Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 26. júlí 2025 10:32 Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna. Þessi kröfugerð var mótuð af kröftugum hópi samtaka og baráttuhreyfinga, sem vilja stöðva ofbeldi gegn konum, vinna gegn launamun, bæta stöðu mæðra og bregðast eindregið við kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Við eigum að standa saman, styðja og hlusta. Það eru senn liðin 50 ár frá því konur hér á landi lögðu niður störf, bæði launuð og ólaunuð og stöðvuðu þannig samfélagið. Þetta var gert til að vekja athygli á ólaunuðum störfum kvenna, launamun og þeirri staðreynd að mikið hallaði á konur og þeirra réttindi í samfélaginu. Þrátt fyrir mikla og merkilegu baráttu kvenna hérlendis sem og erlendis búa konur enn við misrétti og ofbeldi og dapurlegt að við séum ekki komin lengra sem sýnir hversu mikilvægt er að við stöndum áfram saman til að knýja fram breytingar. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu 2023 sem fór fram á yfir tuttugu stöðum um land allt og varð stærsti útifundur Íslandssögunnar í Reykjavík. Sá dagur sýndi að núverandi kynslóðir eru tilbúnar til að taka við keflinu frá þeim konum sem ruddu brautina á sínum tíma. Valdefling, baráttugleði og skýrt ákall um breytingar einkenndu þennan risastóra samstöðufund líkt og á Kvennafrídaginn 1975. Samfélag sem stendur saman gegn ójöfnuði er sterkt og ríkt samfélag, það er samfélag þar sem jafnrétti og kvenfrelsi getur orðið að raunveruleika. Þrátt fyrir þann árangur sem hefur þó náðst er það sorgleg staðreynd að enn ríkir misrétti og ofbeldi gegn konum. Rannsóknir sýna að ofbeldi, líkt og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, stafrænt ofbeldi og hatursorðræða hefur aukist, enn er þolendum ekki trúað og enn fá gerendur væga dóma. Af því tilefni og sem ákall um breytingar er Druslugangan gengin í dag í fjórtánda sinn. Þessi mótmælaganga er gengin til að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og minna á að ábyrgðin er alltaf gerenda, alltaf! Við þurfum öll að standa saman í baráttunni, konur, kvár og karlar, og við viljum ekki bíða lengur. Við viljum samfélag þar sem öll eiga jöfn tækifæri, þar sem valdið er í höndum þeirra sem málið varðar og ójöfnuður er upprættur. Nú er tímabært að standa saman, sýna ábyrgð okkar og vilja. Sagan sýnir að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Við þorum, getum og viljum! Við erum í miklum mótvindi, nú þarf að halda áfram að berjast og gera sjálfsögð réttindi og sanngirni fyrir öll að veruleika. Höfundar eru druslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Kvennaverkfall Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna. Þessi kröfugerð var mótuð af kröftugum hópi samtaka og baráttuhreyfinga, sem vilja stöðva ofbeldi gegn konum, vinna gegn launamun, bæta stöðu mæðra og bregðast eindregið við kynbundinni mismunun á vinnumarkaði. Við eigum að standa saman, styðja og hlusta. Það eru senn liðin 50 ár frá því konur hér á landi lögðu niður störf, bæði launuð og ólaunuð og stöðvuðu þannig samfélagið. Þetta var gert til að vekja athygli á ólaunuðum störfum kvenna, launamun og þeirri staðreynd að mikið hallaði á konur og þeirra réttindi í samfélaginu. Þrátt fyrir mikla og merkilegu baráttu kvenna hérlendis sem og erlendis búa konur enn við misrétti og ofbeldi og dapurlegt að við séum ekki komin lengra sem sýnir hversu mikilvægt er að við stöndum áfram saman til að knýja fram breytingar. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu 2023 sem fór fram á yfir tuttugu stöðum um land allt og varð stærsti útifundur Íslandssögunnar í Reykjavík. Sá dagur sýndi að núverandi kynslóðir eru tilbúnar til að taka við keflinu frá þeim konum sem ruddu brautina á sínum tíma. Valdefling, baráttugleði og skýrt ákall um breytingar einkenndu þennan risastóra samstöðufund líkt og á Kvennafrídaginn 1975. Samfélag sem stendur saman gegn ójöfnuði er sterkt og ríkt samfélag, það er samfélag þar sem jafnrétti og kvenfrelsi getur orðið að raunveruleika. Þrátt fyrir þann árangur sem hefur þó náðst er það sorgleg staðreynd að enn ríkir misrétti og ofbeldi gegn konum. Rannsóknir sýna að ofbeldi, líkt og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, stafrænt ofbeldi og hatursorðræða hefur aukist, enn er þolendum ekki trúað og enn fá gerendur væga dóma. Af því tilefni og sem ákall um breytingar er Druslugangan gengin í dag í fjórtánda sinn. Þessi mótmælaganga er gengin til að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og minna á að ábyrgðin er alltaf gerenda, alltaf! Við þurfum öll að standa saman í baráttunni, konur, kvár og karlar, og við viljum ekki bíða lengur. Við viljum samfélag þar sem öll eiga jöfn tækifæri, þar sem valdið er í höndum þeirra sem málið varðar og ójöfnuður er upprættur. Nú er tímabært að standa saman, sýna ábyrgð okkar og vilja. Sagan sýnir að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Við þorum, getum og viljum! Við erum í miklum mótvindi, nú þarf að halda áfram að berjast og gera sjálfsögð réttindi og sanngirni fyrir öll að veruleika. Höfundar eru druslur.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar