Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2025 08:03 Elvar Már er farinn frá Maroussi í Grikklandi og orðinn leikmaður Anwil Wloclawek í Póllandi. vísir / bjarni Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson var orðinn þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum í Grikklandi og samdi frekar við topplið í Póllandi. Elvar hefur verið á mála hjá gríska liðinu Maroussi undanfarin tvö tímabil og staðið í ströngu en nú hefur hann kvatt grísku fallbaráttuna og samið við Anwil Wloclawek, eitt besta lið Póllands. „Ég fékk gott tilboð þaðan og leist mjög vel á bæði hlutverk og aðstæður. Svo langaði mig líka að fara í lið sem er að berjast um titla. Ég er búinn að vera við botninn síðustu tvö ár í Grikklandi að berjast í fallbaráttu. Mig langaði að komast í aðstæður þar sem ég get farið að keppa um titla og farið að vinna fleiri leiki. Það léttir manni oft lífið.“ Fjórir þjálfarar á einu tímabili Elvar segir lífið í Grikklandi hafa verið ljúft en hjá liðinu sem hann spilaði fyrir voru erfiðar aðstæður og furðulegar ákvarðanir teknar. „Eins og í vetur var þetta mjög skrítið tímabil, ég var með fjóra þjálfara og svo voru leikmenn að koma inn og út í hverjum einasta mánuði. Maður var alltaf að aðlagast einhverju nýju og náði aldrei að byggja ofan á neitt. Þannig að það var mikill óstöðugleiki. Ákvarðanatökur og hversu blóðheitir þeir eru, að taka ákvarðanir eftir tapleiki og vilja breyta til… það truflaði mig mest.“ Elvar Már í leik með Maroussi á síðasta tímabili. maroussi Þrátt fyrir þessa miklu leikmannaveltu vildi Maroussi halda Elvari en honum leist betur á að taka næsta tímabil í Póllandi, þar sem hann verður í stóru hlutverki. „Þeir voru að leitast eftir leikstjórnanda sem er meiri sendingamaður, stjórnar leiknum og spilar aðra uppi. Hlutverkið mitt í Evrópu er aðeins öðruvísi en hjá landsliðinu. Ég er meira að skora með landsliðinu en í Evrópu er ég meiri sendingamaður, gef stoðsendingar og stjórna spilinu. Þeir vildu fá mann með reynslu í það hlutverk.“ Elvar Már í leik með landsliðinu. vísir / anton Fjallað var um félagaskipti Elvars í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Körfubolti Gríski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Elvar hefur verið á mála hjá gríska liðinu Maroussi undanfarin tvö tímabil og staðið í ströngu en nú hefur hann kvatt grísku fallbaráttuna og samið við Anwil Wloclawek, eitt besta lið Póllands. „Ég fékk gott tilboð þaðan og leist mjög vel á bæði hlutverk og aðstæður. Svo langaði mig líka að fara í lið sem er að berjast um titla. Ég er búinn að vera við botninn síðustu tvö ár í Grikklandi að berjast í fallbaráttu. Mig langaði að komast í aðstæður þar sem ég get farið að keppa um titla og farið að vinna fleiri leiki. Það léttir manni oft lífið.“ Fjórir þjálfarar á einu tímabili Elvar segir lífið í Grikklandi hafa verið ljúft en hjá liðinu sem hann spilaði fyrir voru erfiðar aðstæður og furðulegar ákvarðanir teknar. „Eins og í vetur var þetta mjög skrítið tímabil, ég var með fjóra þjálfara og svo voru leikmenn að koma inn og út í hverjum einasta mánuði. Maður var alltaf að aðlagast einhverju nýju og náði aldrei að byggja ofan á neitt. Þannig að það var mikill óstöðugleiki. Ákvarðanatökur og hversu blóðheitir þeir eru, að taka ákvarðanir eftir tapleiki og vilja breyta til… það truflaði mig mest.“ Elvar Már í leik með Maroussi á síðasta tímabili. maroussi Þrátt fyrir þessa miklu leikmannaveltu vildi Maroussi halda Elvari en honum leist betur á að taka næsta tímabil í Póllandi, þar sem hann verður í stóru hlutverki. „Þeir voru að leitast eftir leikstjórnanda sem er meiri sendingamaður, stjórnar leiknum og spilar aðra uppi. Hlutverkið mitt í Evrópu er aðeins öðruvísi en hjá landsliðinu. Ég er meira að skora með landsliðinu en í Evrópu er ég meiri sendingamaður, gef stoðsendingar og stjórna spilinu. Þeir vildu fá mann með reynslu í það hlutverk.“ Elvar Már í leik með landsliðinu. vísir / anton Fjallað var um félagaskipti Elvars í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Körfubolti Gríski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira