Óvænt en breytir þó ekki spám Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 11:31 Bergþóra Baldursdóttir er hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka. Vísir Verðbólga hjaðnaði þvert á spár viðskiptabanka. Hagfræðingur segir þetta ánægjuleg tíðindi en telur að stýrivextir verði samt sem áður ekki lækkaðir frekar á árinu. Verðbólga hjaðnaði úr fjórum prósentum í 3,8 á milli mánaða samkvæmt tölum Hagstofunnar sem voru birtar í morgun. Greiningaraðilar höfðu spáð óbreyttri eða örlítilli hækkun á verðbólgu og var því um nokkuð óvænt tíðindi að ræða. Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, bendir á að flugfargjöld hafi lækkað um tólf prósentustig á milli mánaða og segir það skýra þróunina að mestu leyti. „Þetta kemur okkur og örugglega öllum greiningaraðilum á óvart en þetta eru virkilega jákvæðar tölur. Það er gott að fara með þetta inn í veturinn,“ segir Bergþóra. Gleðitíðindin hafi þó ekki áhrif á spá þeirra um að stýrivextir verði ekki lækkaðir frekar í þeim tveimur vaxtaákvörðunum sem eftir eru á árinu. „Við erum að gera ráð fyrir að verðbólga muni aukast örlítið á næstu mánuðum, það er að segja ársverðbólga. Hún verður ennþá í kringum þessi fjögur prósent og peningastefnunefnd hefur sagt að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til að þeir fari að lækka vexti á ný. Þannig okkur finnst ólíklegt að vextir verði lækkaði það sem eftir er af þessu ári,“ segir Bergþóra. Gert ráð fyrir vaxtalækkun á næsta ári Verðbólgan sé enn ekki nálægt 2,5 prósenta markmiði seðlabankans. Hún þyrfti að hjaðna hraðar en spár gera ráð fyrir til að vaxtalækkun teljist raunhæfur möguleiki. „Við erum hins vegar að gera ráð fyrir að verðbólga hjaðni hægt og bítandi á næsta ári og þá gætu þau haldið áfram vaxtalækkunarferlinu. En þau voru svolítið skýr með að verðbólga þyrfti að hjaðna nær markmiði áður en þau færu að lækka vexti á ný.“ Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Íslandsbanki Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Verðbólga hjaðnaði úr fjórum prósentum í 3,8 á milli mánaða samkvæmt tölum Hagstofunnar sem voru birtar í morgun. Greiningaraðilar höfðu spáð óbreyttri eða örlítilli hækkun á verðbólgu og var því um nokkuð óvænt tíðindi að ræða. Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, bendir á að flugfargjöld hafi lækkað um tólf prósentustig á milli mánaða og segir það skýra þróunina að mestu leyti. „Þetta kemur okkur og örugglega öllum greiningaraðilum á óvart en þetta eru virkilega jákvæðar tölur. Það er gott að fara með þetta inn í veturinn,“ segir Bergþóra. Gleðitíðindin hafi þó ekki áhrif á spá þeirra um að stýrivextir verði ekki lækkaðir frekar í þeim tveimur vaxtaákvörðunum sem eftir eru á árinu. „Við erum að gera ráð fyrir að verðbólga muni aukast örlítið á næstu mánuðum, það er að segja ársverðbólga. Hún verður ennþá í kringum þessi fjögur prósent og peningastefnunefnd hefur sagt að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til að þeir fari að lækka vexti á ný. Þannig okkur finnst ólíklegt að vextir verði lækkaði það sem eftir er af þessu ári,“ segir Bergþóra. Gert ráð fyrir vaxtalækkun á næsta ári Verðbólgan sé enn ekki nálægt 2,5 prósenta markmiði seðlabankans. Hún þyrfti að hjaðna hraðar en spár gera ráð fyrir til að vaxtalækkun teljist raunhæfur möguleiki. „Við erum hins vegar að gera ráð fyrir að verðbólga hjaðni hægt og bítandi á næsta ári og þá gætu þau haldið áfram vaxtalækkunarferlinu. En þau voru svolítið skýr með að verðbólga þyrfti að hjaðna nær markmiði áður en þau færu að lækka vexti á ný.“
Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Íslandsbanki Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira