Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 12:30 John Stockton hefur sína skoðun á LeBron James og Michael Jordan en stoðsendingagoðsögnin er ekki í vafa hvor sé ofar hjá honum. Getty/Tim Nwachukwu/Jose Carlos Fajardo/Ken Levine John Stockton er stoðsendingahæsti leikmaður NBA frá upphafi og í hópi bestu leikmanna sögunnar. Hann er ekki í vafa um að Michael Jordan sé ofar en LeBron James þegar kemur að því að velja besta leikmann sögunnar. Stockton kynntist Jordan mjög vel á sínum ferli en þeir komu báðir inn í deildina á sama tíma. Stockton náði aldrei að verða NBA meistari en hann tapaði tvisvar með Utah Jazz í lokaúrslitum á móti Michael Jordan og Chicago Bulls. Jordan vann sinn fimmta og sjötta titil á móti Stokckton og félögum. Stockton var í viðtali hjá ClutchPoints og talist barst að Michael Jordan og LeBron James. „Ég vil hrósa Jordan og mér fannst við hjá Utah Jazz líka reyna að fara sömu leið og hann,“ sagði John Stockton. „Ég er hrifinn af því þegar menn bara girða sig í brók, herða beltið og segja: Við þurfum að leggja meira á okkur og verða betri. Við verðum bara að spila af meiri krafti og spila af meiri skynsemi. Menn eiga að gera það frekar en að horfa á það að grasið sé grænna einhvers staðar annars staðar og hugsa: Ég ætla að fara þangað til að vinna titilinn,“ sagði John Stockton. „Mér finnst það þegar menn fara í önnur lið gera lítið úr þessu öllu saman. Þeir eru ekki að klífa fjallið heldur taka þyrlu til að komast á toppinn,“ sagði Stockton. Ein helsta gagnrýnin á feril LeBron James er þegar hann fór til Miami Heat til að spila með Dwyane Wade og Chris Bosh. Þar vann hann sína fyrstu tvo titla en hefur seinna unnið titil með bæði Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. James er enn að spila fertugur og er enn að skila frábærum tölum. Hann er fyrir löngu orðin stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi og er kominn ofarlega á flestum tölfræðilistum. Hann verður þó aldrei sá besti í sögunni í augum manna eins og Stockton. View this post on Instagram A post shared by CourtSideHeat (@courtsideheatnba) NBA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Stockton kynntist Jordan mjög vel á sínum ferli en þeir komu báðir inn í deildina á sama tíma. Stockton náði aldrei að verða NBA meistari en hann tapaði tvisvar með Utah Jazz í lokaúrslitum á móti Michael Jordan og Chicago Bulls. Jordan vann sinn fimmta og sjötta titil á móti Stokckton og félögum. Stockton var í viðtali hjá ClutchPoints og talist barst að Michael Jordan og LeBron James. „Ég vil hrósa Jordan og mér fannst við hjá Utah Jazz líka reyna að fara sömu leið og hann,“ sagði John Stockton. „Ég er hrifinn af því þegar menn bara girða sig í brók, herða beltið og segja: Við þurfum að leggja meira á okkur og verða betri. Við verðum bara að spila af meiri krafti og spila af meiri skynsemi. Menn eiga að gera það frekar en að horfa á það að grasið sé grænna einhvers staðar annars staðar og hugsa: Ég ætla að fara þangað til að vinna titilinn,“ sagði John Stockton. „Mér finnst það þegar menn fara í önnur lið gera lítið úr þessu öllu saman. Þeir eru ekki að klífa fjallið heldur taka þyrlu til að komast á toppinn,“ sagði Stockton. Ein helsta gagnrýnin á feril LeBron James er þegar hann fór til Miami Heat til að spila með Dwyane Wade og Chris Bosh. Þar vann hann sína fyrstu tvo titla en hefur seinna unnið titil með bæði Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. James er enn að spila fertugur og er enn að skila frábærum tölum. Hann er fyrir löngu orðin stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi og er kominn ofarlega á flestum tölfræðilistum. Hann verður þó aldrei sá besti í sögunni í augum manna eins og Stockton. View this post on Instagram A post shared by CourtSideHeat (@courtsideheatnba)
NBA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira