„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 27. ágúst 2025 14:02 Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti. Með gildistöku laganna eykst tekju- og eignaójöfnuður í Bandaríkjunum og var hann þó ærinn fyrir. Bitnar á lágtekjufólki Helstu atriði laganna eru þau að tekjuskattslækkanir sem voru gerðar 2017 verða varanlegar og frítekjumark vegna s.k. „SALT“ frádráttar er aukið. Þessar breytingar lækka skattbyrði fyrir marga, sérstaklega tekjuhærri einstaklinga en kemur lágtekjufólki ekki að gagni. Á móti er skorið niður í Medicaid sem er ríkisstyrkt heilbrigðistryggingakerfi fyrir fólk með lágar tekjur (börn, aldraða, fatlað fólk og fólk með langvarandi sjúkdóma) og reglur um Obamacare hertar. Medicaid er rekið af hverju einstöku ríki sem setur skilyrði fyrir þjónustu en er fjármagnað að mestu af alríkinu. Með frumvarpinu var framlag alríkisins til þessa kerfis skert með þeim afleiðinum að skilyrði fyrir aðgengi að Medicaid kerfinu verður þrengra og talið er að á bílinu 10-12 milljónir Bandaríkjamanna með lágar tekjur missi sínar heilbrigðistryggingar í gegnum Medicaid. Þetta snýr að þjónustu eins og heimsóknum til lækna og heilsugæslu, innlögnum á sjúkrahús, aðgengi að lyfjum og þjónustu vegna meðgöngu og fæðingarhjálpar. Að auki verða reglur tengdar Obamacare þrengdar til muna með þeim afleiðingum að um 4 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar missa heilbrigðistryggingu sína og þar með niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Samtals munu um 16 milljónir Bandarikjamanna missa heilbrigðistryggingar sem alríkið hefur tryggt þeim hingað til. Önnur áhrif þessara ljótu laga er sú að halli á ríkissjóði Bandaríkjanna eykst (vegna skattalækkanna) sem eykur skuldir alríkisins sem síðar verður mætt með niðurskurði, sérstaklega í félagslega kerfinu sem lágtekjufólk treystir á. Hver er munurinn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og Íslands? Munurinn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu er verulegur hvað varðar aðgengi, kostnað og skipulag. Á Íslandi er almennt aðgengi (universal access) að heilbrigðiskerfinu. Aðgengi að bráðaþjónustu er frekar greiðlegt sem og að læknis- og hjúkrunarþjónustu, þó biðlistar hafa vissulega lengst seinustu ár. Íslenska heilbrigðiskerfið er að mestu rekið af hinu opinbera og er almennt mjög skilvirkt. Kerfið byggir á velferðarsjónarmiðum – að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aftur á móti er aðgegni almennings í Bandaríkjunum að heilbrigðiskerfinu mjög mismunandi og fer hreinlega eftir efnahagslegir stöðu fólks, þ.e. hvort fólk er tryggt og hvers konar tryggingu það hefur. Talið er að um 27 milljónir Bandaríkjamanna hafi verið án heilbrigðistryggingar árið 2024 og gera má ráð fyrir að þeim muni fjölga vegna breytinga á reglum um Medicaid. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið að mestu fjármagnað af ríkinu í gegnum skatta. Þjónustan er að mestu gjaldfrjáls, þ.e. greitt af hinu opinbera og með mjög hóflegum gjöldum fyrir almenning. Á móti er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum að mestu einkarekið (og hagnaðardrifið) og byggir á tryggingakerfi sem keyrir upp kostnað í samanburði við önnur OECD lönd. Því dýrari og umfangsmeiri tryggingar sem viðkomandi hefur, því betra aðgengi fær viðkomandi að heilbrigðisþjónustu. Til viðbótar má bæta því við að ef fólk er ekki með góða tryggingu getur heilbrigðisþjónusta orðið gríðarlega dýr og kostnaður vegna hennar orðið nánast óyfirstíganlegur. Að auki verður að taka fram að heilbrigðistryggingakerfið í Bandaríkjunum er dýrara, flóknara og frábrugðið því sem við þekkjum á hér, m.a. vegna þess að þar er ekki til eitt sameiginlegt opinbert heilbrigðiskerfi fyrir alla. Í staðinn byggist kerfið á blöndu af einkareknum og opinberum tryggingum, og fólk þarf oft að kaupa tryggingar sjálft eða fá þær í gegnum vinnuveitanda. Ég hef í þessari grein útskýrt að „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump er bara ekkert fallegt, heldur ljótt og hefur ömurleg áhrif á tekulægra fólk í Bandaríkjunum og afnemur aðgengi um 16 milljóna manna að heilbrigðisþjónustu. Að auki hef ég í stuttu máli útskýrt muninn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu. Íslenska heilbrigðiskerfið er mjög gott, skilvirt og er fyrir alla, með almennt aðgengi. Mætti ég velja hið íslenska kerfi alla daga með öllum þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir en það bandaríska sem er mun dýrara, ójafnaðra og verra kerfi. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Bandaríkin Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti. Með gildistöku laganna eykst tekju- og eignaójöfnuður í Bandaríkjunum og var hann þó ærinn fyrir. Bitnar á lágtekjufólki Helstu atriði laganna eru þau að tekjuskattslækkanir sem voru gerðar 2017 verða varanlegar og frítekjumark vegna s.k. „SALT“ frádráttar er aukið. Þessar breytingar lækka skattbyrði fyrir marga, sérstaklega tekjuhærri einstaklinga en kemur lágtekjufólki ekki að gagni. Á móti er skorið niður í Medicaid sem er ríkisstyrkt heilbrigðistryggingakerfi fyrir fólk með lágar tekjur (börn, aldraða, fatlað fólk og fólk með langvarandi sjúkdóma) og reglur um Obamacare hertar. Medicaid er rekið af hverju einstöku ríki sem setur skilyrði fyrir þjónustu en er fjármagnað að mestu af alríkinu. Með frumvarpinu var framlag alríkisins til þessa kerfis skert með þeim afleiðinum að skilyrði fyrir aðgengi að Medicaid kerfinu verður þrengra og talið er að á bílinu 10-12 milljónir Bandaríkjamanna með lágar tekjur missi sínar heilbrigðistryggingar í gegnum Medicaid. Þetta snýr að þjónustu eins og heimsóknum til lækna og heilsugæslu, innlögnum á sjúkrahús, aðgengi að lyfjum og þjónustu vegna meðgöngu og fæðingarhjálpar. Að auki verða reglur tengdar Obamacare þrengdar til muna með þeim afleiðingum að um 4 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar missa heilbrigðistryggingu sína og þar með niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Samtals munu um 16 milljónir Bandarikjamanna missa heilbrigðistryggingar sem alríkið hefur tryggt þeim hingað til. Önnur áhrif þessara ljótu laga er sú að halli á ríkissjóði Bandaríkjanna eykst (vegna skattalækkanna) sem eykur skuldir alríkisins sem síðar verður mætt með niðurskurði, sérstaklega í félagslega kerfinu sem lágtekjufólk treystir á. Hver er munurinn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og Íslands? Munurinn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu er verulegur hvað varðar aðgengi, kostnað og skipulag. Á Íslandi er almennt aðgengi (universal access) að heilbrigðiskerfinu. Aðgengi að bráðaþjónustu er frekar greiðlegt sem og að læknis- og hjúkrunarþjónustu, þó biðlistar hafa vissulega lengst seinustu ár. Íslenska heilbrigðiskerfið er að mestu rekið af hinu opinbera og er almennt mjög skilvirkt. Kerfið byggir á velferðarsjónarmiðum – að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aftur á móti er aðgegni almennings í Bandaríkjunum að heilbrigðiskerfinu mjög mismunandi og fer hreinlega eftir efnahagslegir stöðu fólks, þ.e. hvort fólk er tryggt og hvers konar tryggingu það hefur. Talið er að um 27 milljónir Bandaríkjamanna hafi verið án heilbrigðistryggingar árið 2024 og gera má ráð fyrir að þeim muni fjölga vegna breytinga á reglum um Medicaid. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið að mestu fjármagnað af ríkinu í gegnum skatta. Þjónustan er að mestu gjaldfrjáls, þ.e. greitt af hinu opinbera og með mjög hóflegum gjöldum fyrir almenning. Á móti er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum að mestu einkarekið (og hagnaðardrifið) og byggir á tryggingakerfi sem keyrir upp kostnað í samanburði við önnur OECD lönd. Því dýrari og umfangsmeiri tryggingar sem viðkomandi hefur, því betra aðgengi fær viðkomandi að heilbrigðisþjónustu. Til viðbótar má bæta því við að ef fólk er ekki með góða tryggingu getur heilbrigðisþjónusta orðið gríðarlega dýr og kostnaður vegna hennar orðið nánast óyfirstíganlegur. Að auki verður að taka fram að heilbrigðistryggingakerfið í Bandaríkjunum er dýrara, flóknara og frábrugðið því sem við þekkjum á hér, m.a. vegna þess að þar er ekki til eitt sameiginlegt opinbert heilbrigðiskerfi fyrir alla. Í staðinn byggist kerfið á blöndu af einkareknum og opinberum tryggingum, og fólk þarf oft að kaupa tryggingar sjálft eða fá þær í gegnum vinnuveitanda. Ég hef í þessari grein útskýrt að „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump er bara ekkert fallegt, heldur ljótt og hefur ömurleg áhrif á tekulægra fólk í Bandaríkjunum og afnemur aðgengi um 16 milljóna manna að heilbrigðisþjónustu. Að auki hef ég í stuttu máli útskýrt muninn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu. Íslenska heilbrigðiskerfið er mjög gott, skilvirt og er fyrir alla, með almennt aðgengi. Mætti ég velja hið íslenska kerfi alla daga með öllum þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir en það bandaríska sem er mun dýrara, ójafnaðra og verra kerfi. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun