Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar 12. júlí 2025 10:01 Ég vill byrja á að segja frá því að ég vinn í Árbænum og þar sem ég hef áður treyst á einkabílinn þá er mjög takmarkað hversu mikið það er hægt að líta í kringum sig og ekki haft augun á veginum. Núna er ég hins vegar kominn í strætó til þess að komast á milli staða. Ég tek strætó númer 24 sem fer framhjá Álfabakka 2. Þá get ég loksins litið í kringum og hef ég tekið eftir hlutum sem ég áður sá ekki eða leyfði mér ekki að sjá. Þar sem ég hef skrifað áður um skaðsemi kapitalismanns á lýðheilsu almennings hvað varðar mat, þá finnst mér ég knúinn tala um sjónmengun, andlegt niðurrif, samfélagslega tortryggni í formi græns vöruhús. Hvernig stendur á því að við sem Íslendingar eigum að vera stolt sem þjóð, af okkar menningu og okkar fána þegar að ákveðnir aðilar fundust það vera rosalega góð hugmynd að reisa þetta virki? Hrikalega ljótt vöruhús inn í hjarta íbúðarhúsahverfis sem lítur út eins og risastór stór mygla sem skyggir á glugga þeirra sem búa við hlið þess og er núna orðin einhver mesta sjónmengun inn í íslenskt samfélag. Erum við virkilega orðin svona súr af völdum peninga að í staðinn fyrir að byggja upp falleg hverfi, fyrir fólk til þess að njóta, með fallegum byggingum, görðum og leikvöllum sem lifna við seint á sumrin eftir harðan vetur þá byggjum við eftir hugarheim moldríka hagsmunaaðila? Eru íbúar ekki hagsmunaaðilar? Í staðinn fyrir fyrir barn á hjóli þá er vörubíll, í staðinn fyrir leikvöll eru risastór grænn veggur, í staðinn fyrir gróður er malbik. Hvað segir það um forgangsröðun okkar þegar við veljum að reisa vöruhús, köld, líflaus og lituð í einhverjum gervi umhverfisvænum grænum lit, þar sem við getum skapað garða, leiksvæði, kaffihús, og mannleg rými? Þetta vöruhús er ekki bara ljót bygging sem skyggir á hamingju íbúanna og allra í kring. Hún er tákn um hversu langt við höfum komist í efnahagslegri tækni og hagkvæmni, en jafnframt hversu langt aftur við höfum dregist úr í mennsku, fegurðarskyni og sálrænu frelsi. Þegar byggingar eru eingöngu hannaðar af verkfræðingum með það að markmiði að hámarka pláss og lækka kostnað, en ekki af arkitektum sem elska fagurfræði og vilja skapa rými sem tala við hjartað þá byggjum við ekki lengur fyrir fólk, heldur fyrir vörur. Við horfum undan því að borgin á að nærast á fegurð, á samveru og á hlýju, enn í staðinn fyrir hlýju og samveru þá erum við með vöruhús sem færir okkur pening. Með öðrum orðum er verið að selja hlýjuna og samveruna fyrir grænt vöruhús. Þeir sem tapa mest á því fá ekkert af sölunni, þeir sem græða mest þurfa aldrei að sjá þetta hús. Þegar efnahagslegur gróði verður mikilvægari en manneskja, þá sjáum við akkúrat það sem er í gangi dag í vestrænu samfélagi, sem er aukandi líkamlegt og andlegt ójafnvægi á samfélagslegum grundvelli. Við gætum verið að búa til uppbyggjandi hverfi, þar sem arkitektúrinn hvetur til samtals, þar sem götur verða að vettvangi leiks og lífs, þar sem hverfið umlykur íbúa, en vinnur ekki á móti þeim. En í staðinn byggjum við til þess að umlykja vörur með stórum ál og járn veggjum fyrir efnahagslegan gróða en samfélagslegt niðurrif. Kannski þurfum við öll að taka strætó oftar. Ekki bara til að minnka umhverfisspor, heldur til að sjá hvað við erum að gera við þetta land. Land sem á að vera fyrir okkur öll, með það markmið að leiðarljósi að “hér viljum við vera”. Í hvert skipti sem ég fer framhjá þessu húsi þá fæ ég sama óbragð í munninn, alveg eins og þegar ég smakkaði súran hval í fyrsta skipti. Sem betur fer smakkaði ég hann bara einu sinni en íbúar þessa hverfist þurfa hins vegar að sjá þetta hús á hverjum einasta degi sem raunverulega brýtur í mér hjartað. Ég legg til að þetta hús verður rifið og eitthvað verulega fallegt og vel skipulagt rými kemur þarna í staðinn. Ég legg líka til að við stöndum saman sem samfélag um réttindi allra í landinu og stöndum vörð um okkar sálræna frelsi. Höfundur er starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vill byrja á að segja frá því að ég vinn í Árbænum og þar sem ég hef áður treyst á einkabílinn þá er mjög takmarkað hversu mikið það er hægt að líta í kringum sig og ekki haft augun á veginum. Núna er ég hins vegar kominn í strætó til þess að komast á milli staða. Ég tek strætó númer 24 sem fer framhjá Álfabakka 2. Þá get ég loksins litið í kringum og hef ég tekið eftir hlutum sem ég áður sá ekki eða leyfði mér ekki að sjá. Þar sem ég hef skrifað áður um skaðsemi kapitalismanns á lýðheilsu almennings hvað varðar mat, þá finnst mér ég knúinn tala um sjónmengun, andlegt niðurrif, samfélagslega tortryggni í formi græns vöruhús. Hvernig stendur á því að við sem Íslendingar eigum að vera stolt sem þjóð, af okkar menningu og okkar fána þegar að ákveðnir aðilar fundust það vera rosalega góð hugmynd að reisa þetta virki? Hrikalega ljótt vöruhús inn í hjarta íbúðarhúsahverfis sem lítur út eins og risastór stór mygla sem skyggir á glugga þeirra sem búa við hlið þess og er núna orðin einhver mesta sjónmengun inn í íslenskt samfélag. Erum við virkilega orðin svona súr af völdum peninga að í staðinn fyrir að byggja upp falleg hverfi, fyrir fólk til þess að njóta, með fallegum byggingum, görðum og leikvöllum sem lifna við seint á sumrin eftir harðan vetur þá byggjum við eftir hugarheim moldríka hagsmunaaðila? Eru íbúar ekki hagsmunaaðilar? Í staðinn fyrir fyrir barn á hjóli þá er vörubíll, í staðinn fyrir leikvöll eru risastór grænn veggur, í staðinn fyrir gróður er malbik. Hvað segir það um forgangsröðun okkar þegar við veljum að reisa vöruhús, köld, líflaus og lituð í einhverjum gervi umhverfisvænum grænum lit, þar sem við getum skapað garða, leiksvæði, kaffihús, og mannleg rými? Þetta vöruhús er ekki bara ljót bygging sem skyggir á hamingju íbúanna og allra í kring. Hún er tákn um hversu langt við höfum komist í efnahagslegri tækni og hagkvæmni, en jafnframt hversu langt aftur við höfum dregist úr í mennsku, fegurðarskyni og sálrænu frelsi. Þegar byggingar eru eingöngu hannaðar af verkfræðingum með það að markmiði að hámarka pláss og lækka kostnað, en ekki af arkitektum sem elska fagurfræði og vilja skapa rými sem tala við hjartað þá byggjum við ekki lengur fyrir fólk, heldur fyrir vörur. Við horfum undan því að borgin á að nærast á fegurð, á samveru og á hlýju, enn í staðinn fyrir hlýju og samveru þá erum við með vöruhús sem færir okkur pening. Með öðrum orðum er verið að selja hlýjuna og samveruna fyrir grænt vöruhús. Þeir sem tapa mest á því fá ekkert af sölunni, þeir sem græða mest þurfa aldrei að sjá þetta hús. Þegar efnahagslegur gróði verður mikilvægari en manneskja, þá sjáum við akkúrat það sem er í gangi dag í vestrænu samfélagi, sem er aukandi líkamlegt og andlegt ójafnvægi á samfélagslegum grundvelli. Við gætum verið að búa til uppbyggjandi hverfi, þar sem arkitektúrinn hvetur til samtals, þar sem götur verða að vettvangi leiks og lífs, þar sem hverfið umlykur íbúa, en vinnur ekki á móti þeim. En í staðinn byggjum við til þess að umlykja vörur með stórum ál og járn veggjum fyrir efnahagslegan gróða en samfélagslegt niðurrif. Kannski þurfum við öll að taka strætó oftar. Ekki bara til að minnka umhverfisspor, heldur til að sjá hvað við erum að gera við þetta land. Land sem á að vera fyrir okkur öll, með það markmið að leiðarljósi að “hér viljum við vera”. Í hvert skipti sem ég fer framhjá þessu húsi þá fæ ég sama óbragð í munninn, alveg eins og þegar ég smakkaði súran hval í fyrsta skipti. Sem betur fer smakkaði ég hann bara einu sinni en íbúar þessa hverfist þurfa hins vegar að sjá þetta hús á hverjum einasta degi sem raunverulega brýtur í mér hjartað. Ég legg til að þetta hús verður rifið og eitthvað verulega fallegt og vel skipulagt rými kemur þarna í staðinn. Ég legg líka til að við stöndum saman sem samfélag um réttindi allra í landinu og stöndum vörð um okkar sálræna frelsi. Höfundur er starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun