Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 22. júlí 2025 14:02 Á Íslandi eru 62 sveitarfélög, sem eru mjög misjöfn að stærð og íbúafjölda. Undanfarin 25 ár hafa verkefni færst frá ríki til sveitarfélaga, svo sem grunnskólamál og þjónusta við fatlaða. Samkvæmt lögum ber öllum sveitarfélögum að veita ákveðna þjónustu, en geta þeirra til þess er mismikil. Yfirleitt hafa stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundnum verkefnum en þau minni. Helstu útgjaldaliðir sveitarfélaga eru: 1. Menntamál: Leikskólar, grunnskólar og frístundastarf, eins og laun kennara og starfsfólks, húsnæði, kennslugögn og annar rekstur. 2. Félagsþjónusta: Félagsleg aðstoð, þjónusta við fatlað fólk og aldraða, heimilishjálp, félagsleg heimaþjónusta og rekstur hjúkrunarheimila. Þessi liður hefur farið vaxandi með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. 3. Skipulags- og byggingarmál: Innviðir eins og gatnagerð, snjómokstur, lýsing og viðhald gatna, ásamt skipulagsvinnu og byggingareftirliti. 4. Umhverfis- og sorphirðumál: Sorphirða, endurvinnsla, hreinsun opinna svæða og gróðursetning. Umhverfismál hafa fengið aukið vægi með áherslu á sjálfbærni. 5. Tómstunda- og menningarmál: Rekstur sundlauga, íþróttamannvirkja, bókasafna, menningarhúsa og stuðningur við íþróttafélög og listalíf. 6. Fjármál og stjórnsýsla: Laun og rekstur stjórnsýslu, t.d. bæjarstjórnar, skrifstofu og fjármáladeilda. 7. Lán og fjármagnskostnaður: Greiðslur af lánum og vextir, m.a. vegna fjárfestinga í innviðum eins og skólabyggingum. Ofangreind verkefni sýnia að sveitarfélögin sinna mikilli og fjölbreyttri þjónustu. Stærsti tekjustofn sveitarfélaga er útsvar sem er hluti af tekjuskattskerfinu. Að auki fá sveitarfélögin tekjur af fasteignasköttum af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Hærri fasteignaskattar eru greiddir af atvinnuhúsnæði. Að auki fá sveitarfélög sk. jöfnunarframlag frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Almennt má segja að því fámennari sem sveitarfélögin eru, því meira skiptir jöfnunarframlagið máli sem hlutfall af tekjum þeirra. Sveitarfélögin mega leggja á þjónustugjöld og gildir sama um þau og jöfnunarframlagið. Almennt eru þjónustugjöldin lægri hjá fjölmennari sveitarfélögum (með yfir 5000 íbúa) en hjá þeim fámennari. Til viðbótar þessu fá sveitarfélög tekjur af eignum og rekstri, eins og arðgreiðslur af fyrirtækjum í eigu sveitarfélaga og sölu byggingarétta. Um fjármál sveitarfélaga má almennt segja að stærri sveitarfélög eins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru yfirleitt betur stödd fjárhagslega vegna stærri skattstofna og fjölbreyttari tekna. Á móti eiga mörg minni sveitarfélög oft erfiðara með að mæta auknum kröfum um þjónustu og fjárfestingar. Almennt þurfa sveitarfélögin á öllum þeim tekjum að halda sem þeim stendur til boða til að geta sinnt sínu hlutverki. Það er ekki mikið svigrúm til lækkunar á kostnaði hjá sveitarfélögum. Í ljósi þess að ákveðnar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga er því eðilegt að skoða stærð þeirra og fjölda íbúa svo þau geti sinnt sinni ábyrgð og skyldum eins vel og vænst er. Af sveitarfélögunum eru 27 með færri en 1.000 íbúa, þar af 13 með færri en 500. Fjögur sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa! Þrátt fyrir þessa staðreynd ber öllum sveitarfélögum að veita sambærilega þjónustu óháð íbúafjölda. Til dæmis þarf Svalbarðsstrandahreppur með um 500 íbúa að sinna sömu skyldum og Akureyri með 20.000 íbúa. Því er áhugavert að ef sett yrði krafa um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga væri 1.000, mætti fækka þeim um 27. Það gæti styrkt þjónustugetu þeirra og sparað verulegan kostnað. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því að fá að sinna ákveðinni þjónustu, sérstaklega nærþjónustu en áður en farið verður í að láta sveitarfélögin fá fleiri verkefni frá ríkinu, eins og t.d. heilsugæslu eða málefni aldraðra, er það mitt mat að sveitarfélögin þurfa að sýna ábyrgð og að þau séu þess verðug að takast á við frekari verkefni. Lykill að þeirri vegferð er að fækka sveitarfélögum þannig að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags verði aldrei minni en 1000 íbúar. Hingað til hafa sveitarfélögin haft stjórn á þessari þróun, en í ljósi þess að samfélög og þjónusta við íbúa verður æ flóknari á hverju ári, verða stjórnvöld að fara að krefjast þess að sveitarfélögin leysi þetta annars verður að gera þetta með lögbundnum hætti. Höfundur er heilsuhagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru 62 sveitarfélög, sem eru mjög misjöfn að stærð og íbúafjölda. Undanfarin 25 ár hafa verkefni færst frá ríki til sveitarfélaga, svo sem grunnskólamál og þjónusta við fatlaða. Samkvæmt lögum ber öllum sveitarfélögum að veita ákveðna þjónustu, en geta þeirra til þess er mismikil. Yfirleitt hafa stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundnum verkefnum en þau minni. Helstu útgjaldaliðir sveitarfélaga eru: 1. Menntamál: Leikskólar, grunnskólar og frístundastarf, eins og laun kennara og starfsfólks, húsnæði, kennslugögn og annar rekstur. 2. Félagsþjónusta: Félagsleg aðstoð, þjónusta við fatlað fólk og aldraða, heimilishjálp, félagsleg heimaþjónusta og rekstur hjúkrunarheimila. Þessi liður hefur farið vaxandi með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. 3. Skipulags- og byggingarmál: Innviðir eins og gatnagerð, snjómokstur, lýsing og viðhald gatna, ásamt skipulagsvinnu og byggingareftirliti. 4. Umhverfis- og sorphirðumál: Sorphirða, endurvinnsla, hreinsun opinna svæða og gróðursetning. Umhverfismál hafa fengið aukið vægi með áherslu á sjálfbærni. 5. Tómstunda- og menningarmál: Rekstur sundlauga, íþróttamannvirkja, bókasafna, menningarhúsa og stuðningur við íþróttafélög og listalíf. 6. Fjármál og stjórnsýsla: Laun og rekstur stjórnsýslu, t.d. bæjarstjórnar, skrifstofu og fjármáladeilda. 7. Lán og fjármagnskostnaður: Greiðslur af lánum og vextir, m.a. vegna fjárfestinga í innviðum eins og skólabyggingum. Ofangreind verkefni sýnia að sveitarfélögin sinna mikilli og fjölbreyttri þjónustu. Stærsti tekjustofn sveitarfélaga er útsvar sem er hluti af tekjuskattskerfinu. Að auki fá sveitarfélögin tekjur af fasteignasköttum af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Hærri fasteignaskattar eru greiddir af atvinnuhúsnæði. Að auki fá sveitarfélög sk. jöfnunarframlag frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Almennt má segja að því fámennari sem sveitarfélögin eru, því meira skiptir jöfnunarframlagið máli sem hlutfall af tekjum þeirra. Sveitarfélögin mega leggja á þjónustugjöld og gildir sama um þau og jöfnunarframlagið. Almennt eru þjónustugjöldin lægri hjá fjölmennari sveitarfélögum (með yfir 5000 íbúa) en hjá þeim fámennari. Til viðbótar þessu fá sveitarfélög tekjur af eignum og rekstri, eins og arðgreiðslur af fyrirtækjum í eigu sveitarfélaga og sölu byggingarétta. Um fjármál sveitarfélaga má almennt segja að stærri sveitarfélög eins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru yfirleitt betur stödd fjárhagslega vegna stærri skattstofna og fjölbreyttari tekna. Á móti eiga mörg minni sveitarfélög oft erfiðara með að mæta auknum kröfum um þjónustu og fjárfestingar. Almennt þurfa sveitarfélögin á öllum þeim tekjum að halda sem þeim stendur til boða til að geta sinnt sínu hlutverki. Það er ekki mikið svigrúm til lækkunar á kostnaði hjá sveitarfélögum. Í ljósi þess að ákveðnar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga er því eðilegt að skoða stærð þeirra og fjölda íbúa svo þau geti sinnt sinni ábyrgð og skyldum eins vel og vænst er. Af sveitarfélögunum eru 27 með færri en 1.000 íbúa, þar af 13 með færri en 500. Fjögur sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa! Þrátt fyrir þessa staðreynd ber öllum sveitarfélögum að veita sambærilega þjónustu óháð íbúafjölda. Til dæmis þarf Svalbarðsstrandahreppur með um 500 íbúa að sinna sömu skyldum og Akureyri með 20.000 íbúa. Því er áhugavert að ef sett yrði krafa um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga væri 1.000, mætti fækka þeim um 27. Það gæti styrkt þjónustugetu þeirra og sparað verulegan kostnað. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því að fá að sinna ákveðinni þjónustu, sérstaklega nærþjónustu en áður en farið verður í að láta sveitarfélögin fá fleiri verkefni frá ríkinu, eins og t.d. heilsugæslu eða málefni aldraðra, er það mitt mat að sveitarfélögin þurfa að sýna ábyrgð og að þau séu þess verðug að takast á við frekari verkefni. Lykill að þeirri vegferð er að fækka sveitarfélögum þannig að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags verði aldrei minni en 1000 íbúar. Hingað til hafa sveitarfélögin haft stjórn á þessari þróun, en í ljósi þess að samfélög og þjónusta við íbúa verður æ flóknari á hverju ári, verða stjórnvöld að fara að krefjast þess að sveitarfélögin leysi þetta annars verður að gera þetta með lögbundnum hætti. Höfundur er heilsuhagfræðingur
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun