Upp­gjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní

Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar
Vestri-Afturelding áttust við á Kerecis vellinum á Ísafirði í leik í Bestu deildinni.
Vestri-Afturelding áttust við á Kerecis vellinum á Ísafirði í leik í Bestu deildinni.

Vestri og ÍBV mættust á Kerecisvellinum á Ísafirði í dag fyrir framan um 330 áhorfendur sem sáu Vestra sigra 2-0 í blíðunni.

Leikurinn í dag byrjaði ekki með látum og á fyrsta korteri leiksins eitt stangarskot og mest lítið af öðru að gerast. Það var svo á 20. Mínútu leiksins að Montiel vinnur boltann á vallarhelmingi ÍBV og sækir í átt að marki þar sem hann á skot sem fer örlítið í Edeland og svo þaðan í markið. Vestri komnir yfir. Það var svo á 43. Mínútu að Ágúst Eðvald, nýjasta viðbótin við hóp Vestramanna, gerir það sem honum er ætlað að gera og opnar markareikning sinn eftir skemmtileg spil við Montiel.

Vestri komnir í 2-0 og eftir það var aldrei spurning hvernig þetta myndi enda. Ekki var seinni hálfleikurinn mikið fyrir augað og skot hér og þar og ekki mikið að rita og ræða um.

Öruggur sigur Vestra staðreynd í dag.

Atvik leiksins

ÍBV voru sterkari fyrstu tuttugu mínútur leiksins en svo kemur markið upp úr engu og eftir það læsti Vestri þessu bara

Stjörnur og skúrkar

Montiel var frábær í dag. Gefum honum stjörnuna. Láki talaði um eftir leik að menn verði að þora skjóta til að skora, ætli við gefum þá ekki sóknarmönnunum hans skúrkahlutverk dagsins.

Dómararnir

Rólegur leikur og lítið að gerast þannig séð. Þægilegur dagur á skrifstofunni hjá Þórði og hann komst vel frá honum.

Stemingin og umgjörð

Veðurblíða á Ísafirði og 330 manns í stúkunni. Þetta verður varla betra.

„Gríðarlega sáttur með sigurinn og bara allt sem við ætluðum okkur í dag”

Davíð Smári Lamude var sáttur með sigurinn.vísir/Anton



„Ég er bara gríðarlega sáttur með sigurinn og það var allt sem ætluðum okkur hérna í dag, að vinna leikinn” sagði Davíð sem hrósaði ÍBV fyrir kröftuga byrjun á leiknum. Hinsvegar eftir að Montiel nær að skora að þá tekur Vestri nokkurveginn við leiknum. „Við vorum bara ekki on-it, svona fyrstu 10, 15 en svo komu líka mjög góðir kaflar og stóru momentin voru okkur að við nýttum þau, það er það sem skiptir máli” sagði Davíð um leikinn. Það eru tíu dagar í næsta leik hjá Vestra og verður enginn afsláttur gefinn hjá Vestra í undirbúningi fyrir þann leik.

Ágúst Eðvald kom nýr inn í dag í lið Vestra og spurður út í það hvort það sé von á fleiri mönnum sagði Davíð að það væri ekkert staðfest en „Ef við finnum réttu leikmennina, góða leikmenn, sem styrkja liðið að þá erum við opnir fyrir því.

Davíð hrósaði Ágústi fyrir innkomu sína í dag en hann hafði einungis náð einni æfingu með liðinu fyrir leikinn.

„Gríðarlegur kraftur í honum en hann er að læra hvernig við spilum. Mikil vinna í honum og fínasti leikur hjá honum og ekki hægt að fara fram á meira svona í fyrsta leik”

„Bara mikil vonbrigði og ekki það sem ég bjóst við”

Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, ekki sáttur.Vísir/Diego



Láki sagði eftir leik að miðað við hvernig leikurinn hafi farið af stað að þá hefði hann ekki séð þessi úrslit við lokaflautið.

„Þetta var ekki eitthvað sem ég átti von á miðað við hvernig leikurinn spilaðist framan af” og á Þorlákur þá við fyrstu 20 mínúturnar af leiknum þar sem ÍBV voru betri. Hinsvegar breyta mörk leikjum og það gerðist þegar Montiel skoraði á 20. Mínútu leiksins. „Þeir eru frábærir þegar þeir komast yfir og undantekningarlaust ná þeir að loka þeim”

„Séð frá mínu liði að þá komum við okkur í mjög góðar stöður allan fyrri hálfleikinn en tökum t.d. ekki skot þegar við eigum færi á því. Ætlum að spila okkur alveg upp að marki. Þú skorar ekki nema þú skjótir.” Sagði svekktur Láki sem var ósáttur við að fá tvö keimlík mörk á sig.

„Þetta er bara æðisleg byrjun”

Ágúst Eðvald er mættur Vestur.Akademisk Boldklub Gladsaxe



„Þetta var iðnaðarsigur, fengum ekki mörg færi en vorum mjög solid í dag bara” sagði Ágúst um fyrsta leik sinn fyrir Vestra.

Félagsskiptin komu sannarlega á óvart og var Ágúst sammála því, enda að koma á Ísafjörð í fyrsta skipti og býr nú í Bolungarvík eftir dvöl í Köben.

“Síðustu tveir þrír dagar eru búnir að vera crazy og manni er hennt í djúpu laugina í dag, skora og geggjað að vinna ásamt marki”

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira