Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar 22. ágúst 2025 15:00 Mörg okkar þekkja það að vera þreytt, orkulaus eða áhugalaus í styttri tíma. En þegar þessi flatneskja heldur áfram vikum eða mánuðum saman og lífið virðist missa litina, gæti verið um þunglyndi að ræða. Það er ekki alltaf augljóst, margir halda áfram að mæta í vinnu, sinna fjölskyldu og gera allt sem þarf, en finna samt enga gleði. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin og muna að hjálp er til staðar. Að mörgu leyti er lífið svo sem alveg eins og það er vant að sér að vera. Ég mæti í vinnuna, sæki og skutla börnunum og held heimilinu gangandi. En undanfarnar vikur hefur eitthvað breyst. Ég geri sömu hlutina en mér líður eins og allt sé svo flatt Áður fannst mér gefandi að standa mig vel í vinnunni, gaman að eyða tíma með fjölskyldunni og hlakkaði til að sinna áhugamálunum mínum. Ég hef ekki orku í að sinna áhugamálunum lengur, og mér finnst ég ekki fá neitt út úr því hvort sem er. Nú geri ég einfaldlega það sem ég þarf að gera. Af vana og skyldurækni frekar en vilja eða löngun. Ég finn sífellt fyrir flatneskju og þreytu, sama hversu vel eða illa ég sef. Ég á erfitt með að einbeita mér og áður en ég veit af er ég kominn í síman að skrolla hugsunalaust. Ég skil ekki af hverju mér líður svona, er eitthvað að? Er þetta ekki bara leti eða aumingjaskapur? Er ég að fara í kulnun? Ég get nú svo sem enn gert allt sem ég þarf að gera, en eitthvað er breytt. Manneskjan í þessu skáldaða dæmi hér fyrir ofan gæti verið að finna fyrir þunglyndi. Mörgum kann að finnast það furðulegt, þar sem þessi lýsing kemur ekki endilega heim og saman við þær staðalmyndir sem margir kunna að hafa um þunglyndi. Staðalmyndir eins og: Svo lengi sem ég næ að gera allt sem ég þarf að gera, þá getur ekki verið að ég sé með “raunverulegt” vandamál. Algjör skortur á virkni er hins vegar ekki skilyrði fyrir því að greinast með þunglyndi. Margir sem finna fyrir þunglyndi ná enn að sinna öllu því sem þau “þurfa að gera” en eru samt að glíma við mjög svo raunverulegan vanda. Einkenni þunglyndis: Fólk getur fundið fyrir þunglyndu skapi (t.d. depurð, vonleysi, tómleikatilfinningu) og/eða finnur ekki lengur fyrir áhuga eða gleði vegna athafna sem veittu áður ánægju. Fólk lýsir því síðarnefnda oft sem “flatneskju”. Þessum breytingum í líðan geta einnig fylgt eftirfarandi fylgieinkenni Aukin eða minnkuð matarlyst Svefntruflanir (of lítill eða of mikill svefn) Líkamleg óeirð eða hægagangur (fremur sjaldgæft) Þreyta og/eða orkuleysi Endurteknar neikvæðar hugsanir um sjálfan sig eða fortíðina (grufl) Finnast maður einskis virði (lágt sjálfsmat) og/eða finna fyrir óhóflegri sektarkennd Skert hugræn geta og/eða einbeitingarerfiðleikar Hugsanir um að deyja eða sjálfsvígshugsanir Hvað er til ráða? En hvað er til ráða þegar maður finnur fyrir svona einkennum? Á Íslandi hefur notkun þunglyndislyfja aukist á síðustu árum og er meiri en í flestum OECD-löndum. Í nýlegri skýrslu frá Embætti landlæknis er bent á að mikilvægt sé að huga ekki bara að lyfjameðferð, heldur einnig að forvörnum, snemmtækri íhlutun og aðgengi að sálfræðimeðferð. Hugræn Atferlismeðferð og Atferlisvirkjun Ein gagnreynd meðferð við þunglyndi er hugræn atferlismeðferð (HAM). Þar hefur atferlisvirkjun sýnt sérlega góðan árangur. Hún byggir á þeirri hugmynd að vanlíðan leiði oft til þess að við drögum okkur í hlé. Það minnkar enn frekar ánægjulegar athafnir og við festumst í vítahring. Dæmi um vítahring: Í Atferlisvirkjun er markmiðið að brjóta hringinn með því að grípa aftur í það sem skiptir máli – jafnvel þótt það sé smátt í senn. Með því að breyta hegðun getum við smám saman breytt líðan. Til dæmis með því að bera kennsl á og breyta hegðun sem veldur vanlíðan og með því að brjóta niður hindranir sem koma í veg fyrir að við sinnum þeim athöfnum sem skipta okkur raunverulegu máli og stuðla að vellíðan. Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við einkenni þunglyndis þá hvet ég þig til að leita hjálpar. Höfundur er sálfræðingur á Domus Mentis geðheilsustöð Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heimildir Védís Helga Eiríksdóttir, Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Arnar Sigbjörnsson og Jón Óskar Guðlaugsson. (2024). Notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Talnabrunnur, 2024(5.), https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2aAiPwZ9ZzV3rshVpV8N7X/1432d716f78f9743eddc0f3b630cf7f9/Talnabrunnur_5tbl_2024.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg okkar þekkja það að vera þreytt, orkulaus eða áhugalaus í styttri tíma. En þegar þessi flatneskja heldur áfram vikum eða mánuðum saman og lífið virðist missa litina, gæti verið um þunglyndi að ræða. Það er ekki alltaf augljóst, margir halda áfram að mæta í vinnu, sinna fjölskyldu og gera allt sem þarf, en finna samt enga gleði. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin og muna að hjálp er til staðar. Að mörgu leyti er lífið svo sem alveg eins og það er vant að sér að vera. Ég mæti í vinnuna, sæki og skutla börnunum og held heimilinu gangandi. En undanfarnar vikur hefur eitthvað breyst. Ég geri sömu hlutina en mér líður eins og allt sé svo flatt Áður fannst mér gefandi að standa mig vel í vinnunni, gaman að eyða tíma með fjölskyldunni og hlakkaði til að sinna áhugamálunum mínum. Ég hef ekki orku í að sinna áhugamálunum lengur, og mér finnst ég ekki fá neitt út úr því hvort sem er. Nú geri ég einfaldlega það sem ég þarf að gera. Af vana og skyldurækni frekar en vilja eða löngun. Ég finn sífellt fyrir flatneskju og þreytu, sama hversu vel eða illa ég sef. Ég á erfitt með að einbeita mér og áður en ég veit af er ég kominn í síman að skrolla hugsunalaust. Ég skil ekki af hverju mér líður svona, er eitthvað að? Er þetta ekki bara leti eða aumingjaskapur? Er ég að fara í kulnun? Ég get nú svo sem enn gert allt sem ég þarf að gera, en eitthvað er breytt. Manneskjan í þessu skáldaða dæmi hér fyrir ofan gæti verið að finna fyrir þunglyndi. Mörgum kann að finnast það furðulegt, þar sem þessi lýsing kemur ekki endilega heim og saman við þær staðalmyndir sem margir kunna að hafa um þunglyndi. Staðalmyndir eins og: Svo lengi sem ég næ að gera allt sem ég þarf að gera, þá getur ekki verið að ég sé með “raunverulegt” vandamál. Algjör skortur á virkni er hins vegar ekki skilyrði fyrir því að greinast með þunglyndi. Margir sem finna fyrir þunglyndi ná enn að sinna öllu því sem þau “þurfa að gera” en eru samt að glíma við mjög svo raunverulegan vanda. Einkenni þunglyndis: Fólk getur fundið fyrir þunglyndu skapi (t.d. depurð, vonleysi, tómleikatilfinningu) og/eða finnur ekki lengur fyrir áhuga eða gleði vegna athafna sem veittu áður ánægju. Fólk lýsir því síðarnefnda oft sem “flatneskju”. Þessum breytingum í líðan geta einnig fylgt eftirfarandi fylgieinkenni Aukin eða minnkuð matarlyst Svefntruflanir (of lítill eða of mikill svefn) Líkamleg óeirð eða hægagangur (fremur sjaldgæft) Þreyta og/eða orkuleysi Endurteknar neikvæðar hugsanir um sjálfan sig eða fortíðina (grufl) Finnast maður einskis virði (lágt sjálfsmat) og/eða finna fyrir óhóflegri sektarkennd Skert hugræn geta og/eða einbeitingarerfiðleikar Hugsanir um að deyja eða sjálfsvígshugsanir Hvað er til ráða? En hvað er til ráða þegar maður finnur fyrir svona einkennum? Á Íslandi hefur notkun þunglyndislyfja aukist á síðustu árum og er meiri en í flestum OECD-löndum. Í nýlegri skýrslu frá Embætti landlæknis er bent á að mikilvægt sé að huga ekki bara að lyfjameðferð, heldur einnig að forvörnum, snemmtækri íhlutun og aðgengi að sálfræðimeðferð. Hugræn Atferlismeðferð og Atferlisvirkjun Ein gagnreynd meðferð við þunglyndi er hugræn atferlismeðferð (HAM). Þar hefur atferlisvirkjun sýnt sérlega góðan árangur. Hún byggir á þeirri hugmynd að vanlíðan leiði oft til þess að við drögum okkur í hlé. Það minnkar enn frekar ánægjulegar athafnir og við festumst í vítahring. Dæmi um vítahring: Í Atferlisvirkjun er markmiðið að brjóta hringinn með því að grípa aftur í það sem skiptir máli – jafnvel þótt það sé smátt í senn. Með því að breyta hegðun getum við smám saman breytt líðan. Til dæmis með því að bera kennsl á og breyta hegðun sem veldur vanlíðan og með því að brjóta niður hindranir sem koma í veg fyrir að við sinnum þeim athöfnum sem skipta okkur raunverulegu máli og stuðla að vellíðan. Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við einkenni þunglyndis þá hvet ég þig til að leita hjálpar. Höfundur er sálfræðingur á Domus Mentis geðheilsustöð Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heimildir Védís Helga Eiríksdóttir, Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Arnar Sigbjörnsson og Jón Óskar Guðlaugsson. (2024). Notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Talnabrunnur, 2024(5.), https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2aAiPwZ9ZzV3rshVpV8N7X/1432d716f78f9743eddc0f3b630cf7f9/Talnabrunnur_5tbl_2024.pdf
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun