Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar 31. júlí 2025 14:00 Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Þessi tími á að snúast um samveru, gleði og hvíld – en því miður hefur hún í gegnum tíðina einnig markast af alvarlegum umferðarslysum. Nú er rétti tíminn til að minna á mikilvægi umferðaröryggis og sameinast um markmið okkar allra: að komast heil heim. Staðreyndin er sú að framundan er hættulegasti tíminn í umferðinni enflest umferðarslys með meiðslum verða í ágúst, að meðaltali 90 undanfarin 5 ár samkvæmt skýrslum Samgöngustofu. Eftir einn ei aki neinn Einn áfengur drykkur er alltaf einum drykk of mikið ef fólk ætlar að setjast undir stýri. Í fyrra voru tugir ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur um verslunarmannahelgina enda lögreglan með sérstakt eftirlit þá. Hættan sem fylgir ölvunarakstri er mikil, fimmtíu og fjórir slösuðust alvarlega í ölvunarakstursslysum 2024. Ef þú ætlar að neyta áfengis um helgina, vertu þá búinn að skipuleggja heimferðina fyrirfram. Það er ekki nóg að „finnast þú vera edrú“ – lögin er skýr og áhrif á aksturshæfni geta verið meiri en fólk heldur. Viðmið um hvenær ökumaður telst hæfur til að stjórna ökutæki voru lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill árið 2020 og lýsir það vel óþoli okkar fyrir þessari hegðun. Ökumaður ber ábyrgð – ekki bara á sjálfum sér, heldur öllum sem með honum ferðast og þeim sem verða á vegi hans. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Í þungri umferð eins og búast má við um helgina er meiri hætta á að óþolinmóðir ökumenn fari í framúrakstur. Í fyrra mátti merkja aukningu í slysum vegna framanákeyrsla og útafaksturs samanborið við fyrri ár og þeirri þróun viljum við snúa við. Framúrakstur getur reynst varasamur, sérstaklega á þröngum vegum þar sem sýn er takmörkuð. Framúrakstur á röngum stað getur haft skelfilegar afleiðingar. Ekkigeispa.is Í öllu stuðinu um helgina getur verið auðvelt að gleyma sér og vaka lengi á kostnað svefnsins. Gætum samt vel að því síðustu nóttina fyrir heimferð að ná góðum svefni og aka með fulla athygli heim aftur. Þegar við erum þreytt er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta. Á vefnum ekkigeispa.is eru góð ráð fyrir ökumenn um hvað skal gera ef þreytan svífur á. Skiptumst á að aka ef hægt er, stoppum og teygjum úr okkur eða leggjum okkur í 15 mínútur. Bílbelti bjargar lífi Einn einfaldasti og árangursríkasti öryggisbúnaður bílsins er bílbeltið. Þrátt fyrir að notkun bílbelta sé almenn á Íslandi, er það enn staðreynd að fólk deyr og slasast alvarlega vegna þess að ökumenn eða farþegar voru ekki spenntir í belti. Bílbelti getur dregið úr meiðslum og komið í veg fyrir að einstaklingar kastist út úr ökutækinu við árekstur. Allir í bílnum, bæði í framsæti og aftursæti, eiga að vera spenntir – alltaf, alla leiðina. Regngalli og góða skapið Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Það verður rigning einhverja daga, klæðum okkur vel og munum góða skapið. Verum þolinmóð – það tekur aðeins nokkrar mínútur að bíða, en eitt augnabliksgáleysi getur kostað mannslíf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferð Umferðaröryggi Verslunarmannahelgin Slysavarnir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Þessi tími á að snúast um samveru, gleði og hvíld – en því miður hefur hún í gegnum tíðina einnig markast af alvarlegum umferðarslysum. Nú er rétti tíminn til að minna á mikilvægi umferðaröryggis og sameinast um markmið okkar allra: að komast heil heim. Staðreyndin er sú að framundan er hættulegasti tíminn í umferðinni enflest umferðarslys með meiðslum verða í ágúst, að meðaltali 90 undanfarin 5 ár samkvæmt skýrslum Samgöngustofu. Eftir einn ei aki neinn Einn áfengur drykkur er alltaf einum drykk of mikið ef fólk ætlar að setjast undir stýri. Í fyrra voru tugir ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur um verslunarmannahelgina enda lögreglan með sérstakt eftirlit þá. Hættan sem fylgir ölvunarakstri er mikil, fimmtíu og fjórir slösuðust alvarlega í ölvunarakstursslysum 2024. Ef þú ætlar að neyta áfengis um helgina, vertu þá búinn að skipuleggja heimferðina fyrirfram. Það er ekki nóg að „finnast þú vera edrú“ – lögin er skýr og áhrif á aksturshæfni geta verið meiri en fólk heldur. Viðmið um hvenær ökumaður telst hæfur til að stjórna ökutæki voru lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill árið 2020 og lýsir það vel óþoli okkar fyrir þessari hegðun. Ökumaður ber ábyrgð – ekki bara á sjálfum sér, heldur öllum sem með honum ferðast og þeim sem verða á vegi hans. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Í þungri umferð eins og búast má við um helgina er meiri hætta á að óþolinmóðir ökumenn fari í framúrakstur. Í fyrra mátti merkja aukningu í slysum vegna framanákeyrsla og útafaksturs samanborið við fyrri ár og þeirri þróun viljum við snúa við. Framúrakstur getur reynst varasamur, sérstaklega á þröngum vegum þar sem sýn er takmörkuð. Framúrakstur á röngum stað getur haft skelfilegar afleiðingar. Ekkigeispa.is Í öllu stuðinu um helgina getur verið auðvelt að gleyma sér og vaka lengi á kostnað svefnsins. Gætum samt vel að því síðustu nóttina fyrir heimferð að ná góðum svefni og aka með fulla athygli heim aftur. Þegar við erum þreytt er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta. Á vefnum ekkigeispa.is eru góð ráð fyrir ökumenn um hvað skal gera ef þreytan svífur á. Skiptumst á að aka ef hægt er, stoppum og teygjum úr okkur eða leggjum okkur í 15 mínútur. Bílbelti bjargar lífi Einn einfaldasti og árangursríkasti öryggisbúnaður bílsins er bílbeltið. Þrátt fyrir að notkun bílbelta sé almenn á Íslandi, er það enn staðreynd að fólk deyr og slasast alvarlega vegna þess að ökumenn eða farþegar voru ekki spenntir í belti. Bílbelti getur dregið úr meiðslum og komið í veg fyrir að einstaklingar kastist út úr ökutækinu við árekstur. Allir í bílnum, bæði í framsæti og aftursæti, eiga að vera spenntir – alltaf, alla leiðina. Regngalli og góða skapið Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Það verður rigning einhverja daga, klæðum okkur vel og munum góða skapið. Verum þolinmóð – það tekur aðeins nokkrar mínútur að bíða, en eitt augnabliksgáleysi getur kostað mannslíf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar