Körfubolti

Ís­lendingar hita upp í Katowice

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stuðningsmenn Íslands eru klárir í slaginn,
Stuðningsmenn Íslands eru klárir í slaginn, Vísir/Hulda Margrét

Stuðningsmenn karlalandsliðsins í körfubolta eru samankomnir í miðborg Katowice í Póllandi þar sem þeir hita upp fyrir leik kvöldsins við heimamenn. Vísir var í beinni útsendingu á staðnum.

Ísland mætir Póllandi í þriðja leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í dag. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Útsending Vísis frá stuðningsmannahittingnum má finna hér fyrir neðan. 

Allir leikirnir í D-riðli eru leiknir í Spodek í Katowice í Póllandi. Líkt og áður á mótinu komu stuðningsmenn Íslands saman á staðnum Green Point í miðborg Katowice til að hita upp fyrir leikinn en veðrið hefur verið heldur grárra og kaldara í dag en í vikunni.

Það hefur þó lítil áhrif á gleði Íslendinga sem eru í fullu fjöri fyrir leik kvöldsins.

Beina útsendingu frá miðbæ Katowice má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×