Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 9. september 2025 14:31 Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem til stendur að stytta bótatímabilið úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði og herða á ávinnsluskilyrðum. Þessi áform endurspeglast einnig í frumvarpi til fjárlaga sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær. Áætlað er að þessi skerðing á réttindum launafólks muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári þegar hún verður að fullu innleidd. Atvinnuþáttaka allra hópa á Íslandi er sú mesta innan OECD og atvinnuleysi er einnig með minnsta móti, þar með talið langtímaatvinnuleysi. Ekki er því að sjá að knýjandi þörf sé á breytingum á atvinnuleysistryggingakerfinu og skerðingu á afkomutryggingu launafólks. Markmið breytinganna er sagt vera að stuðla að aukinni virkni þeirra sem lenda í langtímaatvinnuleysi en óljóst er með öllu hvernig ná skuli því markmiði með því einu að skerða réttindi og afkomuöryggi launafólks í viðkvæmri stöðu. Réttara er að kalla breytingarnar því nafni sem þær eru, sparnaðartillögur. Atvinnuleysistryggingar eru vernd gegn afkomumissi Atvinnuleysistryggingar varða grundvallarakomu launafólks og veita vernd við atvinnumissi. Réttindin koma ekki sjálfkrafa heldur safnast upp í gegnum þátttöku á vinnumarkaði. Breyttur vinnumarkaður, tæknibreytingar og minni festa í ráðningarsamböndum sem draga úr afkomuöryggi launafólks minnka síður en svo þörf fyrir öflugar atvinnuleysistryggingar. Samið var fyrst um atvinnuleysistryggingar árið 1955 í kjölfar harðra átaka og einhverra lengstu verkfalla sem verið hafa á vinnumarkaði. Í fyrstu var atvinnuleysistryggingasjóður í höndum verkalýðsfélaganna en síðar tóku stjórnvöld yfir sjóðinn og færðu undir Vinnumálastofnun sem einnig tók að sér alla umsýslu vegna hans. Þannig voru það aðilar vinnumarkaðarins sem settu kerfið á fót og hafa breytingar á því hingað til verið gerðar í samráði við þá. Niðurskurður í dulargervi Árið 2021 var boðuð endurskoðun á atvinnuleysistryggingalögum og í kjölfarið stofnaði þáverandi félagsmálaráðherra starfshóp sem fékk það hlutverk að endurskoða lögin. Í þeim hópi áttu sæti fulltrúar launafólks ásamt fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda. Á þeim vettvangi var meðal annars rætt um lengd bótatímabilsins. Fulltrúar launafólks í starfshópnum lögðu ríka áherslu á að setja þyrfti umræðu um lengd bótatímabilsins í samhengi við þá þjónustu og þau úrræði sem til staðar væru til að aðstoða einstaklinga að komast aftur í starf. Slíkar aðgerðir miða m.a. að því að auðvelda atvinnuleit, tryggja góðar ráðningar, efla færni og getu atvinnuleitenda og tryggja virkni þeirra. OECD hefur einnig lagt áherslu á að atvinnuleysistryggingakerfið þurfi að koma betur til móts við þarfir innflytjenda sem síður hafa tengslanet á vinnumarkaði og þar þurfi úrræði, námskeið og tungumálakennsla að vera betur sniðin að þeirra þörfum. Fyrir liggur að mun minna er lagt í virk vinnumarkaðsúrræði til að styðja við fólk í atvinnuleit hér á landi en í nágrannalöndunum og ekki er að sjá að áformuð sé stefnubreyting í þeim efnum. Réttindi launafólks verða varin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú ákveðið að virða að vettugi starf þessarar nefndar aðila vinnumarkaðarins og einhliða ákveðið að stytta atvinnuleysisbótatímabilið og herða ávinnsluskilyrðin. Lagt er til grundvallar að fólk sem missi réttinn til atvinnuleysisbóta finni sér bara nýtt starf. Þetta lýsir hroka og miklu þekkingarleysi á stöðu þeirra einstaklinga sem missa starf sitt og eru án atvinnu til lengri tíma. Fólk sem starfar í árstíðabundnum atvinnugreinum mun lenda í vandræðum og ætla má að ásókn vinnandi fólks í þær greinar dragist enn frekar saman. Að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna er nánast fordæmalaust og gengur þvert á eðlileg samskipti stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Íslensk verkalýðshreyfing mun ekki sitja hjá og láta þessi vinnubrögð og þá miklu réttindaskerðingu launafólks sem boðuð er óátalin. Finnbjörn A Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem til stendur að stytta bótatímabilið úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði og herða á ávinnsluskilyrðum. Þessi áform endurspeglast einnig í frumvarpi til fjárlaga sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær. Áætlað er að þessi skerðing á réttindum launafólks muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári þegar hún verður að fullu innleidd. Atvinnuþáttaka allra hópa á Íslandi er sú mesta innan OECD og atvinnuleysi er einnig með minnsta móti, þar með talið langtímaatvinnuleysi. Ekki er því að sjá að knýjandi þörf sé á breytingum á atvinnuleysistryggingakerfinu og skerðingu á afkomutryggingu launafólks. Markmið breytinganna er sagt vera að stuðla að aukinni virkni þeirra sem lenda í langtímaatvinnuleysi en óljóst er með öllu hvernig ná skuli því markmiði með því einu að skerða réttindi og afkomuöryggi launafólks í viðkvæmri stöðu. Réttara er að kalla breytingarnar því nafni sem þær eru, sparnaðartillögur. Atvinnuleysistryggingar eru vernd gegn afkomumissi Atvinnuleysistryggingar varða grundvallarakomu launafólks og veita vernd við atvinnumissi. Réttindin koma ekki sjálfkrafa heldur safnast upp í gegnum þátttöku á vinnumarkaði. Breyttur vinnumarkaður, tæknibreytingar og minni festa í ráðningarsamböndum sem draga úr afkomuöryggi launafólks minnka síður en svo þörf fyrir öflugar atvinnuleysistryggingar. Samið var fyrst um atvinnuleysistryggingar árið 1955 í kjölfar harðra átaka og einhverra lengstu verkfalla sem verið hafa á vinnumarkaði. Í fyrstu var atvinnuleysistryggingasjóður í höndum verkalýðsfélaganna en síðar tóku stjórnvöld yfir sjóðinn og færðu undir Vinnumálastofnun sem einnig tók að sér alla umsýslu vegna hans. Þannig voru það aðilar vinnumarkaðarins sem settu kerfið á fót og hafa breytingar á því hingað til verið gerðar í samráði við þá. Niðurskurður í dulargervi Árið 2021 var boðuð endurskoðun á atvinnuleysistryggingalögum og í kjölfarið stofnaði þáverandi félagsmálaráðherra starfshóp sem fékk það hlutverk að endurskoða lögin. Í þeim hópi áttu sæti fulltrúar launafólks ásamt fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda. Á þeim vettvangi var meðal annars rætt um lengd bótatímabilsins. Fulltrúar launafólks í starfshópnum lögðu ríka áherslu á að setja þyrfti umræðu um lengd bótatímabilsins í samhengi við þá þjónustu og þau úrræði sem til staðar væru til að aðstoða einstaklinga að komast aftur í starf. Slíkar aðgerðir miða m.a. að því að auðvelda atvinnuleit, tryggja góðar ráðningar, efla færni og getu atvinnuleitenda og tryggja virkni þeirra. OECD hefur einnig lagt áherslu á að atvinnuleysistryggingakerfið þurfi að koma betur til móts við þarfir innflytjenda sem síður hafa tengslanet á vinnumarkaði og þar þurfi úrræði, námskeið og tungumálakennsla að vera betur sniðin að þeirra þörfum. Fyrir liggur að mun minna er lagt í virk vinnumarkaðsúrræði til að styðja við fólk í atvinnuleit hér á landi en í nágrannalöndunum og ekki er að sjá að áformuð sé stefnubreyting í þeim efnum. Réttindi launafólks verða varin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú ákveðið að virða að vettugi starf þessarar nefndar aðila vinnumarkaðarins og einhliða ákveðið að stytta atvinnuleysisbótatímabilið og herða ávinnsluskilyrðin. Lagt er til grundvallar að fólk sem missi réttinn til atvinnuleysisbóta finni sér bara nýtt starf. Þetta lýsir hroka og miklu þekkingarleysi á stöðu þeirra einstaklinga sem missa starf sitt og eru án atvinnu til lengri tíma. Fólk sem starfar í árstíðabundnum atvinnugreinum mun lenda í vandræðum og ætla má að ásókn vinnandi fólks í þær greinar dragist enn frekar saman. Að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna er nánast fordæmalaust og gengur þvert á eðlileg samskipti stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Íslensk verkalýðshreyfing mun ekki sitja hjá og láta þessi vinnubrögð og þá miklu réttindaskerðingu launafólks sem boðuð er óátalin. Finnbjörn A Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar