Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2025 07:01 The Naked Gun og Happy Gilmore 2 fara ólíkar leiðir í framhaldsmyndar-nálgun sinni. Neeson og Anderson skína skært en Sandler virkar lúinn. Tvær framhaldsmyndir sígildra gamanmynda komu út fyrir skömmu. Önnur er ófrumleg endurnýting á gömlu efni meðan hin er ferskt framhald sem bryddar upp á nýjungum um leið og hún heiðrar forvera sína. Hér er um að ræða The Naked Gun og Happy Gilmore 2 en þar mætast tveir ólíkir skólar, allavega hvað dreifingu vaðar. Annars vegar bíó-mynd sem þú hlærð að með ókunnugu fólki meðan þú kjamsar á poppi og sötrar kók. Hins vegar streymisveitu-mynd sem þú horfir á heima, getur stöðvað þegar þér sýnist og horft á aftur og aftur. Grínmyndum í bíó hefur fækkað gríðarlega, þær þykja ekki nógu miklar „bíómyndir“ og enda hvort eð er á veitunum. Almennt hafa streymisveitur hoggið stór skörð í bíómarkaðinn. En grínmyndaúrvalið hefur snarversnað eins og sést þegar horfið er 36 ár aftur í tímann. Hvað er í bíó? Dagurinn er 11. ágúst 1989 og þig langar að kíkja á gamanmynd í bíó. Þú getur farið á Regnmanninn í Bíóborginni; Fiskinn Wöndu, Guðirnir hljóta að vera geggjaðir 2, Lögregluskólann 6 eða Þrjú á flótta í Bíóhöllinni; Fletch lifir eða Geggjaða granna í Laugarásbíó; Magnús eða Barón Munchausen í Stjörnubíó eða þá Svikahrappa, Gift mafíunni, Konur á barmi taugaáfalls eða Beint á ská í Regnboganum. Þrettán nýjar grínmyndir! Alvöru valkvíði í bíó 1989. Og þetta eru ekki einu sinni allar grínmyndirnar. Dagurinn er 11. ágúst 2025 og þig langar að kíkja á gamanmynd í bíó. Þú getur farið að sjá Freakier Friday eða The Naked Gun í Smárabíó, Sambíóunum og Laugarásbíó, The Phoenician Scheme (sem var frumsýnd í maí) í Bíó Paradís og Spaceballs frá 1987 í Kringlunni. Með öðrum orðum: tvær glænýjar grínmyndir (sem eru reyndar báðar framhald af áratugagömlum myndum). Þrjár mis-nýjar grínmyndir sem eru í bíó um þessar mundir. Svo geturðu líka haldið þig heima, farið inn á streymisveitu og horft á gamla grínmynd (til dæmis Beint á ská eða Happy Gilmore). Ef þú ert heppinn þá detta stundum inn nýjar myndir framleiddar af veitunum sjálfum, eins og Happy Gilmore 2. Svona er statt fyrir grínmyndinni, rómantísku gamanmyndinni og lítið blockbuster-vænum myndum. Með tilkomu streymisveitna hefur bæði hegðun neytenda og kvikmyndastúdíóa breyst þannig við fáum varla að sjá kómedíur lengur í bíó – við verðum bara að horfa á þær heima. Það var því kærkomið að frétta að grínmyndin The Naked Gun færi ekki beint á veiturnar heldur fengi fólk að sjá þær í bíó. Hin vanmetna skopstæling Ein undirtegund gamanmyndarinnar sem hefur átt sérlega erfitt uppdráttar síðustu ár er paródían (e. spoof film) sem byggir grín sitt á skopstælingum á öðrum verkum. Marx-bræður lögðu grunninn, Mel Brooks fullkomnaði formið og Friedberg og Seltzer drógu greinina í svaðið. Undirgreinin teygir anga sína öld aftur í tímann, óx á fyrri hluta síðustu aldar með grínistum á borð við Laurel og Hardy og Marx-bræður og náði hámarki á áttunda og níunda áratugnum með verkum Mel Brooks og ZAZ-tríósins. Upp úr aldamótum kom út dágóður fjöldi af hryllilega lélegum paródíumyndum (Epic Movie, Disaster Movie og Scary Movie-serían) sem fóru langt með að kála greininni. Einna bestir í skopstælingunni voru ZAZ-tríóið sem samanstóð af Jim Abrams og bræðrunum David og Jerry Zucker. Fyrsta verk tríósins var handrit sketsamyndarinnar The Kentucky Fried Movie (1977) sem John Landis leikstýrði. Leslie Nielsen og Robert Hays í Airplane! sem er sögð hafa hæsta hláturhlutfall kvikmyndasögunnar. Sú gekk vel og næsta verkefni ZAZ var að skrifa, leikstýra og framleiða Airplane! (1980) sem tekur fyrir stórslysamyndagreinina, er gjarnan flokkuð með bestu grínmyndum sögunnar og markaði tímamót sem fyrsta grínhlutverk Leslie Nielsen. ZAZ unnu áfram með Nielsen að sjónvarpsþáttunum Police Squad! (1982) en þeir floppuðu illa og voru teknir af dagskrá. Tríóið var þó ekki búið að hæðast að lögreglunni og eftir að hafa slegið í gegn með Top Secret! (1984) gerðu þeir The Naked Gun: From the Files of Police Squad! (1988) eða Beint á ská. Þar hittu ZAZ aftur á gullæð, myndin naut gríðarlegra vinsælda og gat af sér tvær framhaldsmyndir. Eftir það tvístraðist hópurinn og fóru þremenningarnir í ólíkar áttir. Leslie Nielsen hélt sig við grínið og lék í ógrynni misgóðra gamanmynda fram til dauðadags. Fyrstu þrjá áratugi ferils síns, grínaðist Nielsen voða lítið. En um leið og hann byrjaði gat hann ekki hætt.Paramount Beint á ská í fjórða sinn Hollywood í dag gengur að stærstum hluta út á að gera myndir sem byggja á fyrirliggjandi hugverkum, hvort sem það eru aðlaganir, framhaldsmyndir eða endurgerðir. Það kom því ekki á óvart þegar greint var frá því fyrir nokkrum árum að endurræsa ætti Naked Gun-seríuna. Einhverjir supu þó hveljur þegar var tilkynnt 2022 að Liam Neeson myndi feta í fótspor Leslie Nielsen sem Frank Drebin. Neeson hefur byggt feril sinn á alvarlegum drama-hlutverkum og brúnaþungum hasartýpum (í seinni tíð) þannig að ráðningin hljómaði undarlega. Nú þremur árum síðar geta áhorfendur loks séð Neeson sem Drebin en auk hans fara Pamela Anderson, Paul Walter Hauser og Danny Huston með stór hlutverk í myndinni. Leikstjóri The Naked Gun (sem íslensk bíóhús hafa trassað að íslenska) er Akiva Schaffer, sem var hluti af grínhópnum Lonely Island og hefur leikstýrt grínmyndum á borð við Hot Rod (2007) og Popstar: Never Stop Popping (2016). The Naked Gun var frumsýnd hérlendi 31. júlí og er sýnd í Sambíóunum, Smárabíó og Laugarásbíó. Brandaraflóð og leiksigur Neeson The Naked Gun fetar milliveg milli endurræsingar (e. reboot) og framhalds. Formlega séð er hún beint framhald þriðju myndarinnar því Neeson og Hauser leikar syni Drebin og Hocken úr lögreglusveitinni. Á sama tíma er í raun verið að endurræsa Drebin því Neeson er að leika afbrigði af karakternum. Í þetta skiptið rannsakar Drebin sjálfsvíg verkfræðings sem starfar hjá milljarðamæringnum og rafbílaframleiðandanum Richard Cane (Huston). Beth Davenport (Anderson), systir hins látna, telur brögð vera í tafli og leitar til Drebin. Auðvitað tekur hann málin í sínar hendur og misstígur sig í átt að málalyktum, Kemistrían milli Anderson og Neeson er töluverð, svo mikil að þau eru farin að deita í alvörunni. Ég ætla að segja sem minnst um framvinduna því hún er algjört aukaatriði. Húmorinn er settur kyrfilega í fyrsta sæti og bröndurum dælt út í hverri senu. Auðvitað virkar ekki allt, sumt er allt í lagi og svo eru þó nokkrir brandarar sem eru svo fyndnir að ég er enn að hugsa um þá mörgum dögum síðar. Ákveðnum einkennum úr fyrstu myndunum er viðhaldið, aulalegu orðagríni, grafalvarlegum viðbrögðum Drebin í absúrd aðstæðum og miklu magni sjónrænna brandara. Útfærslan er smekkleg því vel tekst að viðhalda tóni og stemmingu fyrri myndanna en samt koma með nýja snúninga á efnið og með margt nýtt að borðinu. Paul Walter Hauser er ágætur en nær þó ekki með tærnar þar sem George Kennedy var með hælana. Auðvelt hefði verið að láta Neeson endurtaka sígilda frasa frá Nielsen eða nota klassískar brellur úr fyrstu myndunum en sem betur fer er það ekki gert. Eins og í myndum ZAZ eru engar of augljósar vísanir í nýliðna atburði sem myndu úreldast hratt en myndin á samt í miklu samtali við nútíma sinn (rafbílamógúllinn Cane á sér augljósa fyrirmynd til dæmis). Stjarna myndarinnar og ástæðan fyrir því að hún virkar eins vel og skyldi er Liam Neeson. Hann er ekki eins fyndinn eða líkamlegur grínleikari og Nielsen en kemur með svo mikinn alvarleika og dramatíska vigt að borðinu að hver sena verður strax hlægileg. Neeson nær að fanga það sem gerði upprunalega Drebin svo fyndinn, fullkomnar tímasetningar og alvörugefni í fáránlegum aðstæðum, en tekst líka að gera karakterinn algjörlega að sínum. Golfgrínið sem kom ferlinum á flug Adam Sandler hóf ferilinn sem uppistandari, skaust upp á stjörnuhimininn með Billy Madison (1995) og Happy Gilmore (1996) og festi Sandler sig í sessi á tíunda áratugnum sem einn vinsælast gamanleikari Hollywood. Síðan þá hefur Sandler reglulega dælt út hitturum þó hann hljóti sjaldnast náð gagnrýnenda. Upp úr aldamótum má segja að Sandler hafi þróast í hálfgerða stofnun. Ekki nóg með að hann sé ofurvinsæll heldur hefur Sandler gert framleiðslufyrirtæki sitt, Happy Madison, að fjölskyldubatterý þar sem hann ræður alltaf sömu vini sína aftur og aftur. Adam Sandler á rauða dreglinum í Cannes.Vísir/EPA Síðustu ellefu ár hefur gamanleikarinn svo gert átta mynda díl við Netflix upp á mörg hundruð milljónir dala. Sú nýjasta er Happy Gilmore 2 sem heldur áfram sögunni um hinn reiða Happy. Fyrri myndin fjallar um mislukkaða íshokkíspilarann Happy sem uppgötvar dulda golfhæfileika sína og bjargar húsi ömmu sinnar frá nauðungarsölu með því að verða sigursæll golfari. Ákveðnum söguþáttum framhaldsmyndarinnar verður spillt hér að neðan. Eitt högg setur allt úr skorðum Önnur myndin hefst á snöggri upprifjun á atburðum þeirrar fyrri og því sem hefur gerst frá lokum hennar. Happy vann fjölda stórmóta, giftist Virginiu (Julie Bowen) og eignaðist með henni fjóra drengi og eina stúlku. Á fyrstu mínútunum tekur Sandler stóran séns með svakalegri senu sem snýr öllu á haus: Happy drepur óvart eiginkonu sína með golfbolta. Atriðið er vísun í dauðsfall föður Happy, sem lést við að fá hokkípökk í höfuðið, í upphafi fyrri myndarinnar. Ákvörðunin er nánast of illkvittin en virkar vel fyrir söguna. Ekki nóg með að missa eiginkonu sína og leggja golfkylfuna á hilluna heldur sólundar Happy peningum fjölskyldunnar, ánetjast áfengi og missir hús ömmu sinnar sem hann barðist svo fyrir í fyrstu myndinni. Happy ásamt börnum sínum. Þessar upphafssenur eru með því áhugaverðasta í myndinni og hélt maður að Sandler myndi kannski fara með áhorfendur á nýjar slóðir. Þrátt fyrir fjárhagsvandræðin plumma börnin sig en dóttirin Vienna (sem er leikin af Sunny Sandler) dreymir um dýrt nám við virtan balletskóla. Happy þarf að nurla saman nóg pening til að senda dótturina út og auðveldasta lausnin er taka golfkylfuna af hillunni. Það er hægara sagt en gert þegar áfengisflaskan kallar sífellt á mann. Önnur flétta bætist við söguna. Nýja golfafbrigðið Maxi Golf, styttri, óhefðbundnari og hraðari leikur, er að ryðja sér til rúms og ógnar óbreyttu ástandi golfsins. Eftir ágætis byrjun tekur nostalgían völdin Framhaldsmyndir sem byggja á því að endurgera það sem gekk vel í upphaflegu myndinni frekar en að skapa eitthvað nýtt hafa verið fjölmargar á síðustu árum. Slíkar myndir ahfa fengið heitið „legacy sequels“ sem mætti þýða sem „arfleifðar-framhöld“ en þær eru yfirleitt plagaðar af óhóflegri nostalgíu og sjálfsvísunum. Happy Gilmore 2 fellur því miður í þann flokk. Eftir forvitnilega byrjun fara Sandler og félagar fljótt aftur á slóðir fyrri myndarinnar. Þetta er gert með því að festast í upprifjunum, bæði með endurtekningum á gömlum bröndurum og með því að láta gamla karaktera snúa aftur. Framboðið af Hal er töluvert meira en í fyrstu myndinni. Fyrst er það Hal, sem Ben Stiller lék í fyrstu myndinni, en hann er ekki lengur hrottafenginn elliheimilisstarfsmaður heldur stýrir nú öfgakenndri áfengismeðferð sem Happy situr. Karakter Stiller átti örfáar eftirminnilegar senur í fyrri myndinni og er hér að endurleika þær nema í meira magni. Illmennið Shooter McGavin (Christopher McDonald) snýr líka aftur eftir að hafa setið á geðdeild frá því hann var handtekinn í lok síðustu myndar. Shooter fær uppræst æru hér og McDonald er einn skærasti punktur myndarinnar sem hinn hálf-truflaði og ofsakenndi Shooter. McDonald er alltaf frábær sem klikkhausinn Shooter. Sandler minnist leikara sem eru horfnir á braut með undarlegri slagsmálasenu í kirkjugarði þar sem nöfn látnu karakterana birtast áhorfendum á legsteinum. Þar að auki eru þrír stórir karakterar úr fyrri myndinni eru „endurgerðir“ með því að láta syni þeirra bregða fyrir. Allra versta dæmið um þetta er framíkallarinn Donald sem truflaði Happy ítrekaði í fyrri myndinni með því að hrópa „jackass“ þegar hann er að slá. Eminem leikur soninn Donald Jr. og hvað ætli hann geri? Hrópar auðvitað „jackass“ og fær makleg málagjöld fyrir það. Ófrumleg, ófyndin og ómerkileg sena. Joe Flaherty var skemmtilegur sem framíkallarinn Donald en Eminem er hryllilegur sem sonur hans. Sandler vísar ekki bara í gömlu myndina með því að endurtaka sömu brandarana heldur spilast líka reglulega klippur úr fyrri myndinni. Eins og framhaldið megi ekki standa á eigin fótum og eigi frekar að hylla þá fyrstu. Eftir því sem líður á myndina nær Sandler fullauðveldlega að koma sér aftur í röð hinna bestu og endar myndin á einvígi milli hefðbundinna golfspilara og Maxi-spilara. Lokakaflinn er langdregin keppni þar sem heimsfrægir golfarar á borð við Scottie Scheffler, og Rory McIlroy spila við litríka furðufugla Maxi-golfsins. Bad Bunny leikur þjóninn og kaddýinn Oscar sem er með skemmtilegri karakterum myndarinnar. Happy er ekki lengur lítilmagni sem vinnur að göfugu markmiði heldur hluti af hinum ráðandi öflum. Sama má segja um Sandler sem er ekki lengur upprennandi grínleikari heldur saddur milljónamæringur sem lifir á fornri frægð. Fyrsta myndin var drepfyndin níutíu mínútna íþróttagrínmynd með fersku gríni og skemmtilegum karakterum. Önnur myndin er tæplega tveggja tíma langdregin upprifjun á ýmsum atriðum þeirrar fyrri. Niðurstaða: Framhaldsmyndirnar Happy Gilmore 2 og The Naked Gun fara ólíkar leiðir við að byggja ofan á áratugagamla grunninn sem fyrir er. Aðstandendur The Naked Gun uppgötvuðu að besta leiðin að góðri framhaldsmynd er ekki endilega að minna stöðugt á þá gömlu. Trikkið er að viðhalda stemmingu og anda þeirrar fyrstu en um leið finna nýja vinkla á efniviðinn. Fyrst og fremst er bara eitt sem skiptir máli: að fá áhorfendur til að hlæja. Adam Sandler fékk ekki þau skilaboð og er fastur í að rifja upp gamlar senur, karaktera og brandara. Happy Gilmore 2 gengur svo mikið út á að fagna afrekum fyrstu myndarinnar að framhaldið nær ekki að blómstra. Margir hafa lýst því yfir að velgengni The Naked Gun muni leiða til endurreisnar grínmynda í bíó. Ég ætla ekki að ganga svo langt enda hefur það sýnt sig að ömurlegar grínmyndir geta notið gríðarlegra vinsælda á veitunum og góðar grínmyndir floppað í bíó. Vonandi gengur Beint á ská þó vel og leiða til þess að fleiri grínmyndir lenda í bíóhúsum því eitt er víst: það er fátt jafn skemmtilegt og vera hluti af fullum sal af fólki sem hlær saman. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu fjallar um tilvonandi foreldra sem þurfa að takast á við afl sem ógnar jörðinni. Myndin er sú best útlítandi frá Marvel í áraraðir og býr yfir sterkum leikhópi en skilur lítið eftir sig vegna vanþróaðra persóna. 5. ágúst 2025 07:31 Vók Ofurmenni slaufað Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað. 25. júlí 2025 07:01 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Hér er um að ræða The Naked Gun og Happy Gilmore 2 en þar mætast tveir ólíkir skólar, allavega hvað dreifingu vaðar. Annars vegar bíó-mynd sem þú hlærð að með ókunnugu fólki meðan þú kjamsar á poppi og sötrar kók. Hins vegar streymisveitu-mynd sem þú horfir á heima, getur stöðvað þegar þér sýnist og horft á aftur og aftur. Grínmyndum í bíó hefur fækkað gríðarlega, þær þykja ekki nógu miklar „bíómyndir“ og enda hvort eð er á veitunum. Almennt hafa streymisveitur hoggið stór skörð í bíómarkaðinn. En grínmyndaúrvalið hefur snarversnað eins og sést þegar horfið er 36 ár aftur í tímann. Hvað er í bíó? Dagurinn er 11. ágúst 1989 og þig langar að kíkja á gamanmynd í bíó. Þú getur farið á Regnmanninn í Bíóborginni; Fiskinn Wöndu, Guðirnir hljóta að vera geggjaðir 2, Lögregluskólann 6 eða Þrjú á flótta í Bíóhöllinni; Fletch lifir eða Geggjaða granna í Laugarásbíó; Magnús eða Barón Munchausen í Stjörnubíó eða þá Svikahrappa, Gift mafíunni, Konur á barmi taugaáfalls eða Beint á ská í Regnboganum. Þrettán nýjar grínmyndir! Alvöru valkvíði í bíó 1989. Og þetta eru ekki einu sinni allar grínmyndirnar. Dagurinn er 11. ágúst 2025 og þig langar að kíkja á gamanmynd í bíó. Þú getur farið að sjá Freakier Friday eða The Naked Gun í Smárabíó, Sambíóunum og Laugarásbíó, The Phoenician Scheme (sem var frumsýnd í maí) í Bíó Paradís og Spaceballs frá 1987 í Kringlunni. Með öðrum orðum: tvær glænýjar grínmyndir (sem eru reyndar báðar framhald af áratugagömlum myndum). Þrjár mis-nýjar grínmyndir sem eru í bíó um þessar mundir. Svo geturðu líka haldið þig heima, farið inn á streymisveitu og horft á gamla grínmynd (til dæmis Beint á ská eða Happy Gilmore). Ef þú ert heppinn þá detta stundum inn nýjar myndir framleiddar af veitunum sjálfum, eins og Happy Gilmore 2. Svona er statt fyrir grínmyndinni, rómantísku gamanmyndinni og lítið blockbuster-vænum myndum. Með tilkomu streymisveitna hefur bæði hegðun neytenda og kvikmyndastúdíóa breyst þannig við fáum varla að sjá kómedíur lengur í bíó – við verðum bara að horfa á þær heima. Það var því kærkomið að frétta að grínmyndin The Naked Gun færi ekki beint á veiturnar heldur fengi fólk að sjá þær í bíó. Hin vanmetna skopstæling Ein undirtegund gamanmyndarinnar sem hefur átt sérlega erfitt uppdráttar síðustu ár er paródían (e. spoof film) sem byggir grín sitt á skopstælingum á öðrum verkum. Marx-bræður lögðu grunninn, Mel Brooks fullkomnaði formið og Friedberg og Seltzer drógu greinina í svaðið. Undirgreinin teygir anga sína öld aftur í tímann, óx á fyrri hluta síðustu aldar með grínistum á borð við Laurel og Hardy og Marx-bræður og náði hámarki á áttunda og níunda áratugnum með verkum Mel Brooks og ZAZ-tríósins. Upp úr aldamótum kom út dágóður fjöldi af hryllilega lélegum paródíumyndum (Epic Movie, Disaster Movie og Scary Movie-serían) sem fóru langt með að kála greininni. Einna bestir í skopstælingunni voru ZAZ-tríóið sem samanstóð af Jim Abrams og bræðrunum David og Jerry Zucker. Fyrsta verk tríósins var handrit sketsamyndarinnar The Kentucky Fried Movie (1977) sem John Landis leikstýrði. Leslie Nielsen og Robert Hays í Airplane! sem er sögð hafa hæsta hláturhlutfall kvikmyndasögunnar. Sú gekk vel og næsta verkefni ZAZ var að skrifa, leikstýra og framleiða Airplane! (1980) sem tekur fyrir stórslysamyndagreinina, er gjarnan flokkuð með bestu grínmyndum sögunnar og markaði tímamót sem fyrsta grínhlutverk Leslie Nielsen. ZAZ unnu áfram með Nielsen að sjónvarpsþáttunum Police Squad! (1982) en þeir floppuðu illa og voru teknir af dagskrá. Tríóið var þó ekki búið að hæðast að lögreglunni og eftir að hafa slegið í gegn með Top Secret! (1984) gerðu þeir The Naked Gun: From the Files of Police Squad! (1988) eða Beint á ská. Þar hittu ZAZ aftur á gullæð, myndin naut gríðarlegra vinsælda og gat af sér tvær framhaldsmyndir. Eftir það tvístraðist hópurinn og fóru þremenningarnir í ólíkar áttir. Leslie Nielsen hélt sig við grínið og lék í ógrynni misgóðra gamanmynda fram til dauðadags. Fyrstu þrjá áratugi ferils síns, grínaðist Nielsen voða lítið. En um leið og hann byrjaði gat hann ekki hætt.Paramount Beint á ská í fjórða sinn Hollywood í dag gengur að stærstum hluta út á að gera myndir sem byggja á fyrirliggjandi hugverkum, hvort sem það eru aðlaganir, framhaldsmyndir eða endurgerðir. Það kom því ekki á óvart þegar greint var frá því fyrir nokkrum árum að endurræsa ætti Naked Gun-seríuna. Einhverjir supu þó hveljur þegar var tilkynnt 2022 að Liam Neeson myndi feta í fótspor Leslie Nielsen sem Frank Drebin. Neeson hefur byggt feril sinn á alvarlegum drama-hlutverkum og brúnaþungum hasartýpum (í seinni tíð) þannig að ráðningin hljómaði undarlega. Nú þremur árum síðar geta áhorfendur loks séð Neeson sem Drebin en auk hans fara Pamela Anderson, Paul Walter Hauser og Danny Huston með stór hlutverk í myndinni. Leikstjóri The Naked Gun (sem íslensk bíóhús hafa trassað að íslenska) er Akiva Schaffer, sem var hluti af grínhópnum Lonely Island og hefur leikstýrt grínmyndum á borð við Hot Rod (2007) og Popstar: Never Stop Popping (2016). The Naked Gun var frumsýnd hérlendi 31. júlí og er sýnd í Sambíóunum, Smárabíó og Laugarásbíó. Brandaraflóð og leiksigur Neeson The Naked Gun fetar milliveg milli endurræsingar (e. reboot) og framhalds. Formlega séð er hún beint framhald þriðju myndarinnar því Neeson og Hauser leikar syni Drebin og Hocken úr lögreglusveitinni. Á sama tíma er í raun verið að endurræsa Drebin því Neeson er að leika afbrigði af karakternum. Í þetta skiptið rannsakar Drebin sjálfsvíg verkfræðings sem starfar hjá milljarðamæringnum og rafbílaframleiðandanum Richard Cane (Huston). Beth Davenport (Anderson), systir hins látna, telur brögð vera í tafli og leitar til Drebin. Auðvitað tekur hann málin í sínar hendur og misstígur sig í átt að málalyktum, Kemistrían milli Anderson og Neeson er töluverð, svo mikil að þau eru farin að deita í alvörunni. Ég ætla að segja sem minnst um framvinduna því hún er algjört aukaatriði. Húmorinn er settur kyrfilega í fyrsta sæti og bröndurum dælt út í hverri senu. Auðvitað virkar ekki allt, sumt er allt í lagi og svo eru þó nokkrir brandarar sem eru svo fyndnir að ég er enn að hugsa um þá mörgum dögum síðar. Ákveðnum einkennum úr fyrstu myndunum er viðhaldið, aulalegu orðagríni, grafalvarlegum viðbrögðum Drebin í absúrd aðstæðum og miklu magni sjónrænna brandara. Útfærslan er smekkleg því vel tekst að viðhalda tóni og stemmingu fyrri myndanna en samt koma með nýja snúninga á efnið og með margt nýtt að borðinu. Paul Walter Hauser er ágætur en nær þó ekki með tærnar þar sem George Kennedy var með hælana. Auðvelt hefði verið að láta Neeson endurtaka sígilda frasa frá Nielsen eða nota klassískar brellur úr fyrstu myndunum en sem betur fer er það ekki gert. Eins og í myndum ZAZ eru engar of augljósar vísanir í nýliðna atburði sem myndu úreldast hratt en myndin á samt í miklu samtali við nútíma sinn (rafbílamógúllinn Cane á sér augljósa fyrirmynd til dæmis). Stjarna myndarinnar og ástæðan fyrir því að hún virkar eins vel og skyldi er Liam Neeson. Hann er ekki eins fyndinn eða líkamlegur grínleikari og Nielsen en kemur með svo mikinn alvarleika og dramatíska vigt að borðinu að hver sena verður strax hlægileg. Neeson nær að fanga það sem gerði upprunalega Drebin svo fyndinn, fullkomnar tímasetningar og alvörugefni í fáránlegum aðstæðum, en tekst líka að gera karakterinn algjörlega að sínum. Golfgrínið sem kom ferlinum á flug Adam Sandler hóf ferilinn sem uppistandari, skaust upp á stjörnuhimininn með Billy Madison (1995) og Happy Gilmore (1996) og festi Sandler sig í sessi á tíunda áratugnum sem einn vinsælast gamanleikari Hollywood. Síðan þá hefur Sandler reglulega dælt út hitturum þó hann hljóti sjaldnast náð gagnrýnenda. Upp úr aldamótum má segja að Sandler hafi þróast í hálfgerða stofnun. Ekki nóg með að hann sé ofurvinsæll heldur hefur Sandler gert framleiðslufyrirtæki sitt, Happy Madison, að fjölskyldubatterý þar sem hann ræður alltaf sömu vini sína aftur og aftur. Adam Sandler á rauða dreglinum í Cannes.Vísir/EPA Síðustu ellefu ár hefur gamanleikarinn svo gert átta mynda díl við Netflix upp á mörg hundruð milljónir dala. Sú nýjasta er Happy Gilmore 2 sem heldur áfram sögunni um hinn reiða Happy. Fyrri myndin fjallar um mislukkaða íshokkíspilarann Happy sem uppgötvar dulda golfhæfileika sína og bjargar húsi ömmu sinnar frá nauðungarsölu með því að verða sigursæll golfari. Ákveðnum söguþáttum framhaldsmyndarinnar verður spillt hér að neðan. Eitt högg setur allt úr skorðum Önnur myndin hefst á snöggri upprifjun á atburðum þeirrar fyrri og því sem hefur gerst frá lokum hennar. Happy vann fjölda stórmóta, giftist Virginiu (Julie Bowen) og eignaðist með henni fjóra drengi og eina stúlku. Á fyrstu mínútunum tekur Sandler stóran séns með svakalegri senu sem snýr öllu á haus: Happy drepur óvart eiginkonu sína með golfbolta. Atriðið er vísun í dauðsfall föður Happy, sem lést við að fá hokkípökk í höfuðið, í upphafi fyrri myndarinnar. Ákvörðunin er nánast of illkvittin en virkar vel fyrir söguna. Ekki nóg með að missa eiginkonu sína og leggja golfkylfuna á hilluna heldur sólundar Happy peningum fjölskyldunnar, ánetjast áfengi og missir hús ömmu sinnar sem hann barðist svo fyrir í fyrstu myndinni. Happy ásamt börnum sínum. Þessar upphafssenur eru með því áhugaverðasta í myndinni og hélt maður að Sandler myndi kannski fara með áhorfendur á nýjar slóðir. Þrátt fyrir fjárhagsvandræðin plumma börnin sig en dóttirin Vienna (sem er leikin af Sunny Sandler) dreymir um dýrt nám við virtan balletskóla. Happy þarf að nurla saman nóg pening til að senda dótturina út og auðveldasta lausnin er taka golfkylfuna af hillunni. Það er hægara sagt en gert þegar áfengisflaskan kallar sífellt á mann. Önnur flétta bætist við söguna. Nýja golfafbrigðið Maxi Golf, styttri, óhefðbundnari og hraðari leikur, er að ryðja sér til rúms og ógnar óbreyttu ástandi golfsins. Eftir ágætis byrjun tekur nostalgían völdin Framhaldsmyndir sem byggja á því að endurgera það sem gekk vel í upphaflegu myndinni frekar en að skapa eitthvað nýtt hafa verið fjölmargar á síðustu árum. Slíkar myndir ahfa fengið heitið „legacy sequels“ sem mætti þýða sem „arfleifðar-framhöld“ en þær eru yfirleitt plagaðar af óhóflegri nostalgíu og sjálfsvísunum. Happy Gilmore 2 fellur því miður í þann flokk. Eftir forvitnilega byrjun fara Sandler og félagar fljótt aftur á slóðir fyrri myndarinnar. Þetta er gert með því að festast í upprifjunum, bæði með endurtekningum á gömlum bröndurum og með því að láta gamla karaktera snúa aftur. Framboðið af Hal er töluvert meira en í fyrstu myndinni. Fyrst er það Hal, sem Ben Stiller lék í fyrstu myndinni, en hann er ekki lengur hrottafenginn elliheimilisstarfsmaður heldur stýrir nú öfgakenndri áfengismeðferð sem Happy situr. Karakter Stiller átti örfáar eftirminnilegar senur í fyrri myndinni og er hér að endurleika þær nema í meira magni. Illmennið Shooter McGavin (Christopher McDonald) snýr líka aftur eftir að hafa setið á geðdeild frá því hann var handtekinn í lok síðustu myndar. Shooter fær uppræst æru hér og McDonald er einn skærasti punktur myndarinnar sem hinn hálf-truflaði og ofsakenndi Shooter. McDonald er alltaf frábær sem klikkhausinn Shooter. Sandler minnist leikara sem eru horfnir á braut með undarlegri slagsmálasenu í kirkjugarði þar sem nöfn látnu karakterana birtast áhorfendum á legsteinum. Þar að auki eru þrír stórir karakterar úr fyrri myndinni eru „endurgerðir“ með því að láta syni þeirra bregða fyrir. Allra versta dæmið um þetta er framíkallarinn Donald sem truflaði Happy ítrekaði í fyrri myndinni með því að hrópa „jackass“ þegar hann er að slá. Eminem leikur soninn Donald Jr. og hvað ætli hann geri? Hrópar auðvitað „jackass“ og fær makleg málagjöld fyrir það. Ófrumleg, ófyndin og ómerkileg sena. Joe Flaherty var skemmtilegur sem framíkallarinn Donald en Eminem er hryllilegur sem sonur hans. Sandler vísar ekki bara í gömlu myndina með því að endurtaka sömu brandarana heldur spilast líka reglulega klippur úr fyrri myndinni. Eins og framhaldið megi ekki standa á eigin fótum og eigi frekar að hylla þá fyrstu. Eftir því sem líður á myndina nær Sandler fullauðveldlega að koma sér aftur í röð hinna bestu og endar myndin á einvígi milli hefðbundinna golfspilara og Maxi-spilara. Lokakaflinn er langdregin keppni þar sem heimsfrægir golfarar á borð við Scottie Scheffler, og Rory McIlroy spila við litríka furðufugla Maxi-golfsins. Bad Bunny leikur þjóninn og kaddýinn Oscar sem er með skemmtilegri karakterum myndarinnar. Happy er ekki lengur lítilmagni sem vinnur að göfugu markmiði heldur hluti af hinum ráðandi öflum. Sama má segja um Sandler sem er ekki lengur upprennandi grínleikari heldur saddur milljónamæringur sem lifir á fornri frægð. Fyrsta myndin var drepfyndin níutíu mínútna íþróttagrínmynd með fersku gríni og skemmtilegum karakterum. Önnur myndin er tæplega tveggja tíma langdregin upprifjun á ýmsum atriðum þeirrar fyrri. Niðurstaða: Framhaldsmyndirnar Happy Gilmore 2 og The Naked Gun fara ólíkar leiðir við að byggja ofan á áratugagamla grunninn sem fyrir er. Aðstandendur The Naked Gun uppgötvuðu að besta leiðin að góðri framhaldsmynd er ekki endilega að minna stöðugt á þá gömlu. Trikkið er að viðhalda stemmingu og anda þeirrar fyrstu en um leið finna nýja vinkla á efniviðinn. Fyrst og fremst er bara eitt sem skiptir máli: að fá áhorfendur til að hlæja. Adam Sandler fékk ekki þau skilaboð og er fastur í að rifja upp gamlar senur, karaktera og brandara. Happy Gilmore 2 gengur svo mikið út á að fagna afrekum fyrstu myndarinnar að framhaldið nær ekki að blómstra. Margir hafa lýst því yfir að velgengni The Naked Gun muni leiða til endurreisnar grínmynda í bíó. Ég ætla ekki að ganga svo langt enda hefur það sýnt sig að ömurlegar grínmyndir geta notið gríðarlegra vinsælda á veitunum og góðar grínmyndir floppað í bíó. Vonandi gengur Beint á ská þó vel og leiða til þess að fleiri grínmyndir lenda í bíóhúsum því eitt er víst: það er fátt jafn skemmtilegt og vera hluti af fullum sal af fólki sem hlær saman.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu fjallar um tilvonandi foreldra sem þurfa að takast á við afl sem ógnar jörðinni. Myndin er sú best útlítandi frá Marvel í áraraðir og býr yfir sterkum leikhópi en skilur lítið eftir sig vegna vanþróaðra persóna. 5. ágúst 2025 07:31 Vók Ofurmenni slaufað Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað. 25. júlí 2025 07:01 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu fjallar um tilvonandi foreldra sem þurfa að takast á við afl sem ógnar jörðinni. Myndin er sú best útlítandi frá Marvel í áraraðir og býr yfir sterkum leikhópi en skilur lítið eftir sig vegna vanþróaðra persóna. 5. ágúst 2025 07:31
Vók Ofurmenni slaufað Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað. 25. júlí 2025 07:01
Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01