Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar 1. september 2025 09:32 Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, þykir gaman að vera í fjölmiðlum. Hann hefur þó ekki látið sjá sig þar síðan í mars, er hann boðaði að eldgos hæfist daginn eftir. Raunin varð sú að það hófst rétt um mánuði síðar, og skriplaði Magnús þar á skötu allillilega – rétt eins og nú, þegar hann kemur enn eina ferðina fram með fullyrðingar um Kötlujökul. Því miður fær hann með sér blaðurmanninn, eða blaðurkonuna, Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem vinnur allhroðalega vinnu sem blaðamaður, og það er RÚV til vansa að svona hroðvirkni sjáist. Það er ljóst að Sigrún hefur ekki leitað sér fullnægjandi upplýsinga um málið né leitað eftir svörum frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem flytja fólk í hellana í Kötlu. Hefði hún gert það, hefði greinin í besta falli orðið til vitrænnar umræðu – en getur ekki orðið það, því hún hefur ekki grunninn sem þarf til að spyrja réttu spurninganna né talar hún við réttu aðilana: þá sem vinna á svæðinu og vita um hvað ræðir. Mér var það spurn: hvað liggur fyrir Magnúsi Tuma með það að koma enn og aftur fram með fullyrðingar sem enginn hefur hlustað á né tekið undir? Enda virðist sem hann viti ekkert um hvað hann er að tala. Lykillinn liggur þó í fyrirsögninni, sem er endurtekning á áður sögðum orðum Magnúsar Tuma: „Óásættanlegt að farið sé með hópa í náttúrulega íshella á sumrin.“ Ef Magnús Tumi vissi eitthvað um íshellaferðir annað en hann hefur lesið úr bókum, þá ætti hann að vita að aðeins er einn manngerður íshellir á Íslandi sem menn fara í. Aðgengi að honum er til muna hættulegra en aðgengi að hellum í Kötlujökli.Það er hægt að komast að Kötlujökli að sumri á Yaris, sé maður laginn bílstjóri, en það dytti engum heilvita manni í hug að gera sér ferð á slíku farartæki upp á Langjökul. Til að komast í manngerðan helli á Langjökli þarf að ferðast um glerhálan, spegilsléttan ísinn, og það þarf að vita nákvæmlega slóðann og hvort eða hvernig sprunguhreyfingar hafa verið í jöklinum. Ef farið er aðeins út fyrir slóðann er hætta á að hverfa ofan í jökulinn og sjást ekki meir. Þessu er ekki til að jafna við aðgengi að Kötlujökli. Magnús Tumi ætti líka að vita að manngerði hellirinn er undir stöðugri vinnu, bæði hvað varðar stærð og öryggi vegna sprungumyndunar, þar sem jökullinn er á hreyfingu og bráðnar hratt. Það sætir því undrun hvers vegna Magnús Tumi kemur fram með þessa fullyrðingu. Eina skýringin sem ég finn er að hann sé í vinnu fyrir þá aðila sem þangað flytja ferðamenn og sjá ofsjónum yfir samkeppninni við náttúruhella í Kötlu. Nema hitt sé málið: að hann vilji komast í það starf að vera eftirlitsaðili fyrir öryggi íshella á Kötlusvæðinu. Í greininni er því gert skóna að það sé ekki gott að eftirlitið sé aðeins í höndum þeirra sem selja ferðir í hellana. Þetta er með öllu fráleitt og heimskulegt sjónarmið. Aðstæður í og við Kötlujökul eru síbreytilegar dag frá degi og engir eru betur færir um að meta þær en þeir leiðsögumenn og þau fyrirtæki sem flytja þangað farþega.Þeim, rétt eins og mér sem leiðsögumanni sem fer þangað reglulega, er umhugað um öryggi farþeganna og að fræða þá um hættur jökla sem og allar þær breytingar sem eiga sér stað vegna hlýnunar og bráðnunar jöklanna. Það er daglega unnið að öryggi varðandi aðgengi að íshellum: svæðið og hellarnir eru skannaðir daglega, og ef menn telja að svæðið sé ekki öruggt, þá hika menn ekki við að loka því til að tryggja öryggi – þrátt fyrir milljóna tap, rétt eins og nýleg dæmi sanna. Fullyrðing Magnúsar Tuma er því gersamlega óábyrg, og jafn óábyrg er vinna Sigrúnar Þuríðar sem skrifar án þess að kanna málið til hlítar.Hvaða tilgangi skrif beggja þjóna er mér vandséð, en ég get ekki annað en áætlað að tilgangur Magnúsar Tuma sé annarlegur. Ekki virðist hann tengjast umhyggju fyrir ferðamönnum, öryggi þeirra eða fagmennsku í ferðaþjónustu. Það er von mín að bæði hugsi sinn gang, vandi til frekari verka í framtíðinni og rasi ekki um ráð fram. Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Jöklar á Íslandi Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, þykir gaman að vera í fjölmiðlum. Hann hefur þó ekki látið sjá sig þar síðan í mars, er hann boðaði að eldgos hæfist daginn eftir. Raunin varð sú að það hófst rétt um mánuði síðar, og skriplaði Magnús þar á skötu allillilega – rétt eins og nú, þegar hann kemur enn eina ferðina fram með fullyrðingar um Kötlujökul. Því miður fær hann með sér blaðurmanninn, eða blaðurkonuna, Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem vinnur allhroðalega vinnu sem blaðamaður, og það er RÚV til vansa að svona hroðvirkni sjáist. Það er ljóst að Sigrún hefur ekki leitað sér fullnægjandi upplýsinga um málið né leitað eftir svörum frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem flytja fólk í hellana í Kötlu. Hefði hún gert það, hefði greinin í besta falli orðið til vitrænnar umræðu – en getur ekki orðið það, því hún hefur ekki grunninn sem þarf til að spyrja réttu spurninganna né talar hún við réttu aðilana: þá sem vinna á svæðinu og vita um hvað ræðir. Mér var það spurn: hvað liggur fyrir Magnúsi Tuma með það að koma enn og aftur fram með fullyrðingar sem enginn hefur hlustað á né tekið undir? Enda virðist sem hann viti ekkert um hvað hann er að tala. Lykillinn liggur þó í fyrirsögninni, sem er endurtekning á áður sögðum orðum Magnúsar Tuma: „Óásættanlegt að farið sé með hópa í náttúrulega íshella á sumrin.“ Ef Magnús Tumi vissi eitthvað um íshellaferðir annað en hann hefur lesið úr bókum, þá ætti hann að vita að aðeins er einn manngerður íshellir á Íslandi sem menn fara í. Aðgengi að honum er til muna hættulegra en aðgengi að hellum í Kötlujökli.Það er hægt að komast að Kötlujökli að sumri á Yaris, sé maður laginn bílstjóri, en það dytti engum heilvita manni í hug að gera sér ferð á slíku farartæki upp á Langjökul. Til að komast í manngerðan helli á Langjökli þarf að ferðast um glerhálan, spegilsléttan ísinn, og það þarf að vita nákvæmlega slóðann og hvort eða hvernig sprunguhreyfingar hafa verið í jöklinum. Ef farið er aðeins út fyrir slóðann er hætta á að hverfa ofan í jökulinn og sjást ekki meir. Þessu er ekki til að jafna við aðgengi að Kötlujökli. Magnús Tumi ætti líka að vita að manngerði hellirinn er undir stöðugri vinnu, bæði hvað varðar stærð og öryggi vegna sprungumyndunar, þar sem jökullinn er á hreyfingu og bráðnar hratt. Það sætir því undrun hvers vegna Magnús Tumi kemur fram með þessa fullyrðingu. Eina skýringin sem ég finn er að hann sé í vinnu fyrir þá aðila sem þangað flytja ferðamenn og sjá ofsjónum yfir samkeppninni við náttúruhella í Kötlu. Nema hitt sé málið: að hann vilji komast í það starf að vera eftirlitsaðili fyrir öryggi íshella á Kötlusvæðinu. Í greininni er því gert skóna að það sé ekki gott að eftirlitið sé aðeins í höndum þeirra sem selja ferðir í hellana. Þetta er með öllu fráleitt og heimskulegt sjónarmið. Aðstæður í og við Kötlujökul eru síbreytilegar dag frá degi og engir eru betur færir um að meta þær en þeir leiðsögumenn og þau fyrirtæki sem flytja þangað farþega.Þeim, rétt eins og mér sem leiðsögumanni sem fer þangað reglulega, er umhugað um öryggi farþeganna og að fræða þá um hættur jökla sem og allar þær breytingar sem eiga sér stað vegna hlýnunar og bráðnunar jöklanna. Það er daglega unnið að öryggi varðandi aðgengi að íshellum: svæðið og hellarnir eru skannaðir daglega, og ef menn telja að svæðið sé ekki öruggt, þá hika menn ekki við að loka því til að tryggja öryggi – þrátt fyrir milljóna tap, rétt eins og nýleg dæmi sanna. Fullyrðing Magnúsar Tuma er því gersamlega óábyrg, og jafn óábyrg er vinna Sigrúnar Þuríðar sem skrifar án þess að kanna málið til hlítar.Hvaða tilgangi skrif beggja þjóna er mér vandséð, en ég get ekki annað en áætlað að tilgangur Magnúsar Tuma sé annarlegur. Ekki virðist hann tengjast umhyggju fyrir ferðamönnum, öryggi þeirra eða fagmennsku í ferðaþjónustu. Það er von mín að bæði hugsi sinn gang, vandi til frekari verka í framtíðinni og rasi ekki um ráð fram. Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun