Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. september 2025 12:15 Nýtt örorku og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og það er fagnaðarefni. Kerfið er einfaldara, réttlátara og hvetur fólk til þátttöku í atvinnulífi. Lögin sem leggja grunninn að breytingunum voru samþykkt 22. júní 2024 í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir málinu. Þar var stigið stórt skref frá gamaldags nálgun yfir í kerfi sem horfir á getu og tækifæri hvers einstaklings. Sú nálgun er ekki tilviljun. Hún er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst boðað. Þegar Alþingi samþykkti lögin í júní í fyrra studdi Sjálfstæðisflokkurinn málið. Flokkur fólksins sat hjá í lokaatkvæðagreiðslu. Nú kynnir félags og húsnæðisráðherra úr þeim flokki reglugerðir sem hrinda kerfinu í framkvæmd. Það er gott að fleiri taki undir í dag og ráðherranum hafi snúist hugur, en upprunalegt frumkvæði, heildstæð stefna og áralöng barátta liggja hjá Sjálfstæðisflokknum. Pétur Blöndal heitinn benti snemma á vandann sem svokallað 75 prósent viðmið skapaði. Örlítið lægra mat gat þýtt verulega lakari réttindi. Slík uppsetning mótaði hvata í ranga átt og latti fólk frá þátttöku í atvinnulífi. Pétur kallaði eftir kerfi sem spyr fyrst og fremst hvað fólk getur. Hann setti málið ítrekað á dagskrá þingsins og mótaði um leið þá hugsun sem við fylgjum í dag. Þá sýn tóku fleiri úr okkar röðum upp og unnu áfram, meðal þeirra Óli Björn Kárason sem barðist fyrir starfsgetumati, sveigjanleika og virkum úrræðum. Ítrekað höfum við lagt áherslu á minna flækjustig, færri skerðingar og raunverulega hvatar til atvinnuþátttöku. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum. Að efla einstaklinginn, brjóta niður gildrur fátæktar og byggja undir aukin réttindi með því að láta kerfið umbuna getu og frumkvæði. Nú sjáum við þessa sýn verða að veruleika. Læknisfræðilegir þröskuldar víkja fyrir samþættu sérfræðimati sem metur heilsu, færni og aðstæður í heild. Hlutaörorkulífeyrir gerir fólki með skerta starfsgetu kleift að vinna eftir getu án þess að missa öryggi. Tekjutengingar dragast saman og frítekjumörk hækka svo það borgi sig að afla tekna. Sjúkra og endurhæfingargreiðslur tryggja samfellu meðan fólk er í meðferð eða endurhæfingu. Þjónustugátt og skýr samvinna milli stofnana hjálpa fólki að rata milli úrræða. Þetta er nálgun sem byggir á gildum Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð, frelsi og virðing fyrir mannlegri reisn. Verkefnið framundan er vönduð innleiðing. Kerfi er ekki gott fyrr en það virkar í reynd fyrir einstaklinginn. Það krefst gagnsærrar eftirfylgni, faglegrar þjónustu og þess að við betrumbætum kerfið jafnóðum. Við viljum að ungt fólk festist ekki varanlega utan vinnumarkaðar eftir veikindi eða slys. Við viljum að endurhæfing, menntun og ráðgjöf skili fólki aftur inn í samfélagið með styrk og sjálfstæði. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa vaktina. Nýja örorkukerfið er ekki endastöð heldur upphaf. Það er ávöxtur áralangrar stefnu og hugmynda sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir. Við fylgjum því eftir af festu svo réttlæti standi, velferð virki og tækifæri nái til allra.´ Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Nýtt örorku og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og það er fagnaðarefni. Kerfið er einfaldara, réttlátara og hvetur fólk til þátttöku í atvinnulífi. Lögin sem leggja grunninn að breytingunum voru samþykkt 22. júní 2024 í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir málinu. Þar var stigið stórt skref frá gamaldags nálgun yfir í kerfi sem horfir á getu og tækifæri hvers einstaklings. Sú nálgun er ekki tilviljun. Hún er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst boðað. Þegar Alþingi samþykkti lögin í júní í fyrra studdi Sjálfstæðisflokkurinn málið. Flokkur fólksins sat hjá í lokaatkvæðagreiðslu. Nú kynnir félags og húsnæðisráðherra úr þeim flokki reglugerðir sem hrinda kerfinu í framkvæmd. Það er gott að fleiri taki undir í dag og ráðherranum hafi snúist hugur, en upprunalegt frumkvæði, heildstæð stefna og áralöng barátta liggja hjá Sjálfstæðisflokknum. Pétur Blöndal heitinn benti snemma á vandann sem svokallað 75 prósent viðmið skapaði. Örlítið lægra mat gat þýtt verulega lakari réttindi. Slík uppsetning mótaði hvata í ranga átt og latti fólk frá þátttöku í atvinnulífi. Pétur kallaði eftir kerfi sem spyr fyrst og fremst hvað fólk getur. Hann setti málið ítrekað á dagskrá þingsins og mótaði um leið þá hugsun sem við fylgjum í dag. Þá sýn tóku fleiri úr okkar röðum upp og unnu áfram, meðal þeirra Óli Björn Kárason sem barðist fyrir starfsgetumati, sveigjanleika og virkum úrræðum. Ítrekað höfum við lagt áherslu á minna flækjustig, færri skerðingar og raunverulega hvatar til atvinnuþátttöku. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum. Að efla einstaklinginn, brjóta niður gildrur fátæktar og byggja undir aukin réttindi með því að láta kerfið umbuna getu og frumkvæði. Nú sjáum við þessa sýn verða að veruleika. Læknisfræðilegir þröskuldar víkja fyrir samþættu sérfræðimati sem metur heilsu, færni og aðstæður í heild. Hlutaörorkulífeyrir gerir fólki með skerta starfsgetu kleift að vinna eftir getu án þess að missa öryggi. Tekjutengingar dragast saman og frítekjumörk hækka svo það borgi sig að afla tekna. Sjúkra og endurhæfingargreiðslur tryggja samfellu meðan fólk er í meðferð eða endurhæfingu. Þjónustugátt og skýr samvinna milli stofnana hjálpa fólki að rata milli úrræða. Þetta er nálgun sem byggir á gildum Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð, frelsi og virðing fyrir mannlegri reisn. Verkefnið framundan er vönduð innleiðing. Kerfi er ekki gott fyrr en það virkar í reynd fyrir einstaklinginn. Það krefst gagnsærrar eftirfylgni, faglegrar þjónustu og þess að við betrumbætum kerfið jafnóðum. Við viljum að ungt fólk festist ekki varanlega utan vinnumarkaðar eftir veikindi eða slys. Við viljum að endurhæfing, menntun og ráðgjöf skili fólki aftur inn í samfélagið með styrk og sjálfstæði. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa vaktina. Nýja örorkukerfið er ekki endastöð heldur upphaf. Það er ávöxtur áralangrar stefnu og hugmynda sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir. Við fylgjum því eftir af festu svo réttlæti standi, velferð virki og tækifæri nái til allra.´ Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun