Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar 26. júlí 2025 11:00 Druslugangan er vettvangur þar sem reiði og ást mætast í einni stórri samstöðugöngu. Við mótmælum því að kynferðisofbeldi sé enn partur af daglegu lífi meira en helmings fólks í heiminum. Við mótmælum því að konum og kvárum sem lenda í ofbeldi sé kennt um það vegna klæðaburðar og smættuð í orð eins og druslur - þess vegna erum við öll druslur. Í ár, eins og fyrri ár, göngum við fyrir þau sem ekki hafa stigið fram og sagt frá, fyrir þau sem ákváðu að kæra ekki, fyrir þau sem kærðu, fyrir öll kyn og öll þau sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi. Í ár eru liðin 50 ár frá því að íslenskar konur kröfðust breytinga og stöðvuðu samfélagið á Kvennafrídeginum árið 1975, og því hefur árið í ár hlotið titilinn Kvennaár þar sem konur og kvár krefjast endanlegs jafnréttis kynjanna og aðgerða gegn ofbeldi. 30. janúar 2025 markaði formlegt upphaf Kvennaárs, og Kvennaárið hófst með fráfalli einnar öflugustu baráttukonu okkar tíma, Ólöfu Töru, aðeins 34 ára gamalli. Fáir einstaklingar hafa haft jafn djúpstæð áhrif á umræðuna um réttindi þolenda kynbundins ofbeldis á Íslandi og hún. Ólöf var ötul talskona réttlætis, lögfræðingur og baráttumanneskja sem lét verkin tala, jafnvel þegar það þótti ekki alltaf viðeigandi eða þægilegt. Það er ekki þægileg staðreynd að ein af hverjum fjórum konum hafi orðið fyrir ofbeldi á Íslandi, og að sú tala sé mögulega hærri vegna allra þeirra sem ákveða að kæra ekki ofbeldi eða segja ekki frá. Ólöf knúði okkur sömuleiðis til að horfa lengra en einungis á tölfræðina, að ein af hverjum fjórum konum væri meira en bara tala, og rétt tæpum tveimur mánuðum áður en hún kvaddi ræddi hún að hún sjálf yrði kannski einn daginn hluti af tölfræðinni yfir þær konur sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldisins sem þær urðu fyrir. Ólöf sagði frá eigin reynslu af ofbeldi í nánu sambandi af hreinskilni sem mörg áttu erfitt með að horfast í augu við - og hún lýsti því með skýrum hætti hvernig réttarkerfið brást henni, rétt eins og það hefur brugðist svo mörgum öðrum. Hún var óhrædd við að benda á kerfisbundna veikleika með tölfræðina að vopni, kalla eftir ábyrgð og þrýsta á breytingar, ekki bara í nafni eigin reynslu, heldur allra þeirra sem hafa fundið sig knúin til að þegja í skugga samfélagslegra viðhorfa og meingallaðs dómskerfis. Fyrir mig sem ungan þolanda, eina af hverjum fjórum, skipti rödd Ólafar sköpum. Hún var fyrirmynd þegar ég hafði hreinlega enga trú á kerfinu og var alls ekki viss um hvert ég gæti leitað. Samtök eins og Öfgar, stofnuð meðal annars af Ólöfu, breyttu hugarfari mínu alfarið. Ég fann að ég var ekki ein, ekki að ýkja eða of viðkvæm. Hún gaf mér leyfi til að vera reið, til að krefjast þess að mér væri trúað, og til að finna fyrir því að það væri pláss fyrir mig í þessari baráttu. Í heimi þar sem þolendur eru oftar en ekki kramdir niður og látnir efast um eigið gildi, var það ómetanlegt. Það er ólýsanlega sárt að manneskja sem helgaði líf sitt því að styrkja aðra hafi ekki sjálf notið nægs öryggis, skilnings eða stuðnings til að lifa af. Það minnir okkur á að baráttan getur verið þungbær byrði og að samfélagið ber ábyrgð á því að búa til rými þar sem fólkið í framlínunni fær að vera manneskjur með tilfinningar, veikleika og þörf fyrir vernd. Þess vegna skiptir máli að heiðra Ólöfu Töru sérstaklega í ár. Ekki aðeins vegna þess sem hún stóð fyrir, heldur fyrir þá þolendur sem hún talaði fyrir. Hún öskraði þegar aðrir þögðu. Hún stóð með þeim sem enginn hlustaði á. Hún gaf okkur verkfæri sem munu nýtast okkur að eilífu og hún á svo sannarlega hluta af heiðrinum að Druslugangan sé yfirhöfuð til hér á Íslandi. Við í skipulagsteymi Druslugöngunnar viljum votta aðstandendum Ólafar okkar dýpstu samúð og allan okkar styrk svo að minning hennar lifi ásamt baráttuanda, því við værum ekki hér án hennar. Fjölmennum í gönguna fyrir Ólöfu og fyrir þau sem hafa ekki lifað af ofbeldið sem þau urðu fyrir. Sjáumst við Hallgrímskirkju klukkan 14:00. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Jafnréttismál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Druslugangan er vettvangur þar sem reiði og ást mætast í einni stórri samstöðugöngu. Við mótmælum því að kynferðisofbeldi sé enn partur af daglegu lífi meira en helmings fólks í heiminum. Við mótmælum því að konum og kvárum sem lenda í ofbeldi sé kennt um það vegna klæðaburðar og smættuð í orð eins og druslur - þess vegna erum við öll druslur. Í ár, eins og fyrri ár, göngum við fyrir þau sem ekki hafa stigið fram og sagt frá, fyrir þau sem ákváðu að kæra ekki, fyrir þau sem kærðu, fyrir öll kyn og öll þau sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi. Í ár eru liðin 50 ár frá því að íslenskar konur kröfðust breytinga og stöðvuðu samfélagið á Kvennafrídeginum árið 1975, og því hefur árið í ár hlotið titilinn Kvennaár þar sem konur og kvár krefjast endanlegs jafnréttis kynjanna og aðgerða gegn ofbeldi. 30. janúar 2025 markaði formlegt upphaf Kvennaárs, og Kvennaárið hófst með fráfalli einnar öflugustu baráttukonu okkar tíma, Ólöfu Töru, aðeins 34 ára gamalli. Fáir einstaklingar hafa haft jafn djúpstæð áhrif á umræðuna um réttindi þolenda kynbundins ofbeldis á Íslandi og hún. Ólöf var ötul talskona réttlætis, lögfræðingur og baráttumanneskja sem lét verkin tala, jafnvel þegar það þótti ekki alltaf viðeigandi eða þægilegt. Það er ekki þægileg staðreynd að ein af hverjum fjórum konum hafi orðið fyrir ofbeldi á Íslandi, og að sú tala sé mögulega hærri vegna allra þeirra sem ákveða að kæra ekki ofbeldi eða segja ekki frá. Ólöf knúði okkur sömuleiðis til að horfa lengra en einungis á tölfræðina, að ein af hverjum fjórum konum væri meira en bara tala, og rétt tæpum tveimur mánuðum áður en hún kvaddi ræddi hún að hún sjálf yrði kannski einn daginn hluti af tölfræðinni yfir þær konur sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldisins sem þær urðu fyrir. Ólöf sagði frá eigin reynslu af ofbeldi í nánu sambandi af hreinskilni sem mörg áttu erfitt með að horfast í augu við - og hún lýsti því með skýrum hætti hvernig réttarkerfið brást henni, rétt eins og það hefur brugðist svo mörgum öðrum. Hún var óhrædd við að benda á kerfisbundna veikleika með tölfræðina að vopni, kalla eftir ábyrgð og þrýsta á breytingar, ekki bara í nafni eigin reynslu, heldur allra þeirra sem hafa fundið sig knúin til að þegja í skugga samfélagslegra viðhorfa og meingallaðs dómskerfis. Fyrir mig sem ungan þolanda, eina af hverjum fjórum, skipti rödd Ólafar sköpum. Hún var fyrirmynd þegar ég hafði hreinlega enga trú á kerfinu og var alls ekki viss um hvert ég gæti leitað. Samtök eins og Öfgar, stofnuð meðal annars af Ólöfu, breyttu hugarfari mínu alfarið. Ég fann að ég var ekki ein, ekki að ýkja eða of viðkvæm. Hún gaf mér leyfi til að vera reið, til að krefjast þess að mér væri trúað, og til að finna fyrir því að það væri pláss fyrir mig í þessari baráttu. Í heimi þar sem þolendur eru oftar en ekki kramdir niður og látnir efast um eigið gildi, var það ómetanlegt. Það er ólýsanlega sárt að manneskja sem helgaði líf sitt því að styrkja aðra hafi ekki sjálf notið nægs öryggis, skilnings eða stuðnings til að lifa af. Það minnir okkur á að baráttan getur verið þungbær byrði og að samfélagið ber ábyrgð á því að búa til rými þar sem fólkið í framlínunni fær að vera manneskjur með tilfinningar, veikleika og þörf fyrir vernd. Þess vegna skiptir máli að heiðra Ólöfu Töru sérstaklega í ár. Ekki aðeins vegna þess sem hún stóð fyrir, heldur fyrir þá þolendur sem hún talaði fyrir. Hún öskraði þegar aðrir þögðu. Hún stóð með þeim sem enginn hlustaði á. Hún gaf okkur verkfæri sem munu nýtast okkur að eilífu og hún á svo sannarlega hluta af heiðrinum að Druslugangan sé yfirhöfuð til hér á Íslandi. Við í skipulagsteymi Druslugöngunnar viljum votta aðstandendum Ólafar okkar dýpstu samúð og allan okkar styrk svo að minning hennar lifi ásamt baráttuanda, því við værum ekki hér án hennar. Fjölmennum í gönguna fyrir Ólöfu og fyrir þau sem hafa ekki lifað af ofbeldið sem þau urðu fyrir. Sjáumst við Hallgrímskirkju klukkan 14:00. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun