60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar 5. september 2025 10:14 Alls 60.000 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins stendur tómt. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi. Húsnæðið er um land allt og tilheyrir svo til öllum málaflokkum. Margt bendir til þess að ríkið vanmeti virði þessara eigna stórlega en í svarinu segir að þær séu metnar alls á 10,7 milljarða sem er um 178 þúsund krónur á hvern fermetra. Ef miðað yrði við 450 þúsund krónur væri verðgildið tæpir þrjátíumilljarðar. Raki og mygla skýra fjórðung Í um fjórðungi húsnæðisins hefur fundist raki eða mygla en í allt að 75% húsnæðisins er því ekki til að dreifa. Um helmingur allra ráðuneyta hefur til að mynda þurft að flytja, skv. svarinu, ýmist endanlega eða tímabundið vegna slíkra vandamála. Sérstaklega var spurt að því hvort heildstæð úttekt hafi farið fram á húsnæði ríkis varðandi raka og myglu, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert varðandi allt skóla- og frístundahúsnæði. Svo er ekki. Að halda húsum „heitum“ Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er þó skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, t.d. með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum. Jafnvel má innrétta íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis einsog mörg góð dæmi eru um og einkaaðilar stefna á í vaxandi mæli. Reykjavíkurborg hefur jafnframt gert spennandi hluti sem part af þeirri stefnu að láta húsnæði helst aldrei standa autt, því vitað er að autt húsnæði skemmist oft meira eða frekar. Góður leigjandi sem loftar út og verður var við leka og heldur hita á húsum getur verið ómetanlegur til að varðveita verðmæti, jafnvel þótt leigan sé ekki há. Hafnar.haus Frábært dæmi um verkefni af þessu tagi er í Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Þar auglýsti borgin þúsundir fermetra sem verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni laus til leigu fyrir aðila sem hefði áhuga á að framleigja rýmin til skapandi fólks og frumkvöðla, til nokkurra næstu ára. Þrír öflugir hópar sóttu um. Fyrir valinu varð verkefnið Hafnar.haus undir forystu Haraldar Þorleifssonar hönnuðar og frumkvöðuls. Verkefnið hefur sannað sig rækilega. Í Hafnarhaus hafa nú um 300 einstaklingar aðstöðu fyrir listsköpun og fjölbreytt verkefni sem gerir húsið að lifandi suðupotti og einum stærsta og eftirsóttasta vinnustað landsins, jafnvel þótt hver og einn sé sjálfstæður og á sínum vegum. Biðlistinn var um 500 manns síðast þegar ég vissi. Hlemmur.haus Í vikunni var svo tilkynnt um að einkaaðili sem festi kaup á gömlu húsnæði ríkisins þar sem Tryggingastofnun var til húsa við Hlemm hefði ákveðið að fara í samstarf við sama hóp undir merkjum Hlemmur.haus og fylla það af skapandi krafti og lífi. Þetta er þvílík lyftistöng fyrir Hlemm-svæðið sem er að ganga í endurnýjun lífdaga og frábærar fréttir fyrir skapandi greinar í Reykjavík. Allt að 250 manns ættu að geta fengið aðstöðu þar. Hvað getur ríkið gert við tómt húsnæði? Í dag eru meira en sex ár síðan Tryggingastofnun flutti frá Hlemmi. Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin. Þetta vekur óneitanlega spurningar um það hvort ekki hefði verið skynsamlegra að fara sömu leið og Reykjavíkurborg með Hafnarhús, miklu fyrr, þótt niðurstaðan hefði á endanum verið hin sama: að selja. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að þrjár stærstu eignirnar sem standi tómar eigi þróa áfram eða selja. Þetta eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5-7 og Grensásvegur 9. Í einhverjum eða öllum þessum tilvikum gæti verið tækifæri til að auglýsa húsnæðið til tímabundinnar leigu, óháð því hver niðurstaðan yrði til framtíðar. Sömu sögu er án efa að segja af ýmsum eignum sem standa tómar víða um land. Dauðafæri víða um land? Hvernig væri að gera tilraunir og kanna áhugan á leigu á áhugaverðum rýmum gegn hóflegu gjaldi víðar um land? Það er sköpunarkraftur í hverju bæjarfélagi, sem stundum er litið fram hjá. Og sorglegt ef skapandi fólk þarf að flytja til Reykjavíkur til að elta skapandi drauma. Það kostar lítið að prófa en það liggur fyrir að húsnæði sem stendur lítið notað eða tómt getur farið mjög illa ef nýtir það. Hér eru sannarlega tækifæri í hagræðingu og góðri meðferð fjármuna, auk þess sem skapa má blómstrandi aðstöðu fyrir skapandi fólk og frumkvöðla. Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Svar fjármálaráðuneytisins: https://www.althingi.is/altext/156/s/0898.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 www.hafnar.haus www.hlemmur.haus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Reykjavík Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Alls 60.000 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins stendur tómt. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi. Húsnæðið er um land allt og tilheyrir svo til öllum málaflokkum. Margt bendir til þess að ríkið vanmeti virði þessara eigna stórlega en í svarinu segir að þær séu metnar alls á 10,7 milljarða sem er um 178 þúsund krónur á hvern fermetra. Ef miðað yrði við 450 þúsund krónur væri verðgildið tæpir þrjátíumilljarðar. Raki og mygla skýra fjórðung Í um fjórðungi húsnæðisins hefur fundist raki eða mygla en í allt að 75% húsnæðisins er því ekki til að dreifa. Um helmingur allra ráðuneyta hefur til að mynda þurft að flytja, skv. svarinu, ýmist endanlega eða tímabundið vegna slíkra vandamála. Sérstaklega var spurt að því hvort heildstæð úttekt hafi farið fram á húsnæði ríkis varðandi raka og myglu, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert varðandi allt skóla- og frístundahúsnæði. Svo er ekki. Að halda húsum „heitum“ Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er þó skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, t.d. með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum. Jafnvel má innrétta íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis einsog mörg góð dæmi eru um og einkaaðilar stefna á í vaxandi mæli. Reykjavíkurborg hefur jafnframt gert spennandi hluti sem part af þeirri stefnu að láta húsnæði helst aldrei standa autt, því vitað er að autt húsnæði skemmist oft meira eða frekar. Góður leigjandi sem loftar út og verður var við leka og heldur hita á húsum getur verið ómetanlegur til að varðveita verðmæti, jafnvel þótt leigan sé ekki há. Hafnar.haus Frábært dæmi um verkefni af þessu tagi er í Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Þar auglýsti borgin þúsundir fermetra sem verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni laus til leigu fyrir aðila sem hefði áhuga á að framleigja rýmin til skapandi fólks og frumkvöðla, til nokkurra næstu ára. Þrír öflugir hópar sóttu um. Fyrir valinu varð verkefnið Hafnar.haus undir forystu Haraldar Þorleifssonar hönnuðar og frumkvöðuls. Verkefnið hefur sannað sig rækilega. Í Hafnarhaus hafa nú um 300 einstaklingar aðstöðu fyrir listsköpun og fjölbreytt verkefni sem gerir húsið að lifandi suðupotti og einum stærsta og eftirsóttasta vinnustað landsins, jafnvel þótt hver og einn sé sjálfstæður og á sínum vegum. Biðlistinn var um 500 manns síðast þegar ég vissi. Hlemmur.haus Í vikunni var svo tilkynnt um að einkaaðili sem festi kaup á gömlu húsnæði ríkisins þar sem Tryggingastofnun var til húsa við Hlemm hefði ákveðið að fara í samstarf við sama hóp undir merkjum Hlemmur.haus og fylla það af skapandi krafti og lífi. Þetta er þvílík lyftistöng fyrir Hlemm-svæðið sem er að ganga í endurnýjun lífdaga og frábærar fréttir fyrir skapandi greinar í Reykjavík. Allt að 250 manns ættu að geta fengið aðstöðu þar. Hvað getur ríkið gert við tómt húsnæði? Í dag eru meira en sex ár síðan Tryggingastofnun flutti frá Hlemmi. Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin. Þetta vekur óneitanlega spurningar um það hvort ekki hefði verið skynsamlegra að fara sömu leið og Reykjavíkurborg með Hafnarhús, miklu fyrr, þótt niðurstaðan hefði á endanum verið hin sama: að selja. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að þrjár stærstu eignirnar sem standi tómar eigi þróa áfram eða selja. Þetta eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5-7 og Grensásvegur 9. Í einhverjum eða öllum þessum tilvikum gæti verið tækifæri til að auglýsa húsnæðið til tímabundinnar leigu, óháð því hver niðurstaðan yrði til framtíðar. Sömu sögu er án efa að segja af ýmsum eignum sem standa tómar víða um land. Dauðafæri víða um land? Hvernig væri að gera tilraunir og kanna áhugan á leigu á áhugaverðum rýmum gegn hóflegu gjaldi víðar um land? Það er sköpunarkraftur í hverju bæjarfélagi, sem stundum er litið fram hjá. Og sorglegt ef skapandi fólk þarf að flytja til Reykjavíkur til að elta skapandi drauma. Það kostar lítið að prófa en það liggur fyrir að húsnæði sem stendur lítið notað eða tómt getur farið mjög illa ef nýtir það. Hér eru sannarlega tækifæri í hagræðingu og góðri meðferð fjármuna, auk þess sem skapa má blómstrandi aðstöðu fyrir skapandi fólk og frumkvöðla. Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Svar fjármálaráðuneytisins: https://www.althingi.is/altext/156/s/0898.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 www.hafnar.haus www.hlemmur.haus
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar