Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar 5. september 2025 09:32 Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins. Umræðan um samræmd próf og tölulegar einkunnir fer reglulega í hringi. Þá er rætt um mikilvægi mælikvarða, samanburðar, samræmis og gæða í skólastarfi. Tölurnar birtast í fjölmiðlum og sveitarfélögin bera saman skóla. Börnin sjálf lesa í töluna eins og hún segi þeim hvers virði þau séu. Samræmd próf eru kölluð hlutlægur mælikvarði. En þau mæla hvorki forvitni, frumkvæði, sköpun né félagsfærni. Þau mæla ekki sjálfstraustið sem byggðist upp eftir erfiðan vetur. Þau mæla ekki áræðnina hjá nemanda sem loksins þorði að spyrja í kennslustund eða þann sem lagði alla orku í að mæta yfir höfuð í skólann. Prófin mæla eitthvað, vissulega, en þau láta líka margt óátalið. Og það sem þau sleppa er oft það sem skiptir mestu máli fyrir þroska einstaklingsins og hæfni hans til að verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Í þessari umræðu er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvaða veganesti viljum við að börn taki með sér út í lífið eftir grunnskóla? Þegar tölulegar niðurstöður verða aðalviðmið í umræðu um menntun þrengjum við ekki aðeins matið sjálft heldur líka hugmyndir okkar um hvað nám eigi að vera. Þá fer námið að miðast við það sem hægt er að mæla í stað þess sem raunverulega skiptir máli. Þegar við miðum allt nám við mælanlega þætti þrengjum við líka sýn barnsins á eigið gildi. Börn fara að tengja sjálfsmynd sína við tölur á blaði í stað þess að sjá styrkleika sína í sköpun, hugrekki, samvinnu eða forvitni. Þau læra að leggja meiri áherslu á rétta svarið en spurninguna sjálfa, að forðast mistök í stað þess að læra af þeim. Þannig missum við úr hendi þá eiginleika sem raunverulega nýtast í lífinu: þrautseigju, gagnrýna hugsun og trú á eigin getu. Kennarar sjá hæfni sem ekki kemst fyrir í stöðluðum kerfum. Þeir sjá nemendur byggja upp, spyrja skarpri spurninga, skapa nýjungar og vinna saman. Þeir sjá börn blómstra í fjölbreyttum verkefnum en skora síðan lágt á samræmdum prófum. Það er ekkert að því að meta námsárangur. En þegar tölulegar niðurstöður taka yfir alla umræðu um skólastarf þá gleymist stærri myndin. Ef við tökum eingöngu mark á því sem er mælanlegt hættum við smám saman að meta það sem raunverulega skiptir máli í námi og þroska hvers einstaklings. Við þurfum nýja sýn á hvað telst gæði í menntun. Ekki fleiri próf. Ekki fleiri samanburði. Heldur dýpri skilning á því hvers vegna við menntum og hvernig við viljum að skólinn undirbúi nemendur fyrir framtíðina. Í skólanum þjálfast nemendur í hæfni sem ekki verður mæld í tölum eða samræmdum prófum. Er slík færni einskis virði í augum samfélagsins? Tölur segja ekki alla söguna, en þær móta hana samt. Ef við látum tölurnar ráða ferðinni hættum við að sjá það sem raunverulega skiptir máli. Þá erum við ekki að undirbúa börn fyrir framtíðina heldur fyrir fortíðina. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins. Umræðan um samræmd próf og tölulegar einkunnir fer reglulega í hringi. Þá er rætt um mikilvægi mælikvarða, samanburðar, samræmis og gæða í skólastarfi. Tölurnar birtast í fjölmiðlum og sveitarfélögin bera saman skóla. Börnin sjálf lesa í töluna eins og hún segi þeim hvers virði þau séu. Samræmd próf eru kölluð hlutlægur mælikvarði. En þau mæla hvorki forvitni, frumkvæði, sköpun né félagsfærni. Þau mæla ekki sjálfstraustið sem byggðist upp eftir erfiðan vetur. Þau mæla ekki áræðnina hjá nemanda sem loksins þorði að spyrja í kennslustund eða þann sem lagði alla orku í að mæta yfir höfuð í skólann. Prófin mæla eitthvað, vissulega, en þau láta líka margt óátalið. Og það sem þau sleppa er oft það sem skiptir mestu máli fyrir þroska einstaklingsins og hæfni hans til að verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Í þessari umræðu er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvaða veganesti viljum við að börn taki með sér út í lífið eftir grunnskóla? Þegar tölulegar niðurstöður verða aðalviðmið í umræðu um menntun þrengjum við ekki aðeins matið sjálft heldur líka hugmyndir okkar um hvað nám eigi að vera. Þá fer námið að miðast við það sem hægt er að mæla í stað þess sem raunverulega skiptir máli. Þegar við miðum allt nám við mælanlega þætti þrengjum við líka sýn barnsins á eigið gildi. Börn fara að tengja sjálfsmynd sína við tölur á blaði í stað þess að sjá styrkleika sína í sköpun, hugrekki, samvinnu eða forvitni. Þau læra að leggja meiri áherslu á rétta svarið en spurninguna sjálfa, að forðast mistök í stað þess að læra af þeim. Þannig missum við úr hendi þá eiginleika sem raunverulega nýtast í lífinu: þrautseigju, gagnrýna hugsun og trú á eigin getu. Kennarar sjá hæfni sem ekki kemst fyrir í stöðluðum kerfum. Þeir sjá nemendur byggja upp, spyrja skarpri spurninga, skapa nýjungar og vinna saman. Þeir sjá börn blómstra í fjölbreyttum verkefnum en skora síðan lágt á samræmdum prófum. Það er ekkert að því að meta námsárangur. En þegar tölulegar niðurstöður taka yfir alla umræðu um skólastarf þá gleymist stærri myndin. Ef við tökum eingöngu mark á því sem er mælanlegt hættum við smám saman að meta það sem raunverulega skiptir máli í námi og þroska hvers einstaklings. Við þurfum nýja sýn á hvað telst gæði í menntun. Ekki fleiri próf. Ekki fleiri samanburði. Heldur dýpri skilning á því hvers vegna við menntum og hvernig við viljum að skólinn undirbúi nemendur fyrir framtíðina. Í skólanum þjálfast nemendur í hæfni sem ekki verður mæld í tölum eða samræmdum prófum. Er slík færni einskis virði í augum samfélagsins? Tölur segja ekki alla söguna, en þær móta hana samt. Ef við látum tölurnar ráða ferðinni hættum við að sjá það sem raunverulega skiptir máli. Þá erum við ekki að undirbúa börn fyrir framtíðina heldur fyrir fortíðina. Höfundur er kennari.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun