Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar 2. september 2025 15:31 Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Mjóddina Fyrstu tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd voru lagðar fram í janúar 2016. Tillöguflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefnið hefur síðan þá verið stöðugur og reglubundinn, sjá til dæmis afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023, umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024 og 19. mars 2025, sem og afgreiðslu íbúaráðs Breiðholts 21. ágúst 2024. Tillögur um málefnið, sem eiga rætur sínar að rekja til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa dagað uppi í rangölum borgarkerfisins. Frasadrottning pírata lætur til sín taka Núverandi oddviti pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, hefur setið í borgarstjórn síðan 2018. Undanfarin þrjú ár hefur hún gegnt embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Í skjóli sinnar stöðu hefur Dóra Björt meðal annars stutt dýrar fjárfestingar í torgum í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að hefja kostnaðarsama umbreytingu á Kvosinni. Þessi forgangsröðun varpar ljósi á gildi Dóru Bjartar sem stjórnmálamanns og fyrir hvað píratar standa. Á sama tíma hefur fjölfarnasta skiptistöð landsins, í Mjóddinni, verið látin grotna niður. Það er því kúnstugt að lesa sér til um viðbrögð Dóru Bjartar vegna gagnrýni sem ég hef beint að borgaryfirvöldum útaf ástandinu í Mjódd (sjá hér) en oddviti pírata sagði meðal annars (sjá hér): „Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Svo mörg voru þau orð. Orðasalatið vantar ekki hjá frasadrottningu pírata. Á meðan mega notendur skiptistöðvarinnar í Mjódd og íbúar Breiðholts horfa upp á ástand sem er til skammar. Það ástand varð ekki til í gær, það hefur verið viðvarandi í þann áratug sem píratar hafa átt þátt í að stjórna borginni. Lokaorð Reykjavíkurborg hefur alla burði til að hafa framúrskarandi rekstur, meðal annars að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd sé til sóma. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að skipta um pólitíska forystu í borginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Píratar Mjódd Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Mjóddina Fyrstu tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd voru lagðar fram í janúar 2016. Tillöguflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefnið hefur síðan þá verið stöðugur og reglubundinn, sjá til dæmis afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023, umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024 og 19. mars 2025, sem og afgreiðslu íbúaráðs Breiðholts 21. ágúst 2024. Tillögur um málefnið, sem eiga rætur sínar að rekja til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa dagað uppi í rangölum borgarkerfisins. Frasadrottning pírata lætur til sín taka Núverandi oddviti pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, hefur setið í borgarstjórn síðan 2018. Undanfarin þrjú ár hefur hún gegnt embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Í skjóli sinnar stöðu hefur Dóra Björt meðal annars stutt dýrar fjárfestingar í torgum í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að hefja kostnaðarsama umbreytingu á Kvosinni. Þessi forgangsröðun varpar ljósi á gildi Dóru Bjartar sem stjórnmálamanns og fyrir hvað píratar standa. Á sama tíma hefur fjölfarnasta skiptistöð landsins, í Mjóddinni, verið látin grotna niður. Það er því kúnstugt að lesa sér til um viðbrögð Dóru Bjartar vegna gagnrýni sem ég hef beint að borgaryfirvöldum útaf ástandinu í Mjódd (sjá hér) en oddviti pírata sagði meðal annars (sjá hér): „Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Svo mörg voru þau orð. Orðasalatið vantar ekki hjá frasadrottningu pírata. Á meðan mega notendur skiptistöðvarinnar í Mjódd og íbúar Breiðholts horfa upp á ástand sem er til skammar. Það ástand varð ekki til í gær, það hefur verið viðvarandi í þann áratug sem píratar hafa átt þátt í að stjórna borginni. Lokaorð Reykjavíkurborg hefur alla burði til að hafa framúrskarandi rekstur, meðal annars að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd sé til sóma. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að skipta um pólitíska forystu í borginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun