Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. september 2025 16:55 Martin Hermannsson átti sinn langbesta leik á EM í dag. vísir/hulda margrét Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn var lengst af jafn en slakur þriðji leikhluti reyndist Íslendingum dýr. Slóvenar unnu hann, 24-11, en Íslendingar áttu góða endurkomu í fjórða leikhluta. Hún dugði þó ekki til. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig. Tryggvi Snær Hlinason skoraði ellefu stig og tók fjórtán fráköst en fékk sína fimmtu villu þegar þrjár mínútur voru eftir. Kristinn Pálsson og Jón Axel Guðmundsson skoruðu einnig ellefu stig og settu niður nokkra góða þrisa. Luka Doncic var stiga- og stoðsendingahæstur allra, með 22 stig og sjö stoðsendingar. Jón Axel og Luka Doncic öttu kappi mest allan leikinn. vísir / Hulda margrét Doncic í villuvandræðum og Ísland aðeins stigi undir í hálfleik Fyrri hálfleikurinn var flottur hjá strákunum okkar, þó þeir hafi verið að elta og endað einu stigi undir eftir bæði fyrsta leikhlutann og þegar hálfleikurinn var flautaður af. Staðan í hálfleik var 35-36 fyrir Slóveníu en Luka Doncic lenti snemma í villuvandræðum og sat lengi á bekknum, sem hjálpaði mikið við að hægja á sóknarleik Slóvena. Sömuleiðis varð hann mjög pirraður á dómurunum og smitaði út frá sér neikvæða orku. Sóknarleikur Íslands gekk hins vegar smurt, fyrir utan kannski síðustu þrjár mínútur fyrri hálfleiks þegar bæði lið voru í vandræðum. Martin var áræðinn og öflugur.vísir / hulda margrét Martin Hermannsson leiddi stigasöfnun liðsins, var aðgangsharður og réðst á körfuna, sem opnaði líka á skotmennina fyrir utan. Skotnýtingin úr þristum var 36% í fyrri hálfleik, sem er ekkert stórkostlegt en samt það langbesta sem Ísland hefur sýnt á mótinu. Enn og aftur átti Ísland hins vegar slakan þriðja leikhluta. Elvar ógnaði með hraða sínum og krafti. vísir / hulda margrét Fjórtán stigum undir fyrir fjórða leikhlutann Eins og í öðrum leikjum mótsins mætti Ísland illa til leiks í seinni hálfleik. Dómararnir voru strákunum okkar heldur ekki hliðhollir. Nokkrar furðulegar ákvarðanir teknar af tríóinu, tæknivillur og sóknarvillur gefnar sem stuðningsmenn Íslands furðuðu sig á. Luka Doncic snögghitnaði líka hinumegin, sem hjálpaði alls ekki. Setti niðurtvo erfiða þrista, annan þeirra yfir Tryggva Hlinason sjálfan, sem fáir myndu þora að reyna. Tryggvi og Luka í baráttu um boltann.vísir / hulda margrét Á sama tíma varð sóknarleikur Íslands stamur og skotin hættu að detta. Ísland skoraði aðeins ellefu stig í þriðja leikhluta og hitti ekki úr einu þriggja stiga skoti þrátt fyrir fimm tilraunir. Fjórtán stiga munur milli liðanna og staðan 46-60 fyrir Slóveníu þegar þriðja leikhluta lauk. Flottir í fjórða en fjórtán stiga munur var of mikið Betur gekk að skjóta boltanum í fjórða leikhluta, mun betur reyndar. Kristinn setti fyrsta þristinn, þruman sem boðaði storminn og fleiri leikmenn létu rigna í kjölfarið. Kári Jónsson, Jón Axel og Martin Hermannsson settu allir niður mikilvæg skot. Kristinn setti tvo þrista í upphafi fjórða leikhluta sem kveiktu í íslenska liðinu.vísir / hulda margrét Kári kveikti í höllinni með þristi í fjórða leikhluta. vísir / hulda margrét Slóvenía svaraði hins vegar jafn óðum, því miður fyrir Ísland þá hitnuðu þeir líka fyrir utan. Fjórði leikhlutinn varð því að mjög spennandi baráttu en á endanum var of mikill munur milli liðanna. Slóvenía vann sér upp stórt forskot í þriðja leikhluta sem Ísland náði ekki að yfirstíga. Martin átti mjög góðan leik en meira hefði þurft til frá liðinu. vísir / hulda margrét Mótinu lokið en einn leikur eftir Átta stiga tap varð á endanum niðurstaðan, 79-87 lokatölur og Ísland hefur tapað fyrstu fjórum leikjum Evrópumótsins. Fimmti leikurinn gegn Frakklandi verður spilaður á fimmtudaginn og vonandi sækja strákarnir okkar sinn fyrsta sigur á stórmóti þar en þeir eiga ekki möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn var lengst af jafn en slakur þriðji leikhluti reyndist Íslendingum dýr. Slóvenar unnu hann, 24-11, en Íslendingar áttu góða endurkomu í fjórða leikhluta. Hún dugði þó ekki til. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig. Tryggvi Snær Hlinason skoraði ellefu stig og tók fjórtán fráköst en fékk sína fimmtu villu þegar þrjár mínútur voru eftir. Kristinn Pálsson og Jón Axel Guðmundsson skoruðu einnig ellefu stig og settu niður nokkra góða þrisa. Luka Doncic var stiga- og stoðsendingahæstur allra, með 22 stig og sjö stoðsendingar. Jón Axel og Luka Doncic öttu kappi mest allan leikinn. vísir / Hulda margrét Doncic í villuvandræðum og Ísland aðeins stigi undir í hálfleik Fyrri hálfleikurinn var flottur hjá strákunum okkar, þó þeir hafi verið að elta og endað einu stigi undir eftir bæði fyrsta leikhlutann og þegar hálfleikurinn var flautaður af. Staðan í hálfleik var 35-36 fyrir Slóveníu en Luka Doncic lenti snemma í villuvandræðum og sat lengi á bekknum, sem hjálpaði mikið við að hægja á sóknarleik Slóvena. Sömuleiðis varð hann mjög pirraður á dómurunum og smitaði út frá sér neikvæða orku. Sóknarleikur Íslands gekk hins vegar smurt, fyrir utan kannski síðustu þrjár mínútur fyrri hálfleiks þegar bæði lið voru í vandræðum. Martin var áræðinn og öflugur.vísir / hulda margrét Martin Hermannsson leiddi stigasöfnun liðsins, var aðgangsharður og réðst á körfuna, sem opnaði líka á skotmennina fyrir utan. Skotnýtingin úr þristum var 36% í fyrri hálfleik, sem er ekkert stórkostlegt en samt það langbesta sem Ísland hefur sýnt á mótinu. Enn og aftur átti Ísland hins vegar slakan þriðja leikhluta. Elvar ógnaði með hraða sínum og krafti. vísir / hulda margrét Fjórtán stigum undir fyrir fjórða leikhlutann Eins og í öðrum leikjum mótsins mætti Ísland illa til leiks í seinni hálfleik. Dómararnir voru strákunum okkar heldur ekki hliðhollir. Nokkrar furðulegar ákvarðanir teknar af tríóinu, tæknivillur og sóknarvillur gefnar sem stuðningsmenn Íslands furðuðu sig á. Luka Doncic snögghitnaði líka hinumegin, sem hjálpaði alls ekki. Setti niðurtvo erfiða þrista, annan þeirra yfir Tryggva Hlinason sjálfan, sem fáir myndu þora að reyna. Tryggvi og Luka í baráttu um boltann.vísir / hulda margrét Á sama tíma varð sóknarleikur Íslands stamur og skotin hættu að detta. Ísland skoraði aðeins ellefu stig í þriðja leikhluta og hitti ekki úr einu þriggja stiga skoti þrátt fyrir fimm tilraunir. Fjórtán stiga munur milli liðanna og staðan 46-60 fyrir Slóveníu þegar þriðja leikhluta lauk. Flottir í fjórða en fjórtán stiga munur var of mikið Betur gekk að skjóta boltanum í fjórða leikhluta, mun betur reyndar. Kristinn setti fyrsta þristinn, þruman sem boðaði storminn og fleiri leikmenn létu rigna í kjölfarið. Kári Jónsson, Jón Axel og Martin Hermannsson settu allir niður mikilvæg skot. Kristinn setti tvo þrista í upphafi fjórða leikhluta sem kveiktu í íslenska liðinu.vísir / hulda margrét Kári kveikti í höllinni með þristi í fjórða leikhluta. vísir / hulda margrét Slóvenía svaraði hins vegar jafn óðum, því miður fyrir Ísland þá hitnuðu þeir líka fyrir utan. Fjórði leikhlutinn varð því að mjög spennandi baráttu en á endanum var of mikill munur milli liðanna. Slóvenía vann sér upp stórt forskot í þriðja leikhluta sem Ísland náði ekki að yfirstíga. Martin átti mjög góðan leik en meira hefði þurft til frá liðinu. vísir / hulda margrét Mótinu lokið en einn leikur eftir Átta stiga tap varð á endanum niðurstaðan, 79-87 lokatölur og Ísland hefur tapað fyrstu fjórum leikjum Evrópumótsins. Fimmti leikurinn gegn Frakklandi verður spilaður á fimmtudaginn og vonandi sækja strákarnir okkar sinn fyrsta sigur á stórmóti þar en þeir eiga ekki möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit.