Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2025 16:32 Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. Geislafræðingar sinna mikilvægum störfum á heilbrigðisstofnunum landsins, annars vegar við myndgreiningu og hins vegar við geislameðferð. Eins og kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar sinna of fáir geislafræðingar þessum störfum, og ekki hefur tekist að ráða í öll þau störf sem hafa verið auglýst. Þá eru núverandi stöðugildi geislafræðinga á röntgendeild Landspítalans rétt ríflega helmingur af skilgreindri mönnunarþörf, eða 60 stöðugildi í stað 109 sem þyrftu að vera skv. úttekt landlæknis frá árinu 2023. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um að bið eftir geislameðferð á ákveðnum tegundum krabbameina hafi lengst fram úr hófi og sé nú orðin tvöfalt lengri en miðað er við. Þessi staða leggst auðvitað þungt á okkar skjólstæðinga, sem eru fólk sem stendur í miðri erfiðri krabbameinsmeðferð og má ekki við frekari óvissu. Geislafræðingar hafa lengi haft áhyggjur af því að þessi staða gæti komið upp. Greint hefur verið frá bráðaaðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld reyna nú að tryggja, eins og að sjúklingar verði sendir erlendis í geislameðferð og að leitað verði til erlendra starfsmannaleiga til að mæta starfsmannaþörf. En það er ljóst að það geta bara verið lausnir til skamms tíma og að við verðum að laga grunnvandamálið til þess að geta tryggt nægilega mönnun nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi sem geislafræðingar sinna, í takt við fjölgun þjóðarinnar og aukið álag. Félag geislafræðinga hefur átt fund með heilbrigðisráðherra og óskað eftir samtali við forystu Landspítalans um hvernig hægt sé að taka höndum saman til að leysa vandann til framtíðar. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá vilja til að kaupa 1-2 línuhraðla til viðbótar, en til þess að nota þá þarf sérhæft starfsfólk og við þurfum að tryggja nægilega mönnun. Til þess þarf að greina orsakir þess að ekki tekst að ráða í auglýst störf við geislameðferð og gera umbætur á starfsumhverfi og -kjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. Geislafræðingar sinna mikilvægum störfum á heilbrigðisstofnunum landsins, annars vegar við myndgreiningu og hins vegar við geislameðferð. Eins og kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar sinna of fáir geislafræðingar þessum störfum, og ekki hefur tekist að ráða í öll þau störf sem hafa verið auglýst. Þá eru núverandi stöðugildi geislafræðinga á röntgendeild Landspítalans rétt ríflega helmingur af skilgreindri mönnunarþörf, eða 60 stöðugildi í stað 109 sem þyrftu að vera skv. úttekt landlæknis frá árinu 2023. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um að bið eftir geislameðferð á ákveðnum tegundum krabbameina hafi lengst fram úr hófi og sé nú orðin tvöfalt lengri en miðað er við. Þessi staða leggst auðvitað þungt á okkar skjólstæðinga, sem eru fólk sem stendur í miðri erfiðri krabbameinsmeðferð og má ekki við frekari óvissu. Geislafræðingar hafa lengi haft áhyggjur af því að þessi staða gæti komið upp. Greint hefur verið frá bráðaaðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld reyna nú að tryggja, eins og að sjúklingar verði sendir erlendis í geislameðferð og að leitað verði til erlendra starfsmannaleiga til að mæta starfsmannaþörf. En það er ljóst að það geta bara verið lausnir til skamms tíma og að við verðum að laga grunnvandamálið til þess að geta tryggt nægilega mönnun nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi sem geislafræðingar sinna, í takt við fjölgun þjóðarinnar og aukið álag. Félag geislafræðinga hefur átt fund með heilbrigðisráðherra og óskað eftir samtali við forystu Landspítalans um hvernig hægt sé að taka höndum saman til að leysa vandann til framtíðar. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá vilja til að kaupa 1-2 línuhraðla til viðbótar, en til þess að nota þá þarf sérhæft starfsfólk og við þurfum að tryggja nægilega mönnun. Til þess þarf að greina orsakir þess að ekki tekst að ráða í auglýst störf við geislameðferð og gera umbætur á starfsumhverfi og -kjörum.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar