Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. júlí 2025 07:33 Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar. Væntanlega telja Samfylkingin og Viðreisn núna að rangt hafi verið að beita málþófi gegn þingsályktunartillögunni um að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka. Mögulega einnig að beita hefði átt svonefndu kjarnorkuákvæði í lögum um þingsköp til þess að stöðva málþófið. Vitanlega eru engar líkur á því. Komi hins vegar til þess að ákvæðinu verði beitt af ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins stóreykur það auðvitað líkurnar á því að það verði gert á nýjan leik þegar þessir flokkar verða komnir aftur í stjórnarandstöðu enda ekki verið beitt í 60 ár. Málþóf er ákveðið úrræði stjórnarandstöðunnar hverju sinni sem hún þarf hins vegar að hafa mikið fyrir. Væru þröng takmörk sett á það hve lengi stjórnarandstaðan gæti rætt um einstök mál þýddi það að stjórnarmeirihlutinn gæti einfaldlega beðið eftir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar kláruðu kvótann sinn í þeim efnum og að málið færi í atkvæðagreiðslu og sleppt því að taka einhvern raunverulegan þátt í umræðunni eða yfir höfuð. Þá fyrst yrði Alþingi að afgreiðslustofnun fyrir meirihlutann hverju sinni og þá fyrst og fremst framkvæmdavaldið. Ég leyfi mér að efast um að það þætti betra. Hitt er síðan annað mál að málflutningur stjórnarmeirihlutans að undanförnu hefur auðvitað verið með ólíkindum. Tal um valdarán vegna þess að þingfundur stóð ekki fáeinum klukkutímum lengur í fyrrakvöld nær auðvitað engu tali og er ekki annað en gengisfelling þessa alvarlega hugtaks og lítilsvirðing við þá sem upplifað hafa raunveruleg valdarán sem yfirleitt hafa kostað miklar blóðsúthellingar og aðrar hörmungar auk þess sem völdum hefur raunverulega verið rænt. Svo ekki sé minnzt á talið um að draga fólk undir húsvegg og skjóta það. Hverju hefði aðeins lengri þingfundur breytt? Engu. Tal um orrustu um Ísland og að lýðveldið og stjórnskipun landsins hafi verið í hættu er eins í engum tengslum við veruleikann. Hins vegar er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að sömu stjórnmálamenn vilji lögfesta að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra íslenzkri lagasetningu með frumvarpi um bókun 35 sem virtir lögspekingar hafa einmitt varað við að fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Fari með öðrum orðum gegn stjórnskipun landsins. Svo ekki sé nú talað um þá stefnu þeirra að reyna að koma Íslandi inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar. Væntanlega telja Samfylkingin og Viðreisn núna að rangt hafi verið að beita málþófi gegn þingsályktunartillögunni um að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka. Mögulega einnig að beita hefði átt svonefndu kjarnorkuákvæði í lögum um þingsköp til þess að stöðva málþófið. Vitanlega eru engar líkur á því. Komi hins vegar til þess að ákvæðinu verði beitt af ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins stóreykur það auðvitað líkurnar á því að það verði gert á nýjan leik þegar þessir flokkar verða komnir aftur í stjórnarandstöðu enda ekki verið beitt í 60 ár. Málþóf er ákveðið úrræði stjórnarandstöðunnar hverju sinni sem hún þarf hins vegar að hafa mikið fyrir. Væru þröng takmörk sett á það hve lengi stjórnarandstaðan gæti rætt um einstök mál þýddi það að stjórnarmeirihlutinn gæti einfaldlega beðið eftir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar kláruðu kvótann sinn í þeim efnum og að málið færi í atkvæðagreiðslu og sleppt því að taka einhvern raunverulegan þátt í umræðunni eða yfir höfuð. Þá fyrst yrði Alþingi að afgreiðslustofnun fyrir meirihlutann hverju sinni og þá fyrst og fremst framkvæmdavaldið. Ég leyfi mér að efast um að það þætti betra. Hitt er síðan annað mál að málflutningur stjórnarmeirihlutans að undanförnu hefur auðvitað verið með ólíkindum. Tal um valdarán vegna þess að þingfundur stóð ekki fáeinum klukkutímum lengur í fyrrakvöld nær auðvitað engu tali og er ekki annað en gengisfelling þessa alvarlega hugtaks og lítilsvirðing við þá sem upplifað hafa raunveruleg valdarán sem yfirleitt hafa kostað miklar blóðsúthellingar og aðrar hörmungar auk þess sem völdum hefur raunverulega verið rænt. Svo ekki sé minnzt á talið um að draga fólk undir húsvegg og skjóta það. Hverju hefði aðeins lengri þingfundur breytt? Engu. Tal um orrustu um Ísland og að lýðveldið og stjórnskipun landsins hafi verið í hættu er eins í engum tengslum við veruleikann. Hins vegar er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að sömu stjórnmálamenn vilji lögfesta að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra íslenzkri lagasetningu með frumvarpi um bókun 35 sem virtir lögspekingar hafa einmitt varað við að fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Fari með öðrum orðum gegn stjórnskipun landsins. Svo ekki sé nú talað um þá stefnu þeirra að reyna að koma Íslandi inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun