Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 12. ágúst 2025 10:30 Í fjölmiðlum á síðustu dögum hefur Arnar Ævarsson, fyrrverandi verkefnastjóri ytra mats hjá Reykjavíkurborg vakið athygli fyrir afar hörð ummæli um ástand mats á skólastarfi á Íslandi. Hann fullyrðir að innra og ytra mat sé „algjört fúsk“, að skólakerfið einkennist af „metnaðarleysi og meðvirkni“ og að það ríki „engin fagleg viðmiðun“ í eftirliti með gæðum skólastarfs. Þó vissulega séu veikleikar til staðar í framkvæmd innra og ytra mats, eins og rakið hefur verið í fjölda skýrslna og greininga, eru yfirlýsingar hans illa ígrundaðar og skortir allan faglegan og gagnrýnin rökstuðning. Órökstudd ásökun um meðvirkni skólastjórnenda Arnar heldur því fram að skólastjórnendur séu „meðvirkir“ og geri ekkert til að bæta skólana. Meðvirkni er tilfinningalegt samspil sem lýsir ósjálfstæði og afneitun. Að varpa því yfir á fagstétt án skilgreiningar eða rökstuðnings er ekki sanngjarnt né faglegt. Þessi ásökun er ekkert annað en alhæfing sem hvorki byggist á gögnum né styðst við fræðilegar greiningar. Hann nefnir ekki dæmi um mælanlega hegðun sem sýni meðvirkni, né dregur hann fram gögn sem sýna að skólastjórar hafni umbótum eða faglegri innleiðingu mats. Þvert á móti sýna rannsóknir eins og meistararitgerð undirritaðs (2019) að skólastjórar vilja svo sannarlega taka þátt í umbótum enda þeirra faglega skylda en skortur á stuðningi, tíma og fjármagni hamli því oft. Tilvísanir í ytra mat byggðar á reynslu úr einu sveitarfélagi Arnar gagnrýnir sérstaklega Reykjavíkurborg og gefur í skyn að sú reynsla endurspegli stöðu alls landsins. Það er fræðilega varhugavert svo ekki sé kveðið fastar að orði að yfirfæra niðurstöður eða upplifun úr einu umhverfi á landið í heild. Nálgun hans brýtur gegn grundvallarreglum eigindlegra rannsókna, þar sem samhengi og aðstæður ráða túlkun. Reykjavíkurborg hefur í mörgum tilfellum dregið vagninn í að framkvæma ytra mat á sínum skólum og þannig verið leiðandi í að innleiða umbótamiðað ferli. Í öðrum sveitarfélögum hafa skólastjórar og fræðsluyfirvöld einnig unnið að umbótum með árangursríkri þróun á innra og ytra mati (t.d. í Hafnarfirði og Ísafjarðarbæ) sem sýnir að staðan er mun fjölbreyttari en Arnar gefur til kynna. Rangfærslur um að engin skóli framkvæmi innra mat á réttan hátt Fullyrðing hans um að „enginn skóli framkvæmi innra mat“ á réttan hátt stenst ekki. Þó hægt sé að gagnrýna gæði og dýpt innra mats í sumum skólum, liggja fyrir fjölmargar matsáætlanir sem hafa verið metnar sem faglegar í ytra mati (sjá t.d. ytra mat á Gerðaskóla, Grunnskóla Vestmannaeyja, og Fellaskóla 2021). Innra mat er lögbundið og misvel útfært, en það er einfaldlega röng og ósanngjörn alhæfing að það sé hvergi framkvæmt á réttan hátt. Óvönduð framsetning dregur úr trúverðugleika gagnrýni Lýsingar á skólakerfinu sem „fyrirtæki sem vonar að það endi ekki í blöðunum“ og að matsferlið sé „feluleikur“ eru lýsingar sem byggjast á tilfinningalegum áhrifum en ekki faglegri greiningu. Slík orðræða þjónar fremur dramatískri framsetningu en eflingu umræðu um umbætur. Hún getur grafið undan trausti á kennurum og stjórnendum, og ýtt skólasamfélaginu í vörn frekar en samvinnu. Réttmætar áhyggjur af fjárskorti – en takmarkaður rökstuðningur um afleiðingar Það er rétt að fjárveitingar til ytra mats hafa dregist saman og er það áhyggjuefni. En í stað þess að sýna fram á hvernig þessi samdráttur hefur haft áhrif á tiltekin viðmið, kennsluhætti eða þjónustu við nemendur velur hann að gefa í skyn að „allt kerfið“ sé spillt. Slík ummæli eru ekki bara órökstudd – þau eru hættuleg. Þau kasta rýrð á þúsundir kennara og stjórnenda sem daglega vinna af heilindum að því að veita börnum menntun og stuðning við ótrúlega flóknar aðstæður. Hvers konar faglegt samtal viljum við? Krafa um gagnrýni á menntakerfið er eðlileg og nauðsynleg. En til þess að hún verði uppbyggileg þarf hún m.a. að byggjast á: Raungögnum – ekki tilfinningalegum dómum. Greiningu á fjölbreyttum aðstæðum – ekki eigin reynslu eingöngu. Skýrri aðgreiningu – milli kerfisgalla og einstakra þátta. Tillögum að úrbótum – ekki bara lýsingu á vandanum. Niðurstaða Arnar Ævarsson hefur vakið athygli á mikilvægu máli: skorti á reglubundnu og faglegu ytra mati. Því ber að fagna. En orðræða hans einkennist af dramatískum alhæfingum og lítt rökstuddum ásökunum um meðvirkni, metnaðarleysi og fölsun. Slíkt dregur úr möguleikum til umbóta, grefur undan trausti og veikir umræðuna sem hann sjálfur segist vilja efla. Faglegt samtal þarf að byggjast á málefnalegri gagnrýni en einnig virðingu fyrir þeirri vinnu sem er unnin og því fjölbreytta landslagi sem íslenskir grunnskólar starfa í. Í stað þess að slá fram yfirlýsingum eins og „allt er fúsk“ þá væri áhrifaríkara að byggja upp rökstudda greiningu, styðja við þá sem vilja bæta starf sitt – og skapa þannig raunverulegan hvata til umbóta. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum á síðustu dögum hefur Arnar Ævarsson, fyrrverandi verkefnastjóri ytra mats hjá Reykjavíkurborg vakið athygli fyrir afar hörð ummæli um ástand mats á skólastarfi á Íslandi. Hann fullyrðir að innra og ytra mat sé „algjört fúsk“, að skólakerfið einkennist af „metnaðarleysi og meðvirkni“ og að það ríki „engin fagleg viðmiðun“ í eftirliti með gæðum skólastarfs. Þó vissulega séu veikleikar til staðar í framkvæmd innra og ytra mats, eins og rakið hefur verið í fjölda skýrslna og greininga, eru yfirlýsingar hans illa ígrundaðar og skortir allan faglegan og gagnrýnin rökstuðning. Órökstudd ásökun um meðvirkni skólastjórnenda Arnar heldur því fram að skólastjórnendur séu „meðvirkir“ og geri ekkert til að bæta skólana. Meðvirkni er tilfinningalegt samspil sem lýsir ósjálfstæði og afneitun. Að varpa því yfir á fagstétt án skilgreiningar eða rökstuðnings er ekki sanngjarnt né faglegt. Þessi ásökun er ekkert annað en alhæfing sem hvorki byggist á gögnum né styðst við fræðilegar greiningar. Hann nefnir ekki dæmi um mælanlega hegðun sem sýni meðvirkni, né dregur hann fram gögn sem sýna að skólastjórar hafni umbótum eða faglegri innleiðingu mats. Þvert á móti sýna rannsóknir eins og meistararitgerð undirritaðs (2019) að skólastjórar vilja svo sannarlega taka þátt í umbótum enda þeirra faglega skylda en skortur á stuðningi, tíma og fjármagni hamli því oft. Tilvísanir í ytra mat byggðar á reynslu úr einu sveitarfélagi Arnar gagnrýnir sérstaklega Reykjavíkurborg og gefur í skyn að sú reynsla endurspegli stöðu alls landsins. Það er fræðilega varhugavert svo ekki sé kveðið fastar að orði að yfirfæra niðurstöður eða upplifun úr einu umhverfi á landið í heild. Nálgun hans brýtur gegn grundvallarreglum eigindlegra rannsókna, þar sem samhengi og aðstæður ráða túlkun. Reykjavíkurborg hefur í mörgum tilfellum dregið vagninn í að framkvæma ytra mat á sínum skólum og þannig verið leiðandi í að innleiða umbótamiðað ferli. Í öðrum sveitarfélögum hafa skólastjórar og fræðsluyfirvöld einnig unnið að umbótum með árangursríkri þróun á innra og ytra mati (t.d. í Hafnarfirði og Ísafjarðarbæ) sem sýnir að staðan er mun fjölbreyttari en Arnar gefur til kynna. Rangfærslur um að engin skóli framkvæmi innra mat á réttan hátt Fullyrðing hans um að „enginn skóli framkvæmi innra mat“ á réttan hátt stenst ekki. Þó hægt sé að gagnrýna gæði og dýpt innra mats í sumum skólum, liggja fyrir fjölmargar matsáætlanir sem hafa verið metnar sem faglegar í ytra mati (sjá t.d. ytra mat á Gerðaskóla, Grunnskóla Vestmannaeyja, og Fellaskóla 2021). Innra mat er lögbundið og misvel útfært, en það er einfaldlega röng og ósanngjörn alhæfing að það sé hvergi framkvæmt á réttan hátt. Óvönduð framsetning dregur úr trúverðugleika gagnrýni Lýsingar á skólakerfinu sem „fyrirtæki sem vonar að það endi ekki í blöðunum“ og að matsferlið sé „feluleikur“ eru lýsingar sem byggjast á tilfinningalegum áhrifum en ekki faglegri greiningu. Slík orðræða þjónar fremur dramatískri framsetningu en eflingu umræðu um umbætur. Hún getur grafið undan trausti á kennurum og stjórnendum, og ýtt skólasamfélaginu í vörn frekar en samvinnu. Réttmætar áhyggjur af fjárskorti – en takmarkaður rökstuðningur um afleiðingar Það er rétt að fjárveitingar til ytra mats hafa dregist saman og er það áhyggjuefni. En í stað þess að sýna fram á hvernig þessi samdráttur hefur haft áhrif á tiltekin viðmið, kennsluhætti eða þjónustu við nemendur velur hann að gefa í skyn að „allt kerfið“ sé spillt. Slík ummæli eru ekki bara órökstudd – þau eru hættuleg. Þau kasta rýrð á þúsundir kennara og stjórnenda sem daglega vinna af heilindum að því að veita börnum menntun og stuðning við ótrúlega flóknar aðstæður. Hvers konar faglegt samtal viljum við? Krafa um gagnrýni á menntakerfið er eðlileg og nauðsynleg. En til þess að hún verði uppbyggileg þarf hún m.a. að byggjast á: Raungögnum – ekki tilfinningalegum dómum. Greiningu á fjölbreyttum aðstæðum – ekki eigin reynslu eingöngu. Skýrri aðgreiningu – milli kerfisgalla og einstakra þátta. Tillögum að úrbótum – ekki bara lýsingu á vandanum. Niðurstaða Arnar Ævarsson hefur vakið athygli á mikilvægu máli: skorti á reglubundnu og faglegu ytra mati. Því ber að fagna. En orðræða hans einkennist af dramatískum alhæfingum og lítt rökstuddum ásökunum um meðvirkni, metnaðarleysi og fölsun. Slíkt dregur úr möguleikum til umbóta, grefur undan trausti og veikir umræðuna sem hann sjálfur segist vilja efla. Faglegt samtal þarf að byggjast á málefnalegri gagnrýni en einnig virðingu fyrir þeirri vinnu sem er unnin og því fjölbreytta landslagi sem íslenskir grunnskólar starfa í. Í stað þess að slá fram yfirlýsingum eins og „allt er fúsk“ þá væri áhrifaríkara að byggja upp rökstudda greiningu, styðja við þá sem vilja bæta starf sitt – og skapa þannig raunverulegan hvata til umbóta. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar