Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2025 10:00 Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en þá er sjónum beint að þeim mikla lýðheilsuvanda sem sjálfsvíg eru. Lögð er áhersla á að við opnum umræðu um sjálfsvíg en að umræðan fari fram með ábyrgum og yfirveguðum hætti. Þar gildir meðal annars að umræða um tölfræði sjálfsvíga sé rétt en árlega eru birtar um þau tölur á vef embættis landlæknis. Þar má sjá að tíðni sjálfsvíga hefur lítið breyst undanfarna áratugi en hún er nú um 11,3 per 100 þúsund íbúa á ári miðað við síðustu 5 ár. Því er nauðsynlegt að gera betur og eins vel og hægt er í hvers kyns forvörnum. Samtal getur bjargað lífi Mörg okkar kunna að bjarga mannslífi með endurlífgun; með því að staðfesta meðvitundarleysi, hringja í 112 eftir hjálp, beita hjartahnoði og nota sjálfvirk hjartastuðtæki þar sem þau eru til taks. Sama gildir um andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Þar gildir í fyrsta lagi að taka eftir; vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Í öðru lagi að hlusta, þora að taka samtalið og spyrja nánar ef við höfum áhyggjur. Í þriðja lagi að leita lausna og hjálpa viðkomandi að finna leiðir að stuðningi og aðstoð en um slíkt má lesa á vefsíðunni gulurseptember.is Loks þarf að fylgja einstaklingnum eftir, spyrja um líðan og hvort aðstoðin fékkst. Sjá meðfylgjandi mynd. Aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum Í janúar 2024 var stofnuð, undir hatti embættis landlæknis ný miðstöð um sjálfsvígsforvarnir sem hlaut hið fallega nafn Lífsbrú. Einnig var stofnaður sjóður með sama nafni til að styðja við forvarnir. Markmiðið er að fækka sjálfsvígum á Íslandi og veita stuðning þeim sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Nú liggur fyrir uppfærð aðgerðaáætlun um sjálfsvígsforvarnir til næstu fimm ára. Áætlunin er í sjö liðum og byggir á 27 aðgerðum. Þær snúa m.a að rannsóknum á sjálfsvígum, fyrst afturvirkt til ársins 2000 og svo er ráðgert að skoða hvert sjálfsvíg jafnharðan. Einnig að efla aðgengi að lágþröskuldaúrræðum án biðtíma fyrir bæði fullorðna og börn. Takmarka þarf eins og hægt er aðgengi að mögulegum leiðum til sjálfsvígs og m.a. efla fræðslu um lyf, ekki síst þau sem geta ýtt undir sjálfsvígshugsanir. Þá verður farið í vitundarvakningu og fræðslu, annars vegar til lykilaðila sem að málum koma (heilbrigðisstarfsfólk, þeir sem sinna sálgæslu, viðbragðaðilar, starfsfólk fangelsa, skóla, félagsþjónustu og hjálparsíma) og hins vegar til fjölmiðlafólks. Ábyrg fjölmiðlaumfjöllun um sjálfsvíg hefur verndandi áhrif, svokölluð Papageno áhrif meðan óvönduð umfjöllun getur virkað á gagnstæðan hátt, sk. Werther áhrif. Ætlunin er einnig að efla forvarnar- og heilsueflingarstarf meðal barna og ungmenna með áherslu á að efla seiglu, félags- og tilfinningafærni. Mikilvægur liður sjálfsvígsforvarna er að tryggja lágþröskuldaúrræði fyrir fólk sem upplifir vanlíðan, þ.e. Hjálparsíma Rauða krossins, Upplýsingasíma heilsugæslunnar og þjónustu Pieta samtakanna og Bergsins. Loks er ætlunin að samræma og innleiða áhættumat og skráningu í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Mikilvægt er einnig að styrkja stuðning við aðstandendur og koma þar á samræmdu lágþröskuldaúrræði á landsvísu. Vísar að þessu er Hjálp48 hjá Sorgarmiðstöð og Örninn. Áhersla á geðheilbrigðismál Sem heilbrigðisráðherra mun ég leggja áherslu á geðheilbrigðismál í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þegar hefur meðferð vegna fíknisjúkdóma verið styrkt svo um munar. Unnið er að styrkingu úrræða til að stytta bið barna eftir greiningum og meðferð. Fyrir liggur að geðþjónusta í framhaldsskólum verður efld og sömuleiðis hugað að sértækri geðheilbrigðisþjónustu fyrir aldrað fólk. Verið er að hefja tilraunaverkefni varðandi skimun í skólum til að finna börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og þróuð verða meðferðarúrræði til samræmis. Hugað er að áframhaldandi þróun lágþröskuldaúrræða auk þess sem sérhæfð þjónusta á Landspítala og hjá Geðheilsuteymi barna á Norðurlandi er styrkt varanlega. Fleira mætti nefna en á næsta fjárlagaári verður svo áfram haldið og er Geðheilbrigðisáætlun grunnur að áframhaldandi styrkingu í geðheilbrigðismálum. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir Kæri lesandi. Kynnum okkur staðreyndir um efnið, t.d. á gulurseptember.is og á sjalfsvig.is. Látum okkur líðan hvers annars varða. Þorum að ræða málin en gerum það af yfirvegun. Við getum öll lagt af mörkum og borið út boðskapinn um að það er hjálp að fá. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en þá er sjónum beint að þeim mikla lýðheilsuvanda sem sjálfsvíg eru. Lögð er áhersla á að við opnum umræðu um sjálfsvíg en að umræðan fari fram með ábyrgum og yfirveguðum hætti. Þar gildir meðal annars að umræða um tölfræði sjálfsvíga sé rétt en árlega eru birtar um þau tölur á vef embættis landlæknis. Þar má sjá að tíðni sjálfsvíga hefur lítið breyst undanfarna áratugi en hún er nú um 11,3 per 100 þúsund íbúa á ári miðað við síðustu 5 ár. Því er nauðsynlegt að gera betur og eins vel og hægt er í hvers kyns forvörnum. Samtal getur bjargað lífi Mörg okkar kunna að bjarga mannslífi með endurlífgun; með því að staðfesta meðvitundarleysi, hringja í 112 eftir hjálp, beita hjartahnoði og nota sjálfvirk hjartastuðtæki þar sem þau eru til taks. Sama gildir um andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Þar gildir í fyrsta lagi að taka eftir; vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Í öðru lagi að hlusta, þora að taka samtalið og spyrja nánar ef við höfum áhyggjur. Í þriðja lagi að leita lausna og hjálpa viðkomandi að finna leiðir að stuðningi og aðstoð en um slíkt má lesa á vefsíðunni gulurseptember.is Loks þarf að fylgja einstaklingnum eftir, spyrja um líðan og hvort aðstoðin fékkst. Sjá meðfylgjandi mynd. Aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum Í janúar 2024 var stofnuð, undir hatti embættis landlæknis ný miðstöð um sjálfsvígsforvarnir sem hlaut hið fallega nafn Lífsbrú. Einnig var stofnaður sjóður með sama nafni til að styðja við forvarnir. Markmiðið er að fækka sjálfsvígum á Íslandi og veita stuðning þeim sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Nú liggur fyrir uppfærð aðgerðaáætlun um sjálfsvígsforvarnir til næstu fimm ára. Áætlunin er í sjö liðum og byggir á 27 aðgerðum. Þær snúa m.a að rannsóknum á sjálfsvígum, fyrst afturvirkt til ársins 2000 og svo er ráðgert að skoða hvert sjálfsvíg jafnharðan. Einnig að efla aðgengi að lágþröskuldaúrræðum án biðtíma fyrir bæði fullorðna og börn. Takmarka þarf eins og hægt er aðgengi að mögulegum leiðum til sjálfsvígs og m.a. efla fræðslu um lyf, ekki síst þau sem geta ýtt undir sjálfsvígshugsanir. Þá verður farið í vitundarvakningu og fræðslu, annars vegar til lykilaðila sem að málum koma (heilbrigðisstarfsfólk, þeir sem sinna sálgæslu, viðbragðaðilar, starfsfólk fangelsa, skóla, félagsþjónustu og hjálparsíma) og hins vegar til fjölmiðlafólks. Ábyrg fjölmiðlaumfjöllun um sjálfsvíg hefur verndandi áhrif, svokölluð Papageno áhrif meðan óvönduð umfjöllun getur virkað á gagnstæðan hátt, sk. Werther áhrif. Ætlunin er einnig að efla forvarnar- og heilsueflingarstarf meðal barna og ungmenna með áherslu á að efla seiglu, félags- og tilfinningafærni. Mikilvægur liður sjálfsvígsforvarna er að tryggja lágþröskuldaúrræði fyrir fólk sem upplifir vanlíðan, þ.e. Hjálparsíma Rauða krossins, Upplýsingasíma heilsugæslunnar og þjónustu Pieta samtakanna og Bergsins. Loks er ætlunin að samræma og innleiða áhættumat og skráningu í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Mikilvægt er einnig að styrkja stuðning við aðstandendur og koma þar á samræmdu lágþröskuldaúrræði á landsvísu. Vísar að þessu er Hjálp48 hjá Sorgarmiðstöð og Örninn. Áhersla á geðheilbrigðismál Sem heilbrigðisráðherra mun ég leggja áherslu á geðheilbrigðismál í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þegar hefur meðferð vegna fíknisjúkdóma verið styrkt svo um munar. Unnið er að styrkingu úrræða til að stytta bið barna eftir greiningum og meðferð. Fyrir liggur að geðþjónusta í framhaldsskólum verður efld og sömuleiðis hugað að sértækri geðheilbrigðisþjónustu fyrir aldrað fólk. Verið er að hefja tilraunaverkefni varðandi skimun í skólum til að finna börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og þróuð verða meðferðarúrræði til samræmis. Hugað er að áframhaldandi þróun lágþröskuldaúrræða auk þess sem sérhæfð þjónusta á Landspítala og hjá Geðheilsuteymi barna á Norðurlandi er styrkt varanlega. Fleira mætti nefna en á næsta fjárlagaári verður svo áfram haldið og er Geðheilbrigðisáætlun grunnur að áframhaldandi styrkingu í geðheilbrigðismálum. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir Kæri lesandi. Kynnum okkur staðreyndir um efnið, t.d. á gulurseptember.is og á sjalfsvig.is. Látum okkur líðan hvers annars varða. Þorum að ræða málin en gerum það af yfirvegun. Við getum öll lagt af mörkum og borið út boðskapinn um að það er hjálp að fá. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar