Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2025 23:53 Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá https://hi.is/kynningarefni/nemendur. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Þar eru þá eru ekki meðtaldir útskrifaðir nemendur sem lögðu stund á leikskólakennarafræði eða sérhæft nám til framhaldsskólakennslu. Líklega má áætla að nýlegir kjarasamningar kennara hafi sitt að segja og því bera að fagna. En er núverandi námsfyrirkomulag að undirbúa nýja kennara nægilega vel fyrir kröfur starfsins. Því það er mergur málsins. Það skiptir litlu máli að brautskrá kennara sem skila sér aldrei á gólfið, eða brenna út á örfáum árum. Því legg ég til nokkrar óhefðbundnar nálganir varðandi kennaranámið sem gætu skilað sér í betur undirbúnum kennurum. Það fyrsta væri ákveðin iðnaðarmanna nálgun. Kennaranemar sinna verknámi sem stuðningsfulltrúar, allt B.Ed. námið á nemalaunum svipað eins og tíðkast í iðngreinum. Þar lærir viðkomandi bekkjarstjórnun, kynnist nemendum í raunaðstæðum og þeir verðandi kennaranum. Þá finnur viðkomandi líka fljótt í eigin skinni hvort hann er starfi sínu vaxinn og hvort þetta séu aðstæður sem viðkomandi telur sig geta unnið við. Aukinn ávinningur fyrir samfélagið er að tækla mönnunarvanda innan grunnskólanna auk þess að koma í veg fyrir að einstaklingurinn eyði fimm eða fleiri árum í nám, frá vinnumarkaði, en hættir um leið og á hólminn er komið. Í öðru lagi legg ég til að aukið verði verulega vægi verklegrar raddþjálfunar. Röddin er fyrst og síðast mikilvægasta verkfæri kennara. Það er líka sá hlutur sem getur átt þátt í að halda kennurum frá vinnu. Því það er hægt að takast á við markt og leysa eða harksér en viðkomandi kennir lítið raddlaus, nema nemendur kunni táknmál eða séu tilbúnir að taka eingöngu skriflegum leiðbeiningum á töflu eða í tölvuskjá. Dæmi hver fyrir sig um hversu líklegt það er fyrir nemendur á yngsta stigi sem dæmi. Í þriðja lagi að bæta verulega við þjálfun í samskiptum við foreldra, forsjáraðila og forráðamenn, allt frá framsetningu tölvupósta til samskipta símleiðis. Hvernig á að framkvæma foreldraviðtöl og foreldrafundi af skilvirkni og hagkvæmni. Í fjórða lagi væri það markviss kennsla og þjálfun á náms- og upplýsingakerfið Mentor. Allt skólastarf er gegnumsýrt af þessu forrit, þarna fara upplýsingagjöf, samskipti, verkefnaskil og einkunnagjöf fram og því er ekki seinna vænna en að nemandi komi til starfa vel sjóaður í notkun þess. Tillögur þessar eru byggðar á reynslu höfundar sem nýliða í kennslu, samtölum við aðra nýliða og eldri samkennara. Höfundur er grunnskólakennari og einlægur áhugamaður um menntamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá https://hi.is/kynningarefni/nemendur. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Þar eru þá eru ekki meðtaldir útskrifaðir nemendur sem lögðu stund á leikskólakennarafræði eða sérhæft nám til framhaldsskólakennslu. Líklega má áætla að nýlegir kjarasamningar kennara hafi sitt að segja og því bera að fagna. En er núverandi námsfyrirkomulag að undirbúa nýja kennara nægilega vel fyrir kröfur starfsins. Því það er mergur málsins. Það skiptir litlu máli að brautskrá kennara sem skila sér aldrei á gólfið, eða brenna út á örfáum árum. Því legg ég til nokkrar óhefðbundnar nálganir varðandi kennaranámið sem gætu skilað sér í betur undirbúnum kennurum. Það fyrsta væri ákveðin iðnaðarmanna nálgun. Kennaranemar sinna verknámi sem stuðningsfulltrúar, allt B.Ed. námið á nemalaunum svipað eins og tíðkast í iðngreinum. Þar lærir viðkomandi bekkjarstjórnun, kynnist nemendum í raunaðstæðum og þeir verðandi kennaranum. Þá finnur viðkomandi líka fljótt í eigin skinni hvort hann er starfi sínu vaxinn og hvort þetta séu aðstæður sem viðkomandi telur sig geta unnið við. Aukinn ávinningur fyrir samfélagið er að tækla mönnunarvanda innan grunnskólanna auk þess að koma í veg fyrir að einstaklingurinn eyði fimm eða fleiri árum í nám, frá vinnumarkaði, en hættir um leið og á hólminn er komið. Í öðru lagi legg ég til að aukið verði verulega vægi verklegrar raddþjálfunar. Röddin er fyrst og síðast mikilvægasta verkfæri kennara. Það er líka sá hlutur sem getur átt þátt í að halda kennurum frá vinnu. Því það er hægt að takast á við markt og leysa eða harksér en viðkomandi kennir lítið raddlaus, nema nemendur kunni táknmál eða séu tilbúnir að taka eingöngu skriflegum leiðbeiningum á töflu eða í tölvuskjá. Dæmi hver fyrir sig um hversu líklegt það er fyrir nemendur á yngsta stigi sem dæmi. Í þriðja lagi að bæta verulega við þjálfun í samskiptum við foreldra, forsjáraðila og forráðamenn, allt frá framsetningu tölvupósta til samskipta símleiðis. Hvernig á að framkvæma foreldraviðtöl og foreldrafundi af skilvirkni og hagkvæmni. Í fjórða lagi væri það markviss kennsla og þjálfun á náms- og upplýsingakerfið Mentor. Allt skólastarf er gegnumsýrt af þessu forrit, þarna fara upplýsingagjöf, samskipti, verkefnaskil og einkunnagjöf fram og því er ekki seinna vænna en að nemandi komi til starfa vel sjóaður í notkun þess. Tillögur þessar eru byggðar á reynslu höfundar sem nýliða í kennslu, samtölum við aðra nýliða og eldri samkennara. Höfundur er grunnskólakennari og einlægur áhugamaður um menntamál.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun