Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2025 12:13 Höfuðstöðvar Novo Nordisk í Bagsværd utan við Kaupmannahöfn. AP/Mads Claus Rasmussen/Ritzau Lyfjafyrirtækið Novo Nordisk sem malaði gull á þyngdarstjórnunarlyfjunum Ozempic og Wegovy tilkynnti að það ætlaði að segja upp um níu þúsund starfsmönnum í dag. Af þeim eru um fimm þúsund í Danmörku. Niðurskurðurinn kemur í kjölfar lækkandi tekna fyrirtækisins vegna aukinnar samkeppni á markaði með þyngdarstjórnunarlyf. Alls starfa 78.400 manns fyrir Novo Nordisk en þeim fækkar um ellefu prósent með uppsögnunum sem voru kynntar í dag. Fyrirtækið ætlar með þeim að spara um átta milljarða danskra króna, jafnvirði um 153 milljarða íslenskra króna, fyrir lok næsta árs. Í kjölfar velgengni Ozempic og Wegovy var Novo Nordisk um tíma verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Hlutabréf fyrirtækisins voru metin á meira en sem nam vergri landsframleiðslu Danmerkur. Gengið í kauphöllinni hefur hins vegar tekið dýfu upp á síðkastið. Fyrirtækið rak Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóra sinn til átta ára, til þess að reyna að snúa gengi þess við í maí. Novo Nordisk stendur nú frammi fyrir aukinni samkeppni frá bandaríska lyfjarisanum Eli Lilly um viðskipti þeirra sem vilja eða þurfa að losna við aukakíló. Ozempic var upphaflega þróað sem lyf gegn sykursýki en það reyndist síðan gagnast til þyngdartaps. Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Danmörk Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Niðurskurðurinn kemur í kjölfar lækkandi tekna fyrirtækisins vegna aukinnar samkeppni á markaði með þyngdarstjórnunarlyf. Alls starfa 78.400 manns fyrir Novo Nordisk en þeim fækkar um ellefu prósent með uppsögnunum sem voru kynntar í dag. Fyrirtækið ætlar með þeim að spara um átta milljarða danskra króna, jafnvirði um 153 milljarða íslenskra króna, fyrir lok næsta árs. Í kjölfar velgengni Ozempic og Wegovy var Novo Nordisk um tíma verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Hlutabréf fyrirtækisins voru metin á meira en sem nam vergri landsframleiðslu Danmerkur. Gengið í kauphöllinni hefur hins vegar tekið dýfu upp á síðkastið. Fyrirtækið rak Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóra sinn til átta ára, til þess að reyna að snúa gengi þess við í maí. Novo Nordisk stendur nú frammi fyrir aukinni samkeppni frá bandaríska lyfjarisanum Eli Lilly um viðskipti þeirra sem vilja eða þurfa að losna við aukakíló. Ozempic var upphaflega þróað sem lyf gegn sykursýki en það reyndist síðan gagnast til þyngdartaps.
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Danmörk Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira