Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Máni Snær Þorláksson skrifar 22. júní 2023 22:25 Íslandsbanki hefur þegið boðið fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu með samkomulagi um sátt. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til kauphallarinnar. Þar segir að með sáttinni sé bankinn að fallast á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Á það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem sagt aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur hafi verið á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Einnig telur fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið. Þá hafi bankinn ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. „Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg,“ segir í tilkynningunni. Rúmur milljarður í sekt Með samkomulaginu fellst Íslandsbanki á greiða sekt að fjárhæð 1,16 milljarða króna. Þá gengst bankinn við því að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki í tengslum við söluferlið. Einnig skuldbindur Íslandsbanki sig til þess að gera nánar tilgreindar úrbætur og fela innri endurskoðanda og stjórn að staðfesta hvernig þeim er mætt með fullnægjandi hætti fyrir 1. nóvember 2023. Afkomuspár batna þrátt fyrir sektina Á öðrum ársfjórðungi 2023 mun Íslandsbanki gjaldfæra 860 milljónir króna vegna þessa en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Þrátt fyrir þetta er áætlað að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung verði frá 5,8 milljörðum króna upp í 6,5 milljarða. Fram kemur í annarri tilkynningu bankans til kauphallarinnar að það jafngildi arðsemi eigin fjár á bilinu 10,7 upp í 12,1 prósent á ársgrundvelli. Um er að ræða bætingu á afkomuspá Íslandsbanka, sem gerði upphaflega ráð fyrir arðsemi upp á tíu til ellefu prósent á árinu. Uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung ársins 2023 verður birt eftir lokun markaða þann 27. júlí næstkomandi. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Seðlabankinn Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til kauphallarinnar. Þar segir að með sáttinni sé bankinn að fallast á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Á það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem sagt aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur hafi verið á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Einnig telur fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið. Þá hafi bankinn ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. „Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg,“ segir í tilkynningunni. Rúmur milljarður í sekt Með samkomulaginu fellst Íslandsbanki á greiða sekt að fjárhæð 1,16 milljarða króna. Þá gengst bankinn við því að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki í tengslum við söluferlið. Einnig skuldbindur Íslandsbanki sig til þess að gera nánar tilgreindar úrbætur og fela innri endurskoðanda og stjórn að staðfesta hvernig þeim er mætt með fullnægjandi hætti fyrir 1. nóvember 2023. Afkomuspár batna þrátt fyrir sektina Á öðrum ársfjórðungi 2023 mun Íslandsbanki gjaldfæra 860 milljónir króna vegna þessa en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Þrátt fyrir þetta er áætlað að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung verði frá 5,8 milljörðum króna upp í 6,5 milljarða. Fram kemur í annarri tilkynningu bankans til kauphallarinnar að það jafngildi arðsemi eigin fjár á bilinu 10,7 upp í 12,1 prósent á ársgrundvelli. Um er að ræða bætingu á afkomuspá Íslandsbanka, sem gerði upphaflega ráð fyrir arðsemi upp á tíu til ellefu prósent á árinu. Uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung ársins 2023 verður birt eftir lokun markaða þann 27. júlí næstkomandi.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Seðlabankinn Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira