Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar 10. júlí 2025 16:03 Á Facebook síðu Flugvarpsins skrifar Jóhannes Bjarni Guðmundsson um Menntasjóð Námsmanna og ECTS einingarnar sem eru "kerfisleg hindrun" fyrir þá sem stefna á flugið sem starfsréttindi. „Í tilefni af umræðu síðustu misseri og m.a. í nýlegum þætti Flugvarpsins um flugnám og stöðu þess í menntakerfinu er rétt að eftirfarandi komi fram; Um nokkurra ára skeið hefur samtvinnað nám til atvinnuflugmanns (ATPL réttindi) verið metið til 120 ECTS eininga hjá Menntasjóði námsmanna. Sjóðurinn lánar fyrir bóklegu og verklegu flugnámi sem skilgreint er fjórar annir, tvær í bóklegu og tvær í verklegu námi. Upphæðin sem Menntasjóður lánar er hins vegar í engu samræmi við kostnaðinn. Reglur Menntasjóðsins gera ráð fyrir því að hámarks skólagjaldalán sé 4,8 milljónir og þá miðað við 6 annir í 3 ára námi á háskólastigi. Af þessum sökum fær nemandi í flugnámi í hæsta lagi 2/3 af þessari hámarksupphæð þar sem námið er skilgreint á 4 annir en ekki 6. Það þýðir að nemandi í flugnámi fær að hámarki 3,2 milljónir króna upp í skólagjöld. Þessu til viðbótar er hægt að sækja um framfærslulán til Menntasjóðs á meðan á námi stendur og ef nemandi býr í foreldrahúsum má reikna með um 100.000kr á mánuði í þessar 4 annir samtals um 2 milljónir króna. Heildarlánið sem er í boði er þannig um það bil 5,2 milljónir króna hjá Menntasjóði námsmanna samkvæmt þessu dæmi.“ - JBG Þetta dugar skammt... Matthías Arngrímsson Af þessu má glöggt sjá að flugnemum er alvarlega mismunað eftir námsleiðum annars vegar og gagnvart nemendum í annars konar námi hins vegar. Ekki beint „jafnrétti til náms.“ Þetta er einstaklega ósanngjarnt og mikilvægt að leiðrétta þessa mismunun hratt og myndarlega. Það er ámælisvert að flugnemi með gott fjárhagslegt bakland skuli geta lokið sínu flugnámi hratt og vel, meðan sá sem ekkert hefur baklandið getur aðeins látið sig dreyma um námið, þar sem Menntasjóður lánar ekki fyrir verklega hlutanum eins og þarf. Flestir nemendur þurfa annað hvort að treysta á stuðning ættingja sem hafa skuldsett sig frekar til að hjálpa, eða taka "neyslulán" á háum vöxtum hjá bönkunum. Einnig má minnast á að nám til skipstjórnarréttinda er að fullu námslánahæft. Innviðaráðuneytið eða Mennta- og barnamálaráðuneytið „Þess má geta að 1. júlí s.l. auglýsti Mennta- og barnamálaráðuneytið eftir umsóknum frá flugskólum á Íslandi um styrki til þess að halda úti bóklegum hluta náms til atvinnuflugmannsréttinda. Heildarúthlutun mun samkvæmt frétt á vef Stjórnarráðsins nema allt að 30 milljónum króna og tekur eins og áður sagði eingöngu til bóklega hluta námsins.“ - JBG. Þetta má kalla jákvæðar fréttir, en samt byrjað á öfugum enda því flugnemar fá enga leiðréttingu í námslánakerfinu. Flugnám hefur hingað til heyrt undir Innviðaráðuneytið og hafa margir verið ósáttir við að flugnám skuli hafa verið olnbogabarn í menntakerfi landsmanna. Því þarf að breyta með því að efla flugnám í landinu og styðja við flugnema á jafnréttisgrundvelli, en ekki eingöngu styrkja skólana sem kenna til atvinnuflugmannsréttinda. Það þýðir lítið að styrkja suma skóla ef það vantar nemendur sem fá ekki nægileg námslán fyrir kostnaði námsins. Flugnemar á Reykjavíkurflugvelli ásamt Petter Hörnfeldt flugstjóra.Una Gísladóttir Sömuleiðis á að gera flugskólunum auðveldara að efla sína starfsemi sem fyrir utan grunnkennsluna hefur verið að viðhalda og endurnýja réttindi flugmanna og flugkennara á öllum aldri um allt land. Flugskólarnir hafa verið þeim stoð og stytta í endurþjálfun fyrir próf Samgöngustofu og hefur sá þáttur starfseminnar auðveldað flugmönnum að halda úti flugklúbbum og félagsstarfsemi í fluginu á Íslandi, grasrótinni sem er grunnstoð alls flugs í landinu. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Matthías Arngrímsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Facebook síðu Flugvarpsins skrifar Jóhannes Bjarni Guðmundsson um Menntasjóð Námsmanna og ECTS einingarnar sem eru "kerfisleg hindrun" fyrir þá sem stefna á flugið sem starfsréttindi. „Í tilefni af umræðu síðustu misseri og m.a. í nýlegum þætti Flugvarpsins um flugnám og stöðu þess í menntakerfinu er rétt að eftirfarandi komi fram; Um nokkurra ára skeið hefur samtvinnað nám til atvinnuflugmanns (ATPL réttindi) verið metið til 120 ECTS eininga hjá Menntasjóði námsmanna. Sjóðurinn lánar fyrir bóklegu og verklegu flugnámi sem skilgreint er fjórar annir, tvær í bóklegu og tvær í verklegu námi. Upphæðin sem Menntasjóður lánar er hins vegar í engu samræmi við kostnaðinn. Reglur Menntasjóðsins gera ráð fyrir því að hámarks skólagjaldalán sé 4,8 milljónir og þá miðað við 6 annir í 3 ára námi á háskólastigi. Af þessum sökum fær nemandi í flugnámi í hæsta lagi 2/3 af þessari hámarksupphæð þar sem námið er skilgreint á 4 annir en ekki 6. Það þýðir að nemandi í flugnámi fær að hámarki 3,2 milljónir króna upp í skólagjöld. Þessu til viðbótar er hægt að sækja um framfærslulán til Menntasjóðs á meðan á námi stendur og ef nemandi býr í foreldrahúsum má reikna með um 100.000kr á mánuði í þessar 4 annir samtals um 2 milljónir króna. Heildarlánið sem er í boði er þannig um það bil 5,2 milljónir króna hjá Menntasjóði námsmanna samkvæmt þessu dæmi.“ - JBG Þetta dugar skammt... Matthías Arngrímsson Af þessu má glöggt sjá að flugnemum er alvarlega mismunað eftir námsleiðum annars vegar og gagnvart nemendum í annars konar námi hins vegar. Ekki beint „jafnrétti til náms.“ Þetta er einstaklega ósanngjarnt og mikilvægt að leiðrétta þessa mismunun hratt og myndarlega. Það er ámælisvert að flugnemi með gott fjárhagslegt bakland skuli geta lokið sínu flugnámi hratt og vel, meðan sá sem ekkert hefur baklandið getur aðeins látið sig dreyma um námið, þar sem Menntasjóður lánar ekki fyrir verklega hlutanum eins og þarf. Flestir nemendur þurfa annað hvort að treysta á stuðning ættingja sem hafa skuldsett sig frekar til að hjálpa, eða taka "neyslulán" á háum vöxtum hjá bönkunum. Einnig má minnast á að nám til skipstjórnarréttinda er að fullu námslánahæft. Innviðaráðuneytið eða Mennta- og barnamálaráðuneytið „Þess má geta að 1. júlí s.l. auglýsti Mennta- og barnamálaráðuneytið eftir umsóknum frá flugskólum á Íslandi um styrki til þess að halda úti bóklegum hluta náms til atvinnuflugmannsréttinda. Heildarúthlutun mun samkvæmt frétt á vef Stjórnarráðsins nema allt að 30 milljónum króna og tekur eins og áður sagði eingöngu til bóklega hluta námsins.“ - JBG. Þetta má kalla jákvæðar fréttir, en samt byrjað á öfugum enda því flugnemar fá enga leiðréttingu í námslánakerfinu. Flugnám hefur hingað til heyrt undir Innviðaráðuneytið og hafa margir verið ósáttir við að flugnám skuli hafa verið olnbogabarn í menntakerfi landsmanna. Því þarf að breyta með því að efla flugnám í landinu og styðja við flugnema á jafnréttisgrundvelli, en ekki eingöngu styrkja skólana sem kenna til atvinnuflugmannsréttinda. Það þýðir lítið að styrkja suma skóla ef það vantar nemendur sem fá ekki nægileg námslán fyrir kostnaði námsins. Flugnemar á Reykjavíkurflugvelli ásamt Petter Hörnfeldt flugstjóra.Una Gísladóttir Sömuleiðis á að gera flugskólunum auðveldara að efla sína starfsemi sem fyrir utan grunnkennsluna hefur verið að viðhalda og endurnýja réttindi flugmanna og flugkennara á öllum aldri um allt land. Flugskólarnir hafa verið þeim stoð og stytta í endurþjálfun fyrir próf Samgöngustofu og hefur sá þáttur starfseminnar auðveldað flugmönnum að halda úti flugklúbbum og félagsstarfsemi í fluginu á Íslandi, grasrótinni sem er grunnstoð alls flugs í landinu. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar