Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Máni Snær Þorláksson skrifar 22. júní 2023 22:25 Íslandsbanki hefur þegið boðið fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu með samkomulagi um sátt. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til kauphallarinnar. Þar segir að með sáttinni sé bankinn að fallast á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Á það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem sagt aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur hafi verið á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Einnig telur fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið. Þá hafi bankinn ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. „Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg,“ segir í tilkynningunni. Rúmur milljarður í sekt Með samkomulaginu fellst Íslandsbanki á greiða sekt að fjárhæð 1,16 milljarða króna. Þá gengst bankinn við því að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki í tengslum við söluferlið. Einnig skuldbindur Íslandsbanki sig til þess að gera nánar tilgreindar úrbætur og fela innri endurskoðanda og stjórn að staðfesta hvernig þeim er mætt með fullnægjandi hætti fyrir 1. nóvember 2023. Afkomuspár batna þrátt fyrir sektina Á öðrum ársfjórðungi 2023 mun Íslandsbanki gjaldfæra 860 milljónir króna vegna þessa en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Þrátt fyrir þetta er áætlað að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung verði frá 5,8 milljörðum króna upp í 6,5 milljarða. Fram kemur í annarri tilkynningu bankans til kauphallarinnar að það jafngildi arðsemi eigin fjár á bilinu 10,7 upp í 12,1 prósent á ársgrundvelli. Um er að ræða bætingu á afkomuspá Íslandsbanka, sem gerði upphaflega ráð fyrir arðsemi upp á tíu til ellefu prósent á árinu. Uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung ársins 2023 verður birt eftir lokun markaða þann 27. júlí næstkomandi. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Seðlabankinn Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til kauphallarinnar. Þar segir að með sáttinni sé bankinn að fallast á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Á það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem sagt aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur hafi verið á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Einnig telur fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið. Þá hafi bankinn ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. „Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg,“ segir í tilkynningunni. Rúmur milljarður í sekt Með samkomulaginu fellst Íslandsbanki á greiða sekt að fjárhæð 1,16 milljarða króna. Þá gengst bankinn við því að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki í tengslum við söluferlið. Einnig skuldbindur Íslandsbanki sig til þess að gera nánar tilgreindar úrbætur og fela innri endurskoðanda og stjórn að staðfesta hvernig þeim er mætt með fullnægjandi hætti fyrir 1. nóvember 2023. Afkomuspár batna þrátt fyrir sektina Á öðrum ársfjórðungi 2023 mun Íslandsbanki gjaldfæra 860 milljónir króna vegna þessa en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Þrátt fyrir þetta er áætlað að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung verði frá 5,8 milljörðum króna upp í 6,5 milljarða. Fram kemur í annarri tilkynningu bankans til kauphallarinnar að það jafngildi arðsemi eigin fjár á bilinu 10,7 upp í 12,1 prósent á ársgrundvelli. Um er að ræða bætingu á afkomuspá Íslandsbanka, sem gerði upphaflega ráð fyrir arðsemi upp á tíu til ellefu prósent á árinu. Uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung ársins 2023 verður birt eftir lokun markaða þann 27. júlí næstkomandi.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Seðlabankinn Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira