60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar 5. september 2025 10:14 Alls 60.000 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins stendur tómt. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi. Húsnæðið er um land allt og tilheyrir svo til öllum málaflokkum. Margt bendir til þess að ríkið vanmeti virði þessara eigna stórlega en í svarinu segir að þær séu metnar alls á 10,7 milljarða sem er um 178 þúsund krónur á hvern fermetra. Ef miðað yrði við 450 þúsund krónur væri verðgildið tæpir þrjátíumilljarðar. Raki og mygla skýra fjórðung Í um fjórðungi húsnæðisins hefur fundist raki eða mygla en í allt að 75% húsnæðisins er því ekki til að dreifa. Um helmingur allra ráðuneyta hefur til að mynda þurft að flytja, skv. svarinu, ýmist endanlega eða tímabundið vegna slíkra vandamála. Sérstaklega var spurt að því hvort heildstæð úttekt hafi farið fram á húsnæði ríkis varðandi raka og myglu, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert varðandi allt skóla- og frístundahúsnæði. Svo er ekki. Að halda húsum „heitum“ Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er þó skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, t.d. með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum. Jafnvel má innrétta íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis einsog mörg góð dæmi eru um og einkaaðilar stefna á í vaxandi mæli. Reykjavíkurborg hefur jafnframt gert spennandi hluti sem part af þeirri stefnu að láta húsnæði helst aldrei standa autt, því vitað er að autt húsnæði skemmist oft meira eða frekar. Góður leigjandi sem loftar út og verður var við leka og heldur hita á húsum getur verið ómetanlegur til að varðveita verðmæti, jafnvel þótt leigan sé ekki há. Hafnar.haus Frábært dæmi um verkefni af þessu tagi er í Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Þar auglýsti borgin þúsundir fermetra sem verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni laus til leigu fyrir aðila sem hefði áhuga á að framleigja rýmin til skapandi fólks og frumkvöðla, til nokkurra næstu ára. Þrír öflugir hópar sóttu um. Fyrir valinu varð verkefnið Hafnar.haus undir forystu Haraldar Þorleifssonar hönnuðar og frumkvöðuls. Verkefnið hefur sannað sig rækilega. Í Hafnarhaus hafa nú um 300 einstaklingar aðstöðu fyrir listsköpun og fjölbreytt verkefni sem gerir húsið að lifandi suðupotti og einum stærsta og eftirsóttasta vinnustað landsins, jafnvel þótt hver og einn sé sjálfstæður og á sínum vegum. Biðlistinn var um 500 manns síðast þegar ég vissi. Hlemmur.haus Í vikunni var svo tilkynnt um að einkaaðili sem festi kaup á gömlu húsnæði ríkisins þar sem Tryggingastofnun var til húsa við Hlemm hefði ákveðið að fara í samstarf við sama hóp undir merkjum Hlemmur.haus og fylla það af skapandi krafti og lífi. Þetta er þvílík lyftistöng fyrir Hlemm-svæðið sem er að ganga í endurnýjun lífdaga og frábærar fréttir fyrir skapandi greinar í Reykjavík. Allt að 250 manns ættu að geta fengið aðstöðu þar. Hvað getur ríkið gert við tómt húsnæði? Í dag eru meira en sex ár síðan Tryggingastofnun flutti frá Hlemmi. Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin. Þetta vekur óneitanlega spurningar um það hvort ekki hefði verið skynsamlegra að fara sömu leið og Reykjavíkurborg með Hafnarhús, miklu fyrr, þótt niðurstaðan hefði á endanum verið hin sama: að selja. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að þrjár stærstu eignirnar sem standi tómar eigi þróa áfram eða selja. Þetta eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5-7 og Grensásvegur 9. Í einhverjum eða öllum þessum tilvikum gæti verið tækifæri til að auglýsa húsnæðið til tímabundinnar leigu, óháð því hver niðurstaðan yrði til framtíðar. Sömu sögu er án efa að segja af ýmsum eignum sem standa tómar víða um land. Dauðafæri víða um land? Hvernig væri að gera tilraunir og kanna áhugan á leigu á áhugaverðum rýmum gegn hóflegu gjaldi víðar um land? Það er sköpunarkraftur í hverju bæjarfélagi, sem stundum er litið fram hjá. Og sorglegt ef skapandi fólk þarf að flytja til Reykjavíkur til að elta skapandi drauma. Það kostar lítið að prófa en það liggur fyrir að húsnæði sem stendur lítið notað eða tómt getur farið mjög illa ef nýtir það. Hér eru sannarlega tækifæri í hagræðingu og góðri meðferð fjármuna, auk þess sem skapa má blómstrandi aðstöðu fyrir skapandi fólk og frumkvöðla. Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Svar fjármálaráðuneytisins: https://www.althingi.is/altext/156/s/0898.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 www.hafnar.haus www.hlemmur.haus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Reykjavík Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Alls 60.000 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins stendur tómt. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi. Húsnæðið er um land allt og tilheyrir svo til öllum málaflokkum. Margt bendir til þess að ríkið vanmeti virði þessara eigna stórlega en í svarinu segir að þær séu metnar alls á 10,7 milljarða sem er um 178 þúsund krónur á hvern fermetra. Ef miðað yrði við 450 þúsund krónur væri verðgildið tæpir þrjátíumilljarðar. Raki og mygla skýra fjórðung Í um fjórðungi húsnæðisins hefur fundist raki eða mygla en í allt að 75% húsnæðisins er því ekki til að dreifa. Um helmingur allra ráðuneyta hefur til að mynda þurft að flytja, skv. svarinu, ýmist endanlega eða tímabundið vegna slíkra vandamála. Sérstaklega var spurt að því hvort heildstæð úttekt hafi farið fram á húsnæði ríkis varðandi raka og myglu, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert varðandi allt skóla- og frístundahúsnæði. Svo er ekki. Að halda húsum „heitum“ Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er þó skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, t.d. með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum. Jafnvel má innrétta íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis einsog mörg góð dæmi eru um og einkaaðilar stefna á í vaxandi mæli. Reykjavíkurborg hefur jafnframt gert spennandi hluti sem part af þeirri stefnu að láta húsnæði helst aldrei standa autt, því vitað er að autt húsnæði skemmist oft meira eða frekar. Góður leigjandi sem loftar út og verður var við leka og heldur hita á húsum getur verið ómetanlegur til að varðveita verðmæti, jafnvel þótt leigan sé ekki há. Hafnar.haus Frábært dæmi um verkefni af þessu tagi er í Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Þar auglýsti borgin þúsundir fermetra sem verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni laus til leigu fyrir aðila sem hefði áhuga á að framleigja rýmin til skapandi fólks og frumkvöðla, til nokkurra næstu ára. Þrír öflugir hópar sóttu um. Fyrir valinu varð verkefnið Hafnar.haus undir forystu Haraldar Þorleifssonar hönnuðar og frumkvöðuls. Verkefnið hefur sannað sig rækilega. Í Hafnarhaus hafa nú um 300 einstaklingar aðstöðu fyrir listsköpun og fjölbreytt verkefni sem gerir húsið að lifandi suðupotti og einum stærsta og eftirsóttasta vinnustað landsins, jafnvel þótt hver og einn sé sjálfstæður og á sínum vegum. Biðlistinn var um 500 manns síðast þegar ég vissi. Hlemmur.haus Í vikunni var svo tilkynnt um að einkaaðili sem festi kaup á gömlu húsnæði ríkisins þar sem Tryggingastofnun var til húsa við Hlemm hefði ákveðið að fara í samstarf við sama hóp undir merkjum Hlemmur.haus og fylla það af skapandi krafti og lífi. Þetta er þvílík lyftistöng fyrir Hlemm-svæðið sem er að ganga í endurnýjun lífdaga og frábærar fréttir fyrir skapandi greinar í Reykjavík. Allt að 250 manns ættu að geta fengið aðstöðu þar. Hvað getur ríkið gert við tómt húsnæði? Í dag eru meira en sex ár síðan Tryggingastofnun flutti frá Hlemmi. Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin. Þetta vekur óneitanlega spurningar um það hvort ekki hefði verið skynsamlegra að fara sömu leið og Reykjavíkurborg með Hafnarhús, miklu fyrr, þótt niðurstaðan hefði á endanum verið hin sama: að selja. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að þrjár stærstu eignirnar sem standi tómar eigi þróa áfram eða selja. Þetta eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5-7 og Grensásvegur 9. Í einhverjum eða öllum þessum tilvikum gæti verið tækifæri til að auglýsa húsnæðið til tímabundinnar leigu, óháð því hver niðurstaðan yrði til framtíðar. Sömu sögu er án efa að segja af ýmsum eignum sem standa tómar víða um land. Dauðafæri víða um land? Hvernig væri að gera tilraunir og kanna áhugan á leigu á áhugaverðum rýmum gegn hóflegu gjaldi víðar um land? Það er sköpunarkraftur í hverju bæjarfélagi, sem stundum er litið fram hjá. Og sorglegt ef skapandi fólk þarf að flytja til Reykjavíkur til að elta skapandi drauma. Það kostar lítið að prófa en það liggur fyrir að húsnæði sem stendur lítið notað eða tómt getur farið mjög illa ef nýtir það. Hér eru sannarlega tækifæri í hagræðingu og góðri meðferð fjármuna, auk þess sem skapa má blómstrandi aðstöðu fyrir skapandi fólk og frumkvöðla. Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Svar fjármálaráðuneytisins: https://www.althingi.is/altext/156/s/0898.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 www.hafnar.haus www.hlemmur.haus
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun