Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar 22. ágúst 2025 15:00 Mörg okkar þekkja það að vera þreytt, orkulaus eða áhugalaus í styttri tíma. En þegar þessi flatneskja heldur áfram vikum eða mánuðum saman og lífið virðist missa litina, gæti verið um þunglyndi að ræða. Það er ekki alltaf augljóst, margir halda áfram að mæta í vinnu, sinna fjölskyldu og gera allt sem þarf, en finna samt enga gleði. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin og muna að hjálp er til staðar. Að mörgu leyti er lífið svo sem alveg eins og það er vant að sér að vera. Ég mæti í vinnuna, sæki og skutla börnunum og held heimilinu gangandi. En undanfarnar vikur hefur eitthvað breyst. Ég geri sömu hlutina en mér líður eins og allt sé svo flatt Áður fannst mér gefandi að standa mig vel í vinnunni, gaman að eyða tíma með fjölskyldunni og hlakkaði til að sinna áhugamálunum mínum. Ég hef ekki orku í að sinna áhugamálunum lengur, og mér finnst ég ekki fá neitt út úr því hvort sem er. Nú geri ég einfaldlega það sem ég þarf að gera. Af vana og skyldurækni frekar en vilja eða löngun. Ég finn sífellt fyrir flatneskju og þreytu, sama hversu vel eða illa ég sef. Ég á erfitt með að einbeita mér og áður en ég veit af er ég kominn í síman að skrolla hugsunalaust. Ég skil ekki af hverju mér líður svona, er eitthvað að? Er þetta ekki bara leti eða aumingjaskapur? Er ég að fara í kulnun? Ég get nú svo sem enn gert allt sem ég þarf að gera, en eitthvað er breytt. Manneskjan í þessu skáldaða dæmi hér fyrir ofan gæti verið að finna fyrir þunglyndi. Mörgum kann að finnast það furðulegt, þar sem þessi lýsing kemur ekki endilega heim og saman við þær staðalmyndir sem margir kunna að hafa um þunglyndi. Staðalmyndir eins og: Svo lengi sem ég næ að gera allt sem ég þarf að gera, þá getur ekki verið að ég sé með “raunverulegt” vandamál. Algjör skortur á virkni er hins vegar ekki skilyrði fyrir því að greinast með þunglyndi. Margir sem finna fyrir þunglyndi ná enn að sinna öllu því sem þau “þurfa að gera” en eru samt að glíma við mjög svo raunverulegan vanda. Einkenni þunglyndis: Fólk getur fundið fyrir þunglyndu skapi (t.d. depurð, vonleysi, tómleikatilfinningu) og/eða finnur ekki lengur fyrir áhuga eða gleði vegna athafna sem veittu áður ánægju. Fólk lýsir því síðarnefnda oft sem “flatneskju”. Þessum breytingum í líðan geta einnig fylgt eftirfarandi fylgieinkenni Aukin eða minnkuð matarlyst Svefntruflanir (of lítill eða of mikill svefn) Líkamleg óeirð eða hægagangur (fremur sjaldgæft) Þreyta og/eða orkuleysi Endurteknar neikvæðar hugsanir um sjálfan sig eða fortíðina (grufl) Finnast maður einskis virði (lágt sjálfsmat) og/eða finna fyrir óhóflegri sektarkennd Skert hugræn geta og/eða einbeitingarerfiðleikar Hugsanir um að deyja eða sjálfsvígshugsanir Hvað er til ráða? En hvað er til ráða þegar maður finnur fyrir svona einkennum? Á Íslandi hefur notkun þunglyndislyfja aukist á síðustu árum og er meiri en í flestum OECD-löndum. Í nýlegri skýrslu frá Embætti landlæknis er bent á að mikilvægt sé að huga ekki bara að lyfjameðferð, heldur einnig að forvörnum, snemmtækri íhlutun og aðgengi að sálfræðimeðferð. Hugræn Atferlismeðferð og Atferlisvirkjun Ein gagnreynd meðferð við þunglyndi er hugræn atferlismeðferð (HAM). Þar hefur atferlisvirkjun sýnt sérlega góðan árangur. Hún byggir á þeirri hugmynd að vanlíðan leiði oft til þess að við drögum okkur í hlé. Það minnkar enn frekar ánægjulegar athafnir og við festumst í vítahring. Dæmi um vítahring: Í Atferlisvirkjun er markmiðið að brjóta hringinn með því að grípa aftur í það sem skiptir máli – jafnvel þótt það sé smátt í senn. Með því að breyta hegðun getum við smám saman breytt líðan. Til dæmis með því að bera kennsl á og breyta hegðun sem veldur vanlíðan og með því að brjóta niður hindranir sem koma í veg fyrir að við sinnum þeim athöfnum sem skipta okkur raunverulegu máli og stuðla að vellíðan. Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við einkenni þunglyndis þá hvet ég þig til að leita hjálpar. Höfundur er sálfræðingur á Domus Mentis geðheilsustöð Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heimildir Védís Helga Eiríksdóttir, Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Arnar Sigbjörnsson og Jón Óskar Guðlaugsson. (2024). Notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Talnabrunnur, 2024(5.), https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2aAiPwZ9ZzV3rshVpV8N7X/1432d716f78f9743eddc0f3b630cf7f9/Talnabrunnur_5tbl_2024.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Mörg okkar þekkja það að vera þreytt, orkulaus eða áhugalaus í styttri tíma. En þegar þessi flatneskja heldur áfram vikum eða mánuðum saman og lífið virðist missa litina, gæti verið um þunglyndi að ræða. Það er ekki alltaf augljóst, margir halda áfram að mæta í vinnu, sinna fjölskyldu og gera allt sem þarf, en finna samt enga gleði. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin og muna að hjálp er til staðar. Að mörgu leyti er lífið svo sem alveg eins og það er vant að sér að vera. Ég mæti í vinnuna, sæki og skutla börnunum og held heimilinu gangandi. En undanfarnar vikur hefur eitthvað breyst. Ég geri sömu hlutina en mér líður eins og allt sé svo flatt Áður fannst mér gefandi að standa mig vel í vinnunni, gaman að eyða tíma með fjölskyldunni og hlakkaði til að sinna áhugamálunum mínum. Ég hef ekki orku í að sinna áhugamálunum lengur, og mér finnst ég ekki fá neitt út úr því hvort sem er. Nú geri ég einfaldlega það sem ég þarf að gera. Af vana og skyldurækni frekar en vilja eða löngun. Ég finn sífellt fyrir flatneskju og þreytu, sama hversu vel eða illa ég sef. Ég á erfitt með að einbeita mér og áður en ég veit af er ég kominn í síman að skrolla hugsunalaust. Ég skil ekki af hverju mér líður svona, er eitthvað að? Er þetta ekki bara leti eða aumingjaskapur? Er ég að fara í kulnun? Ég get nú svo sem enn gert allt sem ég þarf að gera, en eitthvað er breytt. Manneskjan í þessu skáldaða dæmi hér fyrir ofan gæti verið að finna fyrir þunglyndi. Mörgum kann að finnast það furðulegt, þar sem þessi lýsing kemur ekki endilega heim og saman við þær staðalmyndir sem margir kunna að hafa um þunglyndi. Staðalmyndir eins og: Svo lengi sem ég næ að gera allt sem ég þarf að gera, þá getur ekki verið að ég sé með “raunverulegt” vandamál. Algjör skortur á virkni er hins vegar ekki skilyrði fyrir því að greinast með þunglyndi. Margir sem finna fyrir þunglyndi ná enn að sinna öllu því sem þau “þurfa að gera” en eru samt að glíma við mjög svo raunverulegan vanda. Einkenni þunglyndis: Fólk getur fundið fyrir þunglyndu skapi (t.d. depurð, vonleysi, tómleikatilfinningu) og/eða finnur ekki lengur fyrir áhuga eða gleði vegna athafna sem veittu áður ánægju. Fólk lýsir því síðarnefnda oft sem “flatneskju”. Þessum breytingum í líðan geta einnig fylgt eftirfarandi fylgieinkenni Aukin eða minnkuð matarlyst Svefntruflanir (of lítill eða of mikill svefn) Líkamleg óeirð eða hægagangur (fremur sjaldgæft) Þreyta og/eða orkuleysi Endurteknar neikvæðar hugsanir um sjálfan sig eða fortíðina (grufl) Finnast maður einskis virði (lágt sjálfsmat) og/eða finna fyrir óhóflegri sektarkennd Skert hugræn geta og/eða einbeitingarerfiðleikar Hugsanir um að deyja eða sjálfsvígshugsanir Hvað er til ráða? En hvað er til ráða þegar maður finnur fyrir svona einkennum? Á Íslandi hefur notkun þunglyndislyfja aukist á síðustu árum og er meiri en í flestum OECD-löndum. Í nýlegri skýrslu frá Embætti landlæknis er bent á að mikilvægt sé að huga ekki bara að lyfjameðferð, heldur einnig að forvörnum, snemmtækri íhlutun og aðgengi að sálfræðimeðferð. Hugræn Atferlismeðferð og Atferlisvirkjun Ein gagnreynd meðferð við þunglyndi er hugræn atferlismeðferð (HAM). Þar hefur atferlisvirkjun sýnt sérlega góðan árangur. Hún byggir á þeirri hugmynd að vanlíðan leiði oft til þess að við drögum okkur í hlé. Það minnkar enn frekar ánægjulegar athafnir og við festumst í vítahring. Dæmi um vítahring: Í Atferlisvirkjun er markmiðið að brjóta hringinn með því að grípa aftur í það sem skiptir máli – jafnvel þótt það sé smátt í senn. Með því að breyta hegðun getum við smám saman breytt líðan. Til dæmis með því að bera kennsl á og breyta hegðun sem veldur vanlíðan og með því að brjóta niður hindranir sem koma í veg fyrir að við sinnum þeim athöfnum sem skipta okkur raunverulegu máli og stuðla að vellíðan. Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við einkenni þunglyndis þá hvet ég þig til að leita hjálpar. Höfundur er sálfræðingur á Domus Mentis geðheilsustöð Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heimildir Védís Helga Eiríksdóttir, Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Arnar Sigbjörnsson og Jón Óskar Guðlaugsson. (2024). Notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Talnabrunnur, 2024(5.), https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2aAiPwZ9ZzV3rshVpV8N7X/1432d716f78f9743eddc0f3b630cf7f9/Talnabrunnur_5tbl_2024.pdf
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun