Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. september 2025 12:15 Nýtt örorku og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og það er fagnaðarefni. Kerfið er einfaldara, réttlátara og hvetur fólk til þátttöku í atvinnulífi. Lögin sem leggja grunninn að breytingunum voru samþykkt 22. júní 2024 í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir málinu. Þar var stigið stórt skref frá gamaldags nálgun yfir í kerfi sem horfir á getu og tækifæri hvers einstaklings. Sú nálgun er ekki tilviljun. Hún er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst boðað. Þegar Alþingi samþykkti lögin í júní í fyrra studdi Sjálfstæðisflokkurinn málið. Flokkur fólksins sat hjá í lokaatkvæðagreiðslu. Nú kynnir félags og húsnæðisráðherra úr þeim flokki reglugerðir sem hrinda kerfinu í framkvæmd. Það er gott að fleiri taki undir í dag og ráðherranum hafi snúist hugur, en upprunalegt frumkvæði, heildstæð stefna og áralöng barátta liggja hjá Sjálfstæðisflokknum. Pétur Blöndal heitinn benti snemma á vandann sem svokallað 75 prósent viðmið skapaði. Örlítið lægra mat gat þýtt verulega lakari réttindi. Slík uppsetning mótaði hvata í ranga átt og latti fólk frá þátttöku í atvinnulífi. Pétur kallaði eftir kerfi sem spyr fyrst og fremst hvað fólk getur. Hann setti málið ítrekað á dagskrá þingsins og mótaði um leið þá hugsun sem við fylgjum í dag. Þá sýn tóku fleiri úr okkar röðum upp og unnu áfram, meðal þeirra Óli Björn Kárason sem barðist fyrir starfsgetumati, sveigjanleika og virkum úrræðum. Ítrekað höfum við lagt áherslu á minna flækjustig, færri skerðingar og raunverulega hvatar til atvinnuþátttöku. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum. Að efla einstaklinginn, brjóta niður gildrur fátæktar og byggja undir aukin réttindi með því að láta kerfið umbuna getu og frumkvæði. Nú sjáum við þessa sýn verða að veruleika. Læknisfræðilegir þröskuldar víkja fyrir samþættu sérfræðimati sem metur heilsu, færni og aðstæður í heild. Hlutaörorkulífeyrir gerir fólki með skerta starfsgetu kleift að vinna eftir getu án þess að missa öryggi. Tekjutengingar dragast saman og frítekjumörk hækka svo það borgi sig að afla tekna. Sjúkra og endurhæfingargreiðslur tryggja samfellu meðan fólk er í meðferð eða endurhæfingu. Þjónustugátt og skýr samvinna milli stofnana hjálpa fólki að rata milli úrræða. Þetta er nálgun sem byggir á gildum Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð, frelsi og virðing fyrir mannlegri reisn. Verkefnið framundan er vönduð innleiðing. Kerfi er ekki gott fyrr en það virkar í reynd fyrir einstaklinginn. Það krefst gagnsærrar eftirfylgni, faglegrar þjónustu og þess að við betrumbætum kerfið jafnóðum. Við viljum að ungt fólk festist ekki varanlega utan vinnumarkaðar eftir veikindi eða slys. Við viljum að endurhæfing, menntun og ráðgjöf skili fólki aftur inn í samfélagið með styrk og sjálfstæði. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa vaktina. Nýja örorkukerfið er ekki endastöð heldur upphaf. Það er ávöxtur áralangrar stefnu og hugmynda sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir. Við fylgjum því eftir af festu svo réttlæti standi, velferð virki og tækifæri nái til allra.´ Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt örorku og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og það er fagnaðarefni. Kerfið er einfaldara, réttlátara og hvetur fólk til þátttöku í atvinnulífi. Lögin sem leggja grunninn að breytingunum voru samþykkt 22. júní 2024 í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir málinu. Þar var stigið stórt skref frá gamaldags nálgun yfir í kerfi sem horfir á getu og tækifæri hvers einstaklings. Sú nálgun er ekki tilviljun. Hún er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst boðað. Þegar Alþingi samþykkti lögin í júní í fyrra studdi Sjálfstæðisflokkurinn málið. Flokkur fólksins sat hjá í lokaatkvæðagreiðslu. Nú kynnir félags og húsnæðisráðherra úr þeim flokki reglugerðir sem hrinda kerfinu í framkvæmd. Það er gott að fleiri taki undir í dag og ráðherranum hafi snúist hugur, en upprunalegt frumkvæði, heildstæð stefna og áralöng barátta liggja hjá Sjálfstæðisflokknum. Pétur Blöndal heitinn benti snemma á vandann sem svokallað 75 prósent viðmið skapaði. Örlítið lægra mat gat þýtt verulega lakari réttindi. Slík uppsetning mótaði hvata í ranga átt og latti fólk frá þátttöku í atvinnulífi. Pétur kallaði eftir kerfi sem spyr fyrst og fremst hvað fólk getur. Hann setti málið ítrekað á dagskrá þingsins og mótaði um leið þá hugsun sem við fylgjum í dag. Þá sýn tóku fleiri úr okkar röðum upp og unnu áfram, meðal þeirra Óli Björn Kárason sem barðist fyrir starfsgetumati, sveigjanleika og virkum úrræðum. Ítrekað höfum við lagt áherslu á minna flækjustig, færri skerðingar og raunverulega hvatar til atvinnuþátttöku. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum. Að efla einstaklinginn, brjóta niður gildrur fátæktar og byggja undir aukin réttindi með því að láta kerfið umbuna getu og frumkvæði. Nú sjáum við þessa sýn verða að veruleika. Læknisfræðilegir þröskuldar víkja fyrir samþættu sérfræðimati sem metur heilsu, færni og aðstæður í heild. Hlutaörorkulífeyrir gerir fólki með skerta starfsgetu kleift að vinna eftir getu án þess að missa öryggi. Tekjutengingar dragast saman og frítekjumörk hækka svo það borgi sig að afla tekna. Sjúkra og endurhæfingargreiðslur tryggja samfellu meðan fólk er í meðferð eða endurhæfingu. Þjónustugátt og skýr samvinna milli stofnana hjálpa fólki að rata milli úrræða. Þetta er nálgun sem byggir á gildum Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð, frelsi og virðing fyrir mannlegri reisn. Verkefnið framundan er vönduð innleiðing. Kerfi er ekki gott fyrr en það virkar í reynd fyrir einstaklinginn. Það krefst gagnsærrar eftirfylgni, faglegrar þjónustu og þess að við betrumbætum kerfið jafnóðum. Við viljum að ungt fólk festist ekki varanlega utan vinnumarkaðar eftir veikindi eða slys. Við viljum að endurhæfing, menntun og ráðgjöf skili fólki aftur inn í samfélagið með styrk og sjálfstæði. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa vaktina. Nýja örorkukerfið er ekki endastöð heldur upphaf. Það er ávöxtur áralangrar stefnu og hugmynda sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir. Við fylgjum því eftir af festu svo réttlæti standi, velferð virki og tækifæri nái til allra.´ Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar