Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar 18. ágúst 2025 07:32 Árið er 2050.Dóttir mín, sem nú er að fara í 10. bekk, verður þá orðin fertug – í blóma lífsins, rétt að komast á miðjan aldur. Ég hugsa oft til framtíðar hennar. Hvernig mun daglegt líf hennar líta út? Verður samfélagið sem hún býr í öruggt og traust? Mun hún anda að sér hreinu lofti – eða mun loftmengun hafa áhrif á heilsu hennar? Höfum við brugðist af festu við ógn loftslagsbreytinga og hruns vistkerfa – eða mun það grafa undan heilsu hennar, öryggi og framtíðarmöguleikum? Loftslagsváin ekki lengur fjarlæg Loftslagsváin er ekki lengur fjarlæg ógn heldur veruleiki sem þegar hefur áhrif á líf okkar. Jöklar hopa, hafið súrnar og öfgakenndir veðuratburðir verða tíðari. Flóð, þurrkar og hitabylgjur hafa þegar skilið eftir sig djúp spor – í vistkerfum, samfélögum og hjá fólki um allan heim. Þetta eru ekki einungis umhverfismál heldur bein mannleg ógn. Loftslagsváin hefur áhrif á heilsu okkar, fæðuöryggi, búsetu og stöðugleika samfélaga – og hún fléttast saman við aðrar áskoranir eins og veikara lýðræði, minnkandi traust og vaxandi ójöfnuð. Næstu ár skipta máli Í nýjustu áhættuskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram mat þess efnis að helstu ógnir næstu tveggja ára tengist upplýsingaóreiðu, veðuröfgum, átökum og klofningi samfélaga. Þetta endurspeglar þá óvissu sem við upplifum nú þegar í daglegu lífi. Þegar litið er lengra fram í tímann – til næstu tíu ára – er metið að loftslagstengd öfgaveður, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og skortur á auðlindum verði helstu ógnir við heilsu okkar, fæðuöryggi og stöðugleika samfélaga. Þetta er áminning um að náttúran er ekki eitthvað sem við skoðum utan frá – hún er lífæðin okkar. Ef við göngum ekki af virðingu og ábyrgð um hana, þá glötum við meira en jarðvegi, plöntum og dýrum – við glötum öryggi, trausti, heilsu og möguleikum framtíðarkynslóða. Að sjá stóru myndina Það er löngu tímabært að við horfum á stóru myndina – og við sjáum áskoranir heimsins í samhengi. Við höfum of lengi talað um „loftslagsmál“, „lífríkismál“, „efnahagsmál“ og „samfélagsmál“ eins og þetta séu óskyld málefni – þegar þau eru í raun órofa tengd. Loftslagsváin og hnignun lífríkisins hafa bein áhrif á heilsu okkar, efnahag og öryggi samfélaga. Á sama tíma ræður það sem við gerum – eða gerum ekki – í samfélags- og efnahagsmálum miklu um getu okkar til að bregðast við þessum áskorunum, vernda vistkerfi og tryggja stöðugleika til framtíðar. Það getur verið villandi – og jafnvel varasamt – að einangra flókin mál og reyna að leysa þau hvert í sínu horni. Heimurinn virkar ekki þannig. Lífið virkar ekki þannig. Við þurfum að horfa á þessi mál í samhengi og eiga samtal sem tengir punktana - samtal sem byggir á virðingu, forvitni og skilningi. Lausnirnar fást með samvinnu, heildarsýn og hugrekki til að horfa á stóru myndina og bregðast við af ábyrgð. Nú þurfum við stórhuga framtíðarsýn. Ég hvet stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir – og okkur öll – til að horfa til ársins 2050, ekki aðeins til næsta fjárlagafrumvarps eða næsta ársfjórðungsuppgjörs. Árið 2050 er nefnilega nær en okkur grunar. Hlustum á vísindin, tökumst af krafti á við loftslagsvána, verndum og endurheimtum vistkerfi og vinnum markvisst að því að byggja upp traust og samstöðu í samfélaginu. Náttúran er ekki eitthvað utan okkar – við erum hluti af henni. Hún er grunnurinn sem allt byggir á. Þegar við vanrækjum hana, töpum við sjálfum okkur. Svörum kalli framtíðarinnar Því spyr ég: Hvaða samfélag viljum við búa afkomendum okkar árið 2050? Og hvað ætlum við að gera í dag – svo dóttir mín, og börnin okkar allra, geti lifað lífi sem einkennist af öryggi, tækifærum og heilbrigðu umhverfi – í heimi sem skilur að náttúran, samfélagið og efnahagurinn eru hluti af sama kerfi. Ekki í heimi sem mótast af afleiðingum þeirra ákvarðana sem okkur skorti þor til að taka. Höfundur er forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2050.Dóttir mín, sem nú er að fara í 10. bekk, verður þá orðin fertug – í blóma lífsins, rétt að komast á miðjan aldur. Ég hugsa oft til framtíðar hennar. Hvernig mun daglegt líf hennar líta út? Verður samfélagið sem hún býr í öruggt og traust? Mun hún anda að sér hreinu lofti – eða mun loftmengun hafa áhrif á heilsu hennar? Höfum við brugðist af festu við ógn loftslagsbreytinga og hruns vistkerfa – eða mun það grafa undan heilsu hennar, öryggi og framtíðarmöguleikum? Loftslagsváin ekki lengur fjarlæg Loftslagsváin er ekki lengur fjarlæg ógn heldur veruleiki sem þegar hefur áhrif á líf okkar. Jöklar hopa, hafið súrnar og öfgakenndir veðuratburðir verða tíðari. Flóð, þurrkar og hitabylgjur hafa þegar skilið eftir sig djúp spor – í vistkerfum, samfélögum og hjá fólki um allan heim. Þetta eru ekki einungis umhverfismál heldur bein mannleg ógn. Loftslagsváin hefur áhrif á heilsu okkar, fæðuöryggi, búsetu og stöðugleika samfélaga – og hún fléttast saman við aðrar áskoranir eins og veikara lýðræði, minnkandi traust og vaxandi ójöfnuð. Næstu ár skipta máli Í nýjustu áhættuskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram mat þess efnis að helstu ógnir næstu tveggja ára tengist upplýsingaóreiðu, veðuröfgum, átökum og klofningi samfélaga. Þetta endurspeglar þá óvissu sem við upplifum nú þegar í daglegu lífi. Þegar litið er lengra fram í tímann – til næstu tíu ára – er metið að loftslagstengd öfgaveður, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og skortur á auðlindum verði helstu ógnir við heilsu okkar, fæðuöryggi og stöðugleika samfélaga. Þetta er áminning um að náttúran er ekki eitthvað sem við skoðum utan frá – hún er lífæðin okkar. Ef við göngum ekki af virðingu og ábyrgð um hana, þá glötum við meira en jarðvegi, plöntum og dýrum – við glötum öryggi, trausti, heilsu og möguleikum framtíðarkynslóða. Að sjá stóru myndina Það er löngu tímabært að við horfum á stóru myndina – og við sjáum áskoranir heimsins í samhengi. Við höfum of lengi talað um „loftslagsmál“, „lífríkismál“, „efnahagsmál“ og „samfélagsmál“ eins og þetta séu óskyld málefni – þegar þau eru í raun órofa tengd. Loftslagsváin og hnignun lífríkisins hafa bein áhrif á heilsu okkar, efnahag og öryggi samfélaga. Á sama tíma ræður það sem við gerum – eða gerum ekki – í samfélags- og efnahagsmálum miklu um getu okkar til að bregðast við þessum áskorunum, vernda vistkerfi og tryggja stöðugleika til framtíðar. Það getur verið villandi – og jafnvel varasamt – að einangra flókin mál og reyna að leysa þau hvert í sínu horni. Heimurinn virkar ekki þannig. Lífið virkar ekki þannig. Við þurfum að horfa á þessi mál í samhengi og eiga samtal sem tengir punktana - samtal sem byggir á virðingu, forvitni og skilningi. Lausnirnar fást með samvinnu, heildarsýn og hugrekki til að horfa á stóru myndina og bregðast við af ábyrgð. Nú þurfum við stórhuga framtíðarsýn. Ég hvet stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir – og okkur öll – til að horfa til ársins 2050, ekki aðeins til næsta fjárlagafrumvarps eða næsta ársfjórðungsuppgjörs. Árið 2050 er nefnilega nær en okkur grunar. Hlustum á vísindin, tökumst af krafti á við loftslagsvána, verndum og endurheimtum vistkerfi og vinnum markvisst að því að byggja upp traust og samstöðu í samfélaginu. Náttúran er ekki eitthvað utan okkar – við erum hluti af henni. Hún er grunnurinn sem allt byggir á. Þegar við vanrækjum hana, töpum við sjálfum okkur. Svörum kalli framtíðarinnar Því spyr ég: Hvaða samfélag viljum við búa afkomendum okkar árið 2050? Og hvað ætlum við að gera í dag – svo dóttir mín, og börnin okkar allra, geti lifað lífi sem einkennist af öryggi, tækifærum og heilbrigðu umhverfi – í heimi sem skilur að náttúran, samfélagið og efnahagurinn eru hluti af sama kerfi. Ekki í heimi sem mótast af afleiðingum þeirra ákvarðana sem okkur skorti þor til að taka. Höfundur er forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun