Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar 7. ágúst 2025 10:01 Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Afleiðingin hefur verið sú að veikum einstaklingum hefur í raun verið gert að senda grafalvarlegan sjúkdóm í „sumarfrí“. Afleiðingar þessara lokana hafa verið víðtækar, ekki aðeins fyrir þá sem þurfa á meðferð að halda, heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra, börn, foreldra og samfélagið í heild. Sumaropnun SÁÁ markar tímamót í baráttunni gegn fíknisjúkdómum á Íslandi og sýnir svart á hvítu hvernig pólitískur vilji getur leitt til raunverulegra umbóta. Inga Sæland hefur allt frá því að Flokkur fólksins tók fyrst sæti á Alþingi árið 2017 haft það eitt af sínu helsta baráttumáli að afnema það furðulega fyrirkomulag að loka lífsnauðsynlegum meðferðarúrræðum yfir sumarmánuðina. Því er sérstaklega ánægjulegt að sjá þessa baráttu skila árangri. Í fjáraukalögum í júní síðastliðnum samþykkti ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar 350 milljóna króna aukafjárveitingu til að efla úrræði í fíknimeðferð. Með þeirri ákvörðun hefur verið tryggt að: Engar sumarlokanir verða lengur hjá SÁÁ, Krýsuvíkursamtökunum eða meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti; þessi úrræði geta nú haldist opin allan ársins hring. Göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítalanum hafa fengið aukið fjármagn til að styrkja þjónustuna og fjárstuðningur við ýmis skaðaminnkandi úrræði hefur verið aukinn. Þetta er skýrt dæmi um hvað getur gerst þegar ríkisstjórn setur fólkið og velferð þess í forgang. Það leiðir til raunverulegra breytinga sem hafa bein áhrif á líf einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Þetta er kjarninn í því sem Flokkur fólksins stendur fyrir og við erum stolt af að hafa komið þessu máli í framkvæmd. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Fíkn Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Afleiðingin hefur verið sú að veikum einstaklingum hefur í raun verið gert að senda grafalvarlegan sjúkdóm í „sumarfrí“. Afleiðingar þessara lokana hafa verið víðtækar, ekki aðeins fyrir þá sem þurfa á meðferð að halda, heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra, börn, foreldra og samfélagið í heild. Sumaropnun SÁÁ markar tímamót í baráttunni gegn fíknisjúkdómum á Íslandi og sýnir svart á hvítu hvernig pólitískur vilji getur leitt til raunverulegra umbóta. Inga Sæland hefur allt frá því að Flokkur fólksins tók fyrst sæti á Alþingi árið 2017 haft það eitt af sínu helsta baráttumáli að afnema það furðulega fyrirkomulag að loka lífsnauðsynlegum meðferðarúrræðum yfir sumarmánuðina. Því er sérstaklega ánægjulegt að sjá þessa baráttu skila árangri. Í fjáraukalögum í júní síðastliðnum samþykkti ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar 350 milljóna króna aukafjárveitingu til að efla úrræði í fíknimeðferð. Með þeirri ákvörðun hefur verið tryggt að: Engar sumarlokanir verða lengur hjá SÁÁ, Krýsuvíkursamtökunum eða meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti; þessi úrræði geta nú haldist opin allan ársins hring. Göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítalanum hafa fengið aukið fjármagn til að styrkja þjónustuna og fjárstuðningur við ýmis skaðaminnkandi úrræði hefur verið aukinn. Þetta er skýrt dæmi um hvað getur gerst þegar ríkisstjórn setur fólkið og velferð þess í forgang. Það leiðir til raunverulegra breytinga sem hafa bein áhrif á líf einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Þetta er kjarninn í því sem Flokkur fólksins stendur fyrir og við erum stolt af að hafa komið þessu máli í framkvæmd. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun