Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar 25. ágúst 2025 07:30 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er búinn að segja A hvað varðar ólöglegu áfengisverslanirnar. Hann vildi eflaust skjóta inn orðinu „meintu“ ólöglegu áfengisverslanirnar. Fyrstu viðbrögð ráðherrans við fréttum um saksókn á hendur einni slíkri verslun voru nefnilega þau að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið hvort þessar verslanir væru yfirleitt brotlegar, úr því yrði að fást skorið fyrir dómstólum. Það verður að segjast eins og er að þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem hafa bæði lesið lagatextann um einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis og síðan fylgst með auglýsingum hinna „meintu“ lögbrjóta um hraðvirka og fyrirstöðulausa afhendingu til einstakra neytenda, annað hvort með heimsendingu eða í verslun. En látum þetta að sinni liggja á milli hluta, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt A.En verður þörf á segja B? Ráðherrann gerir því skóna að svo gæti farið að ekki nægði að segja A, það er að fá niðurstöðu dómstóla. Heldur var ráðherrann óræður hvað framhaldið snerti en vissulega er það svo að dómsvaldið tekur á brotum á lögum sem löggjafarvaldið setur. Fari svo að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu, sem ætla má að verði raunin, að áfengislögin hafi verið brotin og að stjórnvöldin vilja óbreytt fyrirkomulag, þarf varla nokkru að breyta. En vilji stjórnmálmenn gjörbreytt fyrirkomulag, verða þeir að taka þá umræðu opinberlega og gera ítarlega grein fyrir því á hvaða forsendum þeir byggi afstöðu sína.Haft var eftir vínsala - „meintum“ lögbrjóti - sem hefur haft sig mjög í frammi í orði og á borði að frelsið sigri ætíð að lokum. En frelsi hvers? Það er reyndar augljóst að í hans huga snýst málið um hans eigið frelsi til að fara sínu fram óháð lögum. Ef lögin standi í vegi hans hljóti þeim að verða breytt. Einhver kynni að vilja nálgast þessa frelsisumræðu úr annarri átt og spyrja hvort til standi að frelsa samfélagið undan ágengni manna á borð við hann. Gróðaöfl eða almannaheill? Í sameiginlegri yfirlýsingu helstu forvarnarsamtaka landsins segir meðal annars: „ Samtökin skora á stjórnvöld að hlaupa ekki eftir þeim sem hafa hundsað landslög til að geta hagnast sem mest á sölu áfengis í eigin þágu á kostnað samfélagsins. Nær væri að hlusta á breiðfylkingu heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sem hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að fylgja stefnu sem sannreynt er að þjóni samfélaginu og sé til almannaheilla.“ Heilbrigðisráðherrann, Alma Möller, hefur tekið eindregna afstöðu í anda samþykktrar lýðheilsustefnu Alþingis og í samræmi við sameiginlegt álit heilbrigðisstétta landsins. Vonandi talar heibrigðisráðherrann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í þessu mikilvæga lýðheilsumáli. Hver sem persónuleg skoðun fjármála- og efnahagsráðherra kann að vera í þessu máli vona ég að hann sýni forvarnarsamtökum, heilbrigðisstéttum landsins og öðrum þeim aðilum sem áfengisvandinn brennur á þá virðingu að hlusta á rök þeirra og virða sjónarmið þeirra í þessu efni. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er búinn að segja A hvað varðar ólöglegu áfengisverslanirnar. Hann vildi eflaust skjóta inn orðinu „meintu“ ólöglegu áfengisverslanirnar. Fyrstu viðbrögð ráðherrans við fréttum um saksókn á hendur einni slíkri verslun voru nefnilega þau að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið hvort þessar verslanir væru yfirleitt brotlegar, úr því yrði að fást skorið fyrir dómstólum. Það verður að segjast eins og er að þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem hafa bæði lesið lagatextann um einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis og síðan fylgst með auglýsingum hinna „meintu“ lögbrjóta um hraðvirka og fyrirstöðulausa afhendingu til einstakra neytenda, annað hvort með heimsendingu eða í verslun. En látum þetta að sinni liggja á milli hluta, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt A.En verður þörf á segja B? Ráðherrann gerir því skóna að svo gæti farið að ekki nægði að segja A, það er að fá niðurstöðu dómstóla. Heldur var ráðherrann óræður hvað framhaldið snerti en vissulega er það svo að dómsvaldið tekur á brotum á lögum sem löggjafarvaldið setur. Fari svo að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu, sem ætla má að verði raunin, að áfengislögin hafi verið brotin og að stjórnvöldin vilja óbreytt fyrirkomulag, þarf varla nokkru að breyta. En vilji stjórnmálmenn gjörbreytt fyrirkomulag, verða þeir að taka þá umræðu opinberlega og gera ítarlega grein fyrir því á hvaða forsendum þeir byggi afstöðu sína.Haft var eftir vínsala - „meintum“ lögbrjóti - sem hefur haft sig mjög í frammi í orði og á borði að frelsið sigri ætíð að lokum. En frelsi hvers? Það er reyndar augljóst að í hans huga snýst málið um hans eigið frelsi til að fara sínu fram óháð lögum. Ef lögin standi í vegi hans hljóti þeim að verða breytt. Einhver kynni að vilja nálgast þessa frelsisumræðu úr annarri átt og spyrja hvort til standi að frelsa samfélagið undan ágengni manna á borð við hann. Gróðaöfl eða almannaheill? Í sameiginlegri yfirlýsingu helstu forvarnarsamtaka landsins segir meðal annars: „ Samtökin skora á stjórnvöld að hlaupa ekki eftir þeim sem hafa hundsað landslög til að geta hagnast sem mest á sölu áfengis í eigin þágu á kostnað samfélagsins. Nær væri að hlusta á breiðfylkingu heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sem hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að fylgja stefnu sem sannreynt er að þjóni samfélaginu og sé til almannaheilla.“ Heilbrigðisráðherrann, Alma Möller, hefur tekið eindregna afstöðu í anda samþykktrar lýðheilsustefnu Alþingis og í samræmi við sameiginlegt álit heilbrigðisstétta landsins. Vonandi talar heibrigðisráðherrann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í þessu mikilvæga lýðheilsumáli. Hver sem persónuleg skoðun fjármála- og efnahagsráðherra kann að vera í þessu máli vona ég að hann sýni forvarnarsamtökum, heilbrigðisstéttum landsins og öðrum þeim aðilum sem áfengisvandinn brennur á þá virðingu að hlusta á rök þeirra og virða sjónarmið þeirra í þessu efni. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar