Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júlí 2025 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir vann kvennaflokkinn fimmta árið í röð. Laugavegurinn Í dag fór Laugavegshlaupið fram í tuttugasta og áttunda sinn. Aldrei hafa fleiri þátttakendur verið skráðir til leiks. Hlaupið var í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi. Yfir 800 hlauparar lögðu af stað í morgun frá Landmannalaugum. Þorsteinn Roy Jóhannsson vann Laugavegshlaupið hjá körlunum annað árið í röð. Hann kom í mark á 4.05,05 klukkutímum en hann hljóp mjög vel framan af og var líklegur til þess að bæta brautarmetið. Það féll þó ekki að þessu sinni. Annar í mark var þjálfarinn hans, Þorbergur Ingi Jónsson, en Þorbergur kom í mark fimm og hálfri mínútu á eftir Þorsteini Roy. Þess má geta að Þorbergur er eini maðurinn sem hefur hlaupið kílómetrana 55 á undir fjórum klukkutímum. Þriðji varð Bretinn Andrew Douglas sem kom í mark rúmum tólf mínútum á eftir sigurvegaranum. Það kom svo fáum á óvart að Andrea Kolbeinsdóttir skyldi vinna kvennaflokkinn en hún hljóp á 4.29,33 klukkutímum. Þetta er fimmta árið í röð sem hún vinnur kvennaflokkinn. Hún var rúmlega 24 mínútum á eftir Þorsteini. Bakgarðsdrottningin Elísa Kristinsdóttir varð í öðru sæti í kvennaflokki en hún skilaði sér yfir marklínuna rúmum fimm mínútum á eftir Andreu. Þriðja í kvennaflokki varð svo Anna Berglind Pálmadóttir en hún var 27 mínútum á eftir Andreu. Sjá má tíma allra keppenda hér. Laugavegshlaupið hefur um árabil verið ein helsta árshátíð utanvegahlaupara á Íslandi og laðað að sér hlaupara hvaðanæva að úr heiminum. Margir af fremstu hlaupurum Íslands hlaupa í dag. Má þar nefna Þorberg Inga Jónsson, Þorstein Roy Jóhannsson, Andreu Kolbeinsdóttur, Írisi Önnu Skúladóttur og Halldóru Huld Ingvadóttur. Hér fyrir neðan má sjá heimildarmyndina Laugavegurinn sem kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson gerði um hlaupið og kom út í fyrra. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Yfir 800 hlauparar lögðu af stað í morgun frá Landmannalaugum. Þorsteinn Roy Jóhannsson vann Laugavegshlaupið hjá körlunum annað árið í röð. Hann kom í mark á 4.05,05 klukkutímum en hann hljóp mjög vel framan af og var líklegur til þess að bæta brautarmetið. Það féll þó ekki að þessu sinni. Annar í mark var þjálfarinn hans, Þorbergur Ingi Jónsson, en Þorbergur kom í mark fimm og hálfri mínútu á eftir Þorsteini Roy. Þess má geta að Þorbergur er eini maðurinn sem hefur hlaupið kílómetrana 55 á undir fjórum klukkutímum. Þriðji varð Bretinn Andrew Douglas sem kom í mark rúmum tólf mínútum á eftir sigurvegaranum. Það kom svo fáum á óvart að Andrea Kolbeinsdóttir skyldi vinna kvennaflokkinn en hún hljóp á 4.29,33 klukkutímum. Þetta er fimmta árið í röð sem hún vinnur kvennaflokkinn. Hún var rúmlega 24 mínútum á eftir Þorsteini. Bakgarðsdrottningin Elísa Kristinsdóttir varð í öðru sæti í kvennaflokki en hún skilaði sér yfir marklínuna rúmum fimm mínútum á eftir Andreu. Þriðja í kvennaflokki varð svo Anna Berglind Pálmadóttir en hún var 27 mínútum á eftir Andreu. Sjá má tíma allra keppenda hér. Laugavegshlaupið hefur um árabil verið ein helsta árshátíð utanvegahlaupara á Íslandi og laðað að sér hlaupara hvaðanæva að úr heiminum. Margir af fremstu hlaupurum Íslands hlaupa í dag. Má þar nefna Þorberg Inga Jónsson, Þorstein Roy Jóhannsson, Andreu Kolbeinsdóttur, Írisi Önnu Skúladóttur og Halldóru Huld Ingvadóttur. Hér fyrir neðan má sjá heimildarmyndina Laugavegurinn sem kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson gerði um hlaupið og kom út í fyrra.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn