Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir og Anna Lára Steindal skrifa 5. september 2025 17:31 Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með því skuldbundu stjórnvöld sig til að tryggja að fatlað fólk, þar á meðal börn, njóti allra mannréttinda sinna til jafns við aðra. Þar er menntun meðal lykilréttinda. Samningurinn leggur áherslu á að breyta þurfi samfélaginu og endurhugsa kerfi þess til að mæta þörfum fatlaðs fólks – ekki öfugt. Í umræðunni um skóla án aðgreiningar og inngildandi nám hefur þessi grundvallarhugsun því miður glatast. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um það eitt að fötluð börn sæki almennan skóla. Skóli án aðgreiningar krefst þess að skólakerfið sé hannað með fjölbreytileikann í huga: að viðeigandi stuðningur sé til staðar, fagleg þekking sé tryggð, mannauður vel nýttur og að kerfið sé sveigjanlegt til að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á. Skóli án aðgreiningar er ekki markmið í sjálfu sér – hér er um að ræða aðferð til að stuðla að því að öll börn njóti sambærilegra réttinda og tækifæra. Sífellt oftar má heyra þá skoðun að skóli án aðgreiningar hafi mistekist og betra sé að hverfa frá þessari stefnu. Þetta er misskilningur. Staðan er sú að innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur ekki fylgt nógu fjármagn og einnig hefur verið lagður mismunandi skilningur í hugtakið. Þá hefur verið vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina og eftirliti og mati á árangri. Mörg dæmi er um að vel sé að málum staðið í mörgum skólum, en betur má ef duga skal. Þegar stjórnvöld og sveitarfélög ákveða að fjárfesta ekki í nauðsynlegum stuðningi, þegar kennarar fá ekki þau verkfæri sem þarf, þegar foreldrar þurfa að berjast í sífellu fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna – þá bregst samfélagið fötluðum börnum. Hér að neðan er tékklisti sem stjórnvöld og sveitarfélög geta haft að leiðarljósi til að skóli án aðgreiningar standi undir nafni: Auka skilning á hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar og inngildandi skólastarfi. Auka fjármagn til málaflokksins. Fjölga stöðugildum kennara, og fagaðila eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl. Auka þverfaglega samvinnu, eins og kveðið er á um í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir öll börn. Umboðsmaður barna sendir reglulega frá sér upplýsingar um bið eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börn, en langir biðlistar hafa verið viðvarandi vandamál í langan tíma. Hér eru nokkur dæmi um fjölda á biðlista (uppfærðar tölur af vef Umboðsmann barna frá 3. mars. 2025) https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1 Geðheilsumiðstöð barna – 2093 börn á biðlista Ráðgjafa- og greiningarstöð – 644 börn á biðlista Heyrna og talmeinastöð – 132 börn á biðlista Talmeinafræðingar – 3701 börn á biðlista Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er einföld: Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum við að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóla án aðgreiningar. Þetta er verkefni sem við þurfum að takast á við sem samfélag okkur öllum til heilla (og farsældar). Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, og Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með því skuldbundu stjórnvöld sig til að tryggja að fatlað fólk, þar á meðal börn, njóti allra mannréttinda sinna til jafns við aðra. Þar er menntun meðal lykilréttinda. Samningurinn leggur áherslu á að breyta þurfi samfélaginu og endurhugsa kerfi þess til að mæta þörfum fatlaðs fólks – ekki öfugt. Í umræðunni um skóla án aðgreiningar og inngildandi nám hefur þessi grundvallarhugsun því miður glatast. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um það eitt að fötluð börn sæki almennan skóla. Skóli án aðgreiningar krefst þess að skólakerfið sé hannað með fjölbreytileikann í huga: að viðeigandi stuðningur sé til staðar, fagleg þekking sé tryggð, mannauður vel nýttur og að kerfið sé sveigjanlegt til að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á. Skóli án aðgreiningar er ekki markmið í sjálfu sér – hér er um að ræða aðferð til að stuðla að því að öll börn njóti sambærilegra réttinda og tækifæra. Sífellt oftar má heyra þá skoðun að skóli án aðgreiningar hafi mistekist og betra sé að hverfa frá þessari stefnu. Þetta er misskilningur. Staðan er sú að innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur ekki fylgt nógu fjármagn og einnig hefur verið lagður mismunandi skilningur í hugtakið. Þá hefur verið vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina og eftirliti og mati á árangri. Mörg dæmi er um að vel sé að málum staðið í mörgum skólum, en betur má ef duga skal. Þegar stjórnvöld og sveitarfélög ákveða að fjárfesta ekki í nauðsynlegum stuðningi, þegar kennarar fá ekki þau verkfæri sem þarf, þegar foreldrar þurfa að berjast í sífellu fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna – þá bregst samfélagið fötluðum börnum. Hér að neðan er tékklisti sem stjórnvöld og sveitarfélög geta haft að leiðarljósi til að skóli án aðgreiningar standi undir nafni: Auka skilning á hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar og inngildandi skólastarfi. Auka fjármagn til málaflokksins. Fjölga stöðugildum kennara, og fagaðila eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl. Auka þverfaglega samvinnu, eins og kveðið er á um í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir öll börn. Umboðsmaður barna sendir reglulega frá sér upplýsingar um bið eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börn, en langir biðlistar hafa verið viðvarandi vandamál í langan tíma. Hér eru nokkur dæmi um fjölda á biðlista (uppfærðar tölur af vef Umboðsmann barna frá 3. mars. 2025) https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1 Geðheilsumiðstöð barna – 2093 börn á biðlista Ráðgjafa- og greiningarstöð – 644 börn á biðlista Heyrna og talmeinastöð – 132 börn á biðlista Talmeinafræðingar – 3701 börn á biðlista Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er einföld: Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum við að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóla án aðgreiningar. Þetta er verkefni sem við þurfum að takast á við sem samfélag okkur öllum til heilla (og farsældar). Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, og Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun