60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar 5. september 2025 10:14 Alls 60.000 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins stendur tómt. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi. Húsnæðið er um land allt og tilheyrir svo til öllum málaflokkum. Margt bendir til þess að ríkið vanmeti virði þessara eigna stórlega en í svarinu segir að þær séu metnar alls á 10,7 milljarða sem er um 178 þúsund krónur á hvern fermetra. Ef miðað yrði við 450 þúsund krónur væri verðgildið tæpir þrjátíumilljarðar. Raki og mygla skýra fjórðung Í um fjórðungi húsnæðisins hefur fundist raki eða mygla en í allt að 75% húsnæðisins er því ekki til að dreifa. Um helmingur allra ráðuneyta hefur til að mynda þurft að flytja, skv. svarinu, ýmist endanlega eða tímabundið vegna slíkra vandamála. Sérstaklega var spurt að því hvort heildstæð úttekt hafi farið fram á húsnæði ríkis varðandi raka og myglu, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert varðandi allt skóla- og frístundahúsnæði. Svo er ekki. Að halda húsum „heitum“ Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er þó skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, t.d. með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum. Jafnvel má innrétta íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis einsog mörg góð dæmi eru um og einkaaðilar stefna á í vaxandi mæli. Reykjavíkurborg hefur jafnframt gert spennandi hluti sem part af þeirri stefnu að láta húsnæði helst aldrei standa autt, því vitað er að autt húsnæði skemmist oft meira eða frekar. Góður leigjandi sem loftar út og verður var við leka og heldur hita á húsum getur verið ómetanlegur til að varðveita verðmæti, jafnvel þótt leigan sé ekki há. Hafnar.haus Frábært dæmi um verkefni af þessu tagi er í Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Þar auglýsti borgin þúsundir fermetra sem verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni laus til leigu fyrir aðila sem hefði áhuga á að framleigja rýmin til skapandi fólks og frumkvöðla, til nokkurra næstu ára. Þrír öflugir hópar sóttu um. Fyrir valinu varð verkefnið Hafnar.haus undir forystu Haraldar Þorleifssonar hönnuðar og frumkvöðuls. Verkefnið hefur sannað sig rækilega. Í Hafnarhaus hafa nú um 300 einstaklingar aðstöðu fyrir listsköpun og fjölbreytt verkefni sem gerir húsið að lifandi suðupotti og einum stærsta og eftirsóttasta vinnustað landsins, jafnvel þótt hver og einn sé sjálfstæður og á sínum vegum. Biðlistinn var um 500 manns síðast þegar ég vissi. Hlemmur.haus Í vikunni var svo tilkynnt um að einkaaðili sem festi kaup á gömlu húsnæði ríkisins þar sem Tryggingastofnun var til húsa við Hlemm hefði ákveðið að fara í samstarf við sama hóp undir merkjum Hlemmur.haus og fylla það af skapandi krafti og lífi. Þetta er þvílík lyftistöng fyrir Hlemm-svæðið sem er að ganga í endurnýjun lífdaga og frábærar fréttir fyrir skapandi greinar í Reykjavík. Allt að 250 manns ættu að geta fengið aðstöðu þar. Hvað getur ríkið gert við tómt húsnæði? Í dag eru meira en sex ár síðan Tryggingastofnun flutti frá Hlemmi. Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin. Þetta vekur óneitanlega spurningar um það hvort ekki hefði verið skynsamlegra að fara sömu leið og Reykjavíkurborg með Hafnarhús, miklu fyrr, þótt niðurstaðan hefði á endanum verið hin sama: að selja. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að þrjár stærstu eignirnar sem standi tómar eigi þróa áfram eða selja. Þetta eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5-7 og Grensásvegur 9. Í einhverjum eða öllum þessum tilvikum gæti verið tækifæri til að auglýsa húsnæðið til tímabundinnar leigu, óháð því hver niðurstaðan yrði til framtíðar. Sömu sögu er án efa að segja af ýmsum eignum sem standa tómar víða um land. Dauðafæri víða um land? Hvernig væri að gera tilraunir og kanna áhugan á leigu á áhugaverðum rýmum gegn hóflegu gjaldi víðar um land? Það er sköpunarkraftur í hverju bæjarfélagi, sem stundum er litið fram hjá. Og sorglegt ef skapandi fólk þarf að flytja til Reykjavíkur til að elta skapandi drauma. Það kostar lítið að prófa en það liggur fyrir að húsnæði sem stendur lítið notað eða tómt getur farið mjög illa ef nýtir það. Hér eru sannarlega tækifæri í hagræðingu og góðri meðferð fjármuna, auk þess sem skapa má blómstrandi aðstöðu fyrir skapandi fólk og frumkvöðla. Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Svar fjármálaráðuneytisins: https://www.althingi.is/altext/156/s/0898.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 www.hafnar.haus www.hlemmur.haus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Reykjavík Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Alls 60.000 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins stendur tómt. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi. Húsnæðið er um land allt og tilheyrir svo til öllum málaflokkum. Margt bendir til þess að ríkið vanmeti virði þessara eigna stórlega en í svarinu segir að þær séu metnar alls á 10,7 milljarða sem er um 178 þúsund krónur á hvern fermetra. Ef miðað yrði við 450 þúsund krónur væri verðgildið tæpir þrjátíumilljarðar. Raki og mygla skýra fjórðung Í um fjórðungi húsnæðisins hefur fundist raki eða mygla en í allt að 75% húsnæðisins er því ekki til að dreifa. Um helmingur allra ráðuneyta hefur til að mynda þurft að flytja, skv. svarinu, ýmist endanlega eða tímabundið vegna slíkra vandamála. Sérstaklega var spurt að því hvort heildstæð úttekt hafi farið fram á húsnæði ríkis varðandi raka og myglu, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert varðandi allt skóla- og frístundahúsnæði. Svo er ekki. Að halda húsum „heitum“ Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er þó skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, t.d. með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum. Jafnvel má innrétta íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis einsog mörg góð dæmi eru um og einkaaðilar stefna á í vaxandi mæli. Reykjavíkurborg hefur jafnframt gert spennandi hluti sem part af þeirri stefnu að láta húsnæði helst aldrei standa autt, því vitað er að autt húsnæði skemmist oft meira eða frekar. Góður leigjandi sem loftar út og verður var við leka og heldur hita á húsum getur verið ómetanlegur til að varðveita verðmæti, jafnvel þótt leigan sé ekki há. Hafnar.haus Frábært dæmi um verkefni af þessu tagi er í Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Þar auglýsti borgin þúsundir fermetra sem verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni laus til leigu fyrir aðila sem hefði áhuga á að framleigja rýmin til skapandi fólks og frumkvöðla, til nokkurra næstu ára. Þrír öflugir hópar sóttu um. Fyrir valinu varð verkefnið Hafnar.haus undir forystu Haraldar Þorleifssonar hönnuðar og frumkvöðuls. Verkefnið hefur sannað sig rækilega. Í Hafnarhaus hafa nú um 300 einstaklingar aðstöðu fyrir listsköpun og fjölbreytt verkefni sem gerir húsið að lifandi suðupotti og einum stærsta og eftirsóttasta vinnustað landsins, jafnvel þótt hver og einn sé sjálfstæður og á sínum vegum. Biðlistinn var um 500 manns síðast þegar ég vissi. Hlemmur.haus Í vikunni var svo tilkynnt um að einkaaðili sem festi kaup á gömlu húsnæði ríkisins þar sem Tryggingastofnun var til húsa við Hlemm hefði ákveðið að fara í samstarf við sama hóp undir merkjum Hlemmur.haus og fylla það af skapandi krafti og lífi. Þetta er þvílík lyftistöng fyrir Hlemm-svæðið sem er að ganga í endurnýjun lífdaga og frábærar fréttir fyrir skapandi greinar í Reykjavík. Allt að 250 manns ættu að geta fengið aðstöðu þar. Hvað getur ríkið gert við tómt húsnæði? Í dag eru meira en sex ár síðan Tryggingastofnun flutti frá Hlemmi. Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin. Þetta vekur óneitanlega spurningar um það hvort ekki hefði verið skynsamlegra að fara sömu leið og Reykjavíkurborg með Hafnarhús, miklu fyrr, þótt niðurstaðan hefði á endanum verið hin sama: að selja. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að þrjár stærstu eignirnar sem standi tómar eigi þróa áfram eða selja. Þetta eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5-7 og Grensásvegur 9. Í einhverjum eða öllum þessum tilvikum gæti verið tækifæri til að auglýsa húsnæðið til tímabundinnar leigu, óháð því hver niðurstaðan yrði til framtíðar. Sömu sögu er án efa að segja af ýmsum eignum sem standa tómar víða um land. Dauðafæri víða um land? Hvernig væri að gera tilraunir og kanna áhugan á leigu á áhugaverðum rýmum gegn hóflegu gjaldi víðar um land? Það er sköpunarkraftur í hverju bæjarfélagi, sem stundum er litið fram hjá. Og sorglegt ef skapandi fólk þarf að flytja til Reykjavíkur til að elta skapandi drauma. Það kostar lítið að prófa en það liggur fyrir að húsnæði sem stendur lítið notað eða tómt getur farið mjög illa ef nýtir það. Hér eru sannarlega tækifæri í hagræðingu og góðri meðferð fjármuna, auk þess sem skapa má blómstrandi aðstöðu fyrir skapandi fólk og frumkvöðla. Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Svar fjármálaráðuneytisins: https://www.althingi.is/altext/156/s/0898.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 www.hafnar.haus www.hlemmur.haus
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun