem við öll finnum að við erum velkomin. Það er okkar ábyrgð, og það er okkar tækifæri. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að styðja við hinsegin samfélagið, standa vörð um mannréttindi og koma fram af virðingu við hvert annað. Við viljum byggja Hafnarfjörð sem er ekki aðeins fallegur að sjá, heldur líka sterkur í innviðum sínum, samfélag þar sem allir geta verið þeir sjálfir, án þess að þurfa að óttast fordóma eða mismunun. Með stolti rifjum við upp að Hafnarfjörður var með fyrstu sveitarfélögum á Íslandi til að gera samning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu. Það eru nú orðin 10 ár síðan við tókum það skref, og það hefur reynst afar dýrmætt. Fræðslan hefur opnað augu okkar, hjálpað okkur að sjá fjölbreytileikann sem styrkleika og kennt okkur að umburðarlyndi og virðing eru ekki sjálfsögð, þau þurfa að vera ræktuð, dag eftir dag. Heimili utan heimilisins Við getum líka verið stolt af því að hér í Hafnarfirði er starfrækt Hinsegin félagsmiðstöð. Hún er ekki bara húsnæði eða dagskrá á blaði, hún er öruggt rými, heimili utan heimilis, þar sem ungt fólk fær að finna fyrir stuðningi, vináttu og viðurkenningu. Þar fá þau tækifæri til að kynnast, tjá sig, spyrja spurninga og fá svör sem skipta máli. En við þurfum líka að horfast í augu við að það hefur orðið bakslag í þessari baráttu, bæði hér heima og erlendis. Við heyrum raddir sem reyna að draga úr réttindum hinsegin fólks, og við sjáum fordóma sem við héldum að væru á undanhaldi, en hafa aftur skotið upp kollinum. Þetta minnir okkur á að mannréttindi eru aldrei sjálfgefin. Þau þurfa að vera vörðuð á hverjum degi. Þau þurfa að vera staðfest með orðum, en enn frekar með aðgerðum. Þess vegna er svo mikilvægt að við í Hafnarfirði höldum áfram að vera leiðandi. Að við látum ekki undan þrýstingi eða þögn, heldur sýnum að hér er samfélag sem stendur þétt saman, óháð kynhneigð eða kynvitund. Við eigum að vera rödd sem hvetur til umburðarlyndis, fræðslu og virðingar, ekki aðeins fyrir okkar eigin bæ, heldur sem fordæmi fyrir önnur sveitarfélög. Mannréttindi fyrir okkur öll Þessi verkefni, fræðslan, félagsmiðstöðin og allt sem við höfum byggt upp í sameiningu, eru ekki bara fyrir þá sem tilheyra hinsegin samfélaginu. Þau eru fyrir okkur öll. Þau gera okkur að betra bæjarfélagi, þau efla samkennd, þau brjóta niður fordóma og þau gera okkur kleift að búa í samfélagi þar sem við njótum öryggis og virðingar hvert af öðru. Þegar einstaklingar fá að blómstra, þá blómstrar samfélagið allt. Við getum verið stolt af leiðinni sem við höfum farið, en við megum ekki gleyma því að vegferðin er ekki búin. Við þurfum áfram að vera leiðandi, áfram að standa með mannréttindum, áfram að tryggja að börn og ungmenni okkar fái fræðslu sem byggir á virðingu og fjölbreytileika, og áfram að skapa rými þar sem fólk upplifir sig öruggt og samþykkt. Látum Hafnarfjörð vera stað þar sem við öll finnum að við erum velkomin. Það er okkar ábyrgð, og það er okkar tækifæri. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun