Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. september 2025 07:00 Helzta ástæða þess að umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið 2009 fór út um þúfur var sú að stjórnarflokkarnir voru ekki samstíga um það að rétt væri að ganga í sambandið. Þannig var Samfylkingin því hlynnt á meðan Vinstri grænir voru það ekki þó þeir hafi keypt ríkisstjórnarsamstarfið með því að styðja umsóknina. Jafnvel Evrópusambandið sjálft lýsti ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að flokkarnir gengju ekki í takt í þeim efnum. Málið var umdeilt í röðum Evrópusambandssinna og töldu margir í þeim hópi að ekki væri skynsamlegt að sækja um inngöngu í Evrópusambandið við slíkar aðstæður. Það myndi aðeins skaða málstaðinn sem reyndist rétt. Þeir urðu hins vegar ofan á sem töldu að láta yrði reyna á það. Óvíst væri að betra tækifæri fengist en með uppnáminu í kjölfar bankahrunsins. Meira að segja Þorsteinn Pálsson, síðar guðfaðir Viðreisnar, benti á það að klofin stjórn gagnvart málinu gæti ekki klárað það. Færi í bága við þingræðisregluna „Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn til dæmis í Fréttablaðið 23. október 2010 og enn fremur: „Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram.“ Þann 20. nóvember sama ár ritaði hann síðan um þetta sama viðfangsefni á síður blaðsins: „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans.“ Flokkar andvígir inngöngu gætu þannig ekki staðið að umsókn. Mun óheppilegri staða en 2009 Við stöndum nú frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum í þessum efnum. Ríkisstjórn sem samsett er af flokkum sem ekki eru samstíga um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Einungis er til staðar málamiðlun um að fram fari þjóðaratkvæði fyrir lok árs 2027 um það hvort stefna eigi aftur að inngöngu í sambandið. Ekkert samkomulag er hins vegar um það hvað taki við verði niðurstaðan sú að sækjast eftir inngöngu á ný. Vinstri grænir samþykktu þó allavega að sótt yrði um inngöngu. Með öðrum orðum eru aðstæður í raun enn verri nú en 2009 fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið. Við það bætist að enginn af stjórnarflokkunum hafði í kosningastefnu sinni fyrir síðustu þingkosningar að setja málið á dagskrá. Ekki einu sinni Viðreisn. Þá var engin áherzla á málið af hálfu flokksins í kosningabaráttunni. Fulltrúar flokksins ræddu það helzt ekki nema aðspurðir og slógu þá ýmist í eða úr. Þá ræddi Samfylkingin það alls ekki og Flokkur fólksins var andvígur því. Þjóðaratkvæðið mikil málamiðlun Forsenda þess að innganga í Evrópusambandið sé sett á dagskrá er vitanlega þvert á móti að flokkar hlynntir því setji málið á oddinn fyrir þingkosningar, nái þingmeirihluta út á það og myndi í kjölfarið samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þjóðaratkvæðið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. Helzt vildi hann þannig fara beint í umsóknarferlið. Þessi sama Viðreisn og segist treysta þjóðinni. Tilgangurinn með þjóðaratkvæðinu er fyrst og fremst að reyna að komast framhjá þeim veruleika að málið er ekki ávísun á atkvæði, eins og Viðreisn áttaði sig á fyrir síðustu kosningar eftir að Evrópuhreyfingin undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns flokksins og núverandi aðstoðarmanns fjármálaráðherra hans, hafði látið gera skoðanakönnun í þeim efnum sem aldrei var birt, og að ekki er þingmeirihluti fyrir málinu og verður líklega seint. Sjálft umsóknarferlið krefst þess Meira að segja Evrópusambandið sjálft telur, sem fyrr segir, samstíga ríkisstjórn forsendu þess að sótt sé um inngöngu í það líkt og til að mynda kom fram í gögnum frá sambandinu sjálfu í tengslum við umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, benti sömuleiðis ítrekað á það á sínum tíma og færði fyrir því gild rök eins og áður segir að þingmeirihluti fyrir málinu væri að sama skapi nauðsynlegur til þess að hægt væri að ljúka umsóknarferlinu. Með öðrum orðum verður ekki komizt hjá því að standa rétt að málunun. Með umboði frá kjósendum úr þingkosningum til þess að setja málið á dagskrá í stað þess að leggja enga áherzlu á það í aðdraganda kosninganna og setja það síðan strax á dagskrá að þeim loknum. Sjálft umsóknarferlið beinlínis krefst þess eins og Þorsteinn benti réttilega á. Hitt er svo annað mál að ákveðið var að standa að málum með þessum hætti af hálfu stjórnvalda og þá er meira en sjálfsagt að taka slaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Helzta ástæða þess að umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið 2009 fór út um þúfur var sú að stjórnarflokkarnir voru ekki samstíga um það að rétt væri að ganga í sambandið. Þannig var Samfylkingin því hlynnt á meðan Vinstri grænir voru það ekki þó þeir hafi keypt ríkisstjórnarsamstarfið með því að styðja umsóknina. Jafnvel Evrópusambandið sjálft lýsti ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að flokkarnir gengju ekki í takt í þeim efnum. Málið var umdeilt í röðum Evrópusambandssinna og töldu margir í þeim hópi að ekki væri skynsamlegt að sækja um inngöngu í Evrópusambandið við slíkar aðstæður. Það myndi aðeins skaða málstaðinn sem reyndist rétt. Þeir urðu hins vegar ofan á sem töldu að láta yrði reyna á það. Óvíst væri að betra tækifæri fengist en með uppnáminu í kjölfar bankahrunsins. Meira að segja Þorsteinn Pálsson, síðar guðfaðir Viðreisnar, benti á það að klofin stjórn gagnvart málinu gæti ekki klárað það. Færi í bága við þingræðisregluna „Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn til dæmis í Fréttablaðið 23. október 2010 og enn fremur: „Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram.“ Þann 20. nóvember sama ár ritaði hann síðan um þetta sama viðfangsefni á síður blaðsins: „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans.“ Flokkar andvígir inngöngu gætu þannig ekki staðið að umsókn. Mun óheppilegri staða en 2009 Við stöndum nú frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum í þessum efnum. Ríkisstjórn sem samsett er af flokkum sem ekki eru samstíga um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Einungis er til staðar málamiðlun um að fram fari þjóðaratkvæði fyrir lok árs 2027 um það hvort stefna eigi aftur að inngöngu í sambandið. Ekkert samkomulag er hins vegar um það hvað taki við verði niðurstaðan sú að sækjast eftir inngöngu á ný. Vinstri grænir samþykktu þó allavega að sótt yrði um inngöngu. Með öðrum orðum eru aðstæður í raun enn verri nú en 2009 fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið. Við það bætist að enginn af stjórnarflokkunum hafði í kosningastefnu sinni fyrir síðustu þingkosningar að setja málið á dagskrá. Ekki einu sinni Viðreisn. Þá var engin áherzla á málið af hálfu flokksins í kosningabaráttunni. Fulltrúar flokksins ræddu það helzt ekki nema aðspurðir og slógu þá ýmist í eða úr. Þá ræddi Samfylkingin það alls ekki og Flokkur fólksins var andvígur því. Þjóðaratkvæðið mikil málamiðlun Forsenda þess að innganga í Evrópusambandið sé sett á dagskrá er vitanlega þvert á móti að flokkar hlynntir því setji málið á oddinn fyrir þingkosningar, nái þingmeirihluta út á það og myndi í kjölfarið samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þjóðaratkvæðið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. Helzt vildi hann þannig fara beint í umsóknarferlið. Þessi sama Viðreisn og segist treysta þjóðinni. Tilgangurinn með þjóðaratkvæðinu er fyrst og fremst að reyna að komast framhjá þeim veruleika að málið er ekki ávísun á atkvæði, eins og Viðreisn áttaði sig á fyrir síðustu kosningar eftir að Evrópuhreyfingin undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns flokksins og núverandi aðstoðarmanns fjármálaráðherra hans, hafði látið gera skoðanakönnun í þeim efnum sem aldrei var birt, og að ekki er þingmeirihluti fyrir málinu og verður líklega seint. Sjálft umsóknarferlið krefst þess Meira að segja Evrópusambandið sjálft telur, sem fyrr segir, samstíga ríkisstjórn forsendu þess að sótt sé um inngöngu í það líkt og til að mynda kom fram í gögnum frá sambandinu sjálfu í tengslum við umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, benti sömuleiðis ítrekað á það á sínum tíma og færði fyrir því gild rök eins og áður segir að þingmeirihluti fyrir málinu væri að sama skapi nauðsynlegur til þess að hægt væri að ljúka umsóknarferlinu. Með öðrum orðum verður ekki komizt hjá því að standa rétt að málunun. Með umboði frá kjósendum úr þingkosningum til þess að setja málið á dagskrá í stað þess að leggja enga áherzlu á það í aðdraganda kosninganna og setja það síðan strax á dagskrá að þeim loknum. Sjálft umsóknarferlið beinlínis krefst þess eins og Þorsteinn benti réttilega á. Hitt er svo annað mál að ákveðið var að standa að málum með þessum hætti af hálfu stjórnvalda og þá er meira en sjálfsagt að taka slaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar