Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 5. september 2025 12:32 Á Austurlandi búa aðeins um 2,9% þjóðarinnar en niðurstöður greiningar Analytica á efnahagsumsvifum Austurlands frá árinu 2023 sýna glögglega að landshlutinn stendur undir um 23% vöruútflutningstekna Íslands. Þrátt fyrir þetta framlag hefur fjárfesting í innviðum setið á hakanum og ógnar þannig frekari verðmætasköpun. Vegir og brýr eru veikburða, fyrirtæki neyðast til að brenna olíu þrátt fyrir mikla orkuframleiðslu svæðisins og fjármunir sem skráðir eru inn á svokallað „Austursvæði“ Samgönguáætlunar renna að stærstum hluta í framkvæmdir í suðurkjördæmi. Einnig má bæta við að af 3 milljarða króna aukaframlagi í vegagerð sem afgreitt var af Alþingi síðastliðið sumar komu einungis 90 milljónir inn á Austurland. Ný Atvinnustefna í mótun Áform um nýja atvinnustefnu Íslands var kynnt á Hilton í gær. Áhersla er á að byggja undir alhliða verðmætasköpun atvinnulífssins sem mun auka jákvæðan hagvöxt Íslands. Innviðaskuldin sem Austurland glímir við ógnar hins vegar áframhaldandi verðmætasköpun svæðisins, um fjórðungi vöruútflutningstekna Íslands. Ljóst er að brýnt er að fjárfesta í Austurlandi til að tryggja núverandi vöruútflutningstekjur svæðisins og efla þær enn frekar. Hlutur Austurlands í orkuöryggi Íslands Þjóðaröryggi á heimsvísu er nú beintengt orkuöryggi. Hlutur Austurlands í að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar er stór, um 30% raforkuframleiðsla landsins sem er mikilvæg til að knýja stóran hluta verðmætasköpunar svæðisins og þá eru ótalin gríðarleg tækifæri til frekari orkuframleiðslu. Austurland er einnig laust við jarðhræringar sem gerir landshlutann sérstaklega mikilvægan í þessu samhengi. Forgangsmál Austurlands eru skýr í Svæðisskipulagi Austurlands 2022–2044 Hringtenging Austurlands með jarðgöngum til að mynda eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Fyrsti áfanginn, Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Uppbygging Suðurfjarðarvegar og ný brú yfir Sléttuá til að tryggja örugga þungaflutninga. Heilsársvegur yfir Öxi sem styttir leið um 70 km. Uppbygging Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvallar til að tryggja flugöryggi hér á landi samkvæmt Flugstefnu Íslands, sem samþykkt var á Alþingi 2020. Fjárfesting í Austurlandi með öflugri fjárfestingu í samgönguinnviðum og að Alþingi tryggi einnig sanngjarna hlutdeild tekna af orkuvinnslu getur Alþingi með auðveldum hætti tryggt að Austurland verði áfram ein af verðmætavélum landsins og samhliða tryggt orkuöryggi þjóðarinnar. Höfundur er formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Harpa Svavarsdóttir Norðausturkjördæmi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Á Austurlandi búa aðeins um 2,9% þjóðarinnar en niðurstöður greiningar Analytica á efnahagsumsvifum Austurlands frá árinu 2023 sýna glögglega að landshlutinn stendur undir um 23% vöruútflutningstekna Íslands. Þrátt fyrir þetta framlag hefur fjárfesting í innviðum setið á hakanum og ógnar þannig frekari verðmætasköpun. Vegir og brýr eru veikburða, fyrirtæki neyðast til að brenna olíu þrátt fyrir mikla orkuframleiðslu svæðisins og fjármunir sem skráðir eru inn á svokallað „Austursvæði“ Samgönguáætlunar renna að stærstum hluta í framkvæmdir í suðurkjördæmi. Einnig má bæta við að af 3 milljarða króna aukaframlagi í vegagerð sem afgreitt var af Alþingi síðastliðið sumar komu einungis 90 milljónir inn á Austurland. Ný Atvinnustefna í mótun Áform um nýja atvinnustefnu Íslands var kynnt á Hilton í gær. Áhersla er á að byggja undir alhliða verðmætasköpun atvinnulífssins sem mun auka jákvæðan hagvöxt Íslands. Innviðaskuldin sem Austurland glímir við ógnar hins vegar áframhaldandi verðmætasköpun svæðisins, um fjórðungi vöruútflutningstekna Íslands. Ljóst er að brýnt er að fjárfesta í Austurlandi til að tryggja núverandi vöruútflutningstekjur svæðisins og efla þær enn frekar. Hlutur Austurlands í orkuöryggi Íslands Þjóðaröryggi á heimsvísu er nú beintengt orkuöryggi. Hlutur Austurlands í að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar er stór, um 30% raforkuframleiðsla landsins sem er mikilvæg til að knýja stóran hluta verðmætasköpunar svæðisins og þá eru ótalin gríðarleg tækifæri til frekari orkuframleiðslu. Austurland er einnig laust við jarðhræringar sem gerir landshlutann sérstaklega mikilvægan í þessu samhengi. Forgangsmál Austurlands eru skýr í Svæðisskipulagi Austurlands 2022–2044 Hringtenging Austurlands með jarðgöngum til að mynda eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Fyrsti áfanginn, Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Uppbygging Suðurfjarðarvegar og ný brú yfir Sléttuá til að tryggja örugga þungaflutninga. Heilsársvegur yfir Öxi sem styttir leið um 70 km. Uppbygging Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvallar til að tryggja flugöryggi hér á landi samkvæmt Flugstefnu Íslands, sem samþykkt var á Alþingi 2020. Fjárfesting í Austurlandi með öflugri fjárfestingu í samgönguinnviðum og að Alþingi tryggi einnig sanngjarna hlutdeild tekna af orkuvinnslu getur Alþingi með auðveldum hætti tryggt að Austurland verði áfram ein af verðmætavélum landsins og samhliða tryggt orkuöryggi þjóðarinnar. Höfundur er formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar