Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2025 07:00 Hilmar Smári Henningsson var hress og kátur þegar hann hitti blaðamenn í gær. Vísir/Hulda Margrét „Leiðtogarnir í þessu liði sögðu okkur það að við hefðum ekki mikinn tíma til að svekkja okkur. Við vorum svekktir í rútunni en svo var það búið. Þegar við komum upp á hótel lögðum við það til hliðar og einbeittum okkur að næsta hlut,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður körfuboltalandsliðsins, um tap fyrir Ísrael á EM í gær. Öll einbeiting sé á næsta leik við Belgíu. Hilmar þreytti frumraun sína á stórmóti í gær og biðin hefur verið mikil eftir þessu augnabliki. Hann segir það hafa verið einstakt að fá að spila á þessu sviði með yfir þúsund Íslendinga í stúkunni, þar á meðal fjölskyldu sína. Klippa: Hilmar Smári þakklátur og tekur sínu hlutverki „Þetta var gjörsamlega sturlað. Það var ekkert rosalega langt í tárin þegar þjóðsöngurinn var kominn í gang og maður heyrði Íslendingana taka undir. Þetta er svo fallegt, að sjá alla þessa Íslendinga koma út og styðja við bakið á okkur,“ „Þetta er einstakt og við erum fáránlega þakklátir fyrir það. Við getum ekki beðið eftir því að gefa þeim sigur á þessu móti,“ segir Hilmar Smári. Frábær frammistaða Hilmar Smári sat á bekknum nánast allan leikinn en fékk tækifæri þegar öllu byrjunarliði Íslands var skipt af velli undir lokin. Seinustu mínútur voru svokallaður ruslatími þar sem ljóst var að Ísrael myndi vinna leikinn og mörgum skipt út af. Hilmar var hins vegar nærri því að koma spennu í leikinn og stóð sig frábærlega þær mínútur sem hann spilaði. Munurinn varð að endingu tólf stig en hefði hæglega getað verið meiri ef Hilmars hefði ekki notið við. Hann kveðst hafa liðið vel á vellinum. „Ég er reyni alltaf að vera eins stemmdur og tilbúinn og ég get og taka af skarið þegar tækifærið gefst. Ég fékk tækifærið undir lokin í gær og ég greip það og skaut nokkur skot. Ég hef gert það nokkrum sinnum og mun halda áfram að gera það. Það er ekki lýsandi fyrir mig að vera ragur eða hræddur. Ég veit að þeir treysta mér fyrir því að gera það sem ég geri vel,“ segir Hilmar. En ertu ósáttur við að hafa ekki fengið tækifærið fyrr í leiknum? „Nei, nei. Þetta er hlutverkið mitt eins og er. Það er væntanlega einhver ástæða fyrir því að ég kem ekki inn á. Þjálfararnir, Baldur, Craig og Viðar, ég hef fulla trú á þeim. Ef ég er best geymdur á bekknum í einhverjum leikjum, þá er það bara þannig, ég treysti því fullkomnlega. Ef það eru not fyrir mig í öðrum leik þá treysti ég því líka. Þeir trúa á mig sem leikmann og þegar ég kem inn á er einhver ástæða fyrir því. Auðvitað vill maður spila meira en við viljum líka vinna og ef þetta er leiðin til að vinna styð ég það.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. 29. ágúst 2025 12:30 Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02 EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Hilmar þreytti frumraun sína á stórmóti í gær og biðin hefur verið mikil eftir þessu augnabliki. Hann segir það hafa verið einstakt að fá að spila á þessu sviði með yfir þúsund Íslendinga í stúkunni, þar á meðal fjölskyldu sína. Klippa: Hilmar Smári þakklátur og tekur sínu hlutverki „Þetta var gjörsamlega sturlað. Það var ekkert rosalega langt í tárin þegar þjóðsöngurinn var kominn í gang og maður heyrði Íslendingana taka undir. Þetta er svo fallegt, að sjá alla þessa Íslendinga koma út og styðja við bakið á okkur,“ „Þetta er einstakt og við erum fáránlega þakklátir fyrir það. Við getum ekki beðið eftir því að gefa þeim sigur á þessu móti,“ segir Hilmar Smári. Frábær frammistaða Hilmar Smári sat á bekknum nánast allan leikinn en fékk tækifæri þegar öllu byrjunarliði Íslands var skipt af velli undir lokin. Seinustu mínútur voru svokallaður ruslatími þar sem ljóst var að Ísrael myndi vinna leikinn og mörgum skipt út af. Hilmar var hins vegar nærri því að koma spennu í leikinn og stóð sig frábærlega þær mínútur sem hann spilaði. Munurinn varð að endingu tólf stig en hefði hæglega getað verið meiri ef Hilmars hefði ekki notið við. Hann kveðst hafa liðið vel á vellinum. „Ég er reyni alltaf að vera eins stemmdur og tilbúinn og ég get og taka af skarið þegar tækifærið gefst. Ég fékk tækifærið undir lokin í gær og ég greip það og skaut nokkur skot. Ég hef gert það nokkrum sinnum og mun halda áfram að gera það. Það er ekki lýsandi fyrir mig að vera ragur eða hræddur. Ég veit að þeir treysta mér fyrir því að gera það sem ég geri vel,“ segir Hilmar. En ertu ósáttur við að hafa ekki fengið tækifærið fyrr í leiknum? „Nei, nei. Þetta er hlutverkið mitt eins og er. Það er væntanlega einhver ástæða fyrir því að ég kem ekki inn á. Þjálfararnir, Baldur, Craig og Viðar, ég hef fulla trú á þeim. Ef ég er best geymdur á bekknum í einhverjum leikjum, þá er það bara þannig, ég treysti því fullkomnlega. Ef það eru not fyrir mig í öðrum leik þá treysti ég því líka. Þeir trúa á mig sem leikmann og þegar ég kem inn á er einhver ástæða fyrir því. Auðvitað vill maður spila meira en við viljum líka vinna og ef þetta er leiðin til að vinna styð ég það.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. 29. ágúst 2025 12:30 Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02 EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
„Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. 29. ágúst 2025 12:30
Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02
EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22