Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar 8. júlí 2025 08:30 Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn. Það er mikilvægt að minna okkur á að góðar aðstæður og velmegun jafngilda ekki alltaf góðri líðan. Margir glíma við kvíða, þunglyndi eða streitu sem hverfur ekki með fyrstu sólardögum. Sumarið getur einnig kallað fram einmanaleika, sorg eða gamlar erfiðar minningar sem brjótast fram með óvæntum hætti. Við berum okkur stundum saman við það sem við sjáum á samfélagsmiðlum – þar sem bros og sól skína óslitið. En lífið er flóknara en svo og það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar, jafnvel þegar „allt ætti að vera gott“. Það er mannlegt Það er ekki veikleiki að líða illa, það er mannlegt. Þess vegna skiptir miklu að við tölum opinskátt um líðan okkar og leitum aðstoðar þegar við þurfum á henni að halda. Úrræðin eru til staðar: fagfólk, hjálparsímar, fjölskylda og vinir. Það skiptir máli að rjúfa þögnina og segja það upphátt. Þá er mikilvægt að muna að andleg líðan hefur ekki árstíð. Að hlúa að sálinni er jafn mikilvægt í sól og stormi. Því eigum við öll rétt á að vera heyrð og séð. Gagnreynd fagleg meðferð án tilvísunar eða endurgjalds Píeta samtökin www.pieta.is gegna lykilhlutverki í forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og eru með Píeta skjól á Seltjarnarnesi, Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði. Þau veita lágþröskulda þjónustu sem er gagnreynd faglega meðferð án tilvísunar og endurgjalds. Meðferðin er veitt af fagaðilum sem eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir öll með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá er þjónusta hjálparsíma Píeta 552 2218 opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins og þjónar því öllum landsmönnum. Píeta þurfa að eignast öruggt húsnæði Samtökin hafa notið ómetanlegs stuðnings sjálfboðaliða í gegnum árin og verður þeim seint þakkað fyrir þeirra mikla vinnuframlag til handa samtökunum. Píeta samtökin eru að mestu leyti rekin fyrir sjálfsafla fé og um 70% fjárins kemur frá almenningi. Samtökin þakka landsmönnum innilega fyrir hlýjan hug og rausnarlegan stuðning í gegnum árin. Án hans væri þjónustan ekki möguleg. En betur má ef duga skal, því á næsta ári fagna Píeta samtökin 10 ára afmæli og óska þess einskis heitar en að geta tekið á móti skjólstæðingum í eigin húsnæði á afmælisárinu. Samtökin hafa því miður þurft að flytja á milli þriggja ólíkra staða síðustu árin. Flutningarnir hafa verið veruleg áskorun því ekki er einfalt að flytja svona viðkvæma starfsemi þar sem markmiðið er að aldrei verði þjónusturof. Þess vegna er nú lagt af stað í landssöfnun til að geta keypt varanlegt heimili handa Píeta. Biðlað er til landsmanna allra og fyrirtækja um að leggja samtökunum lið með einhverju móti en ekki síst að taka vel á móti söfnunar símtali frá Píeta. Þá má finna styrktarreikning samtakanna á heimasíðunni www.pieta.is Leitum hjálpar, tölum saman og munum að við erum ekki ein. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Félagasamtök Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn. Það er mikilvægt að minna okkur á að góðar aðstæður og velmegun jafngilda ekki alltaf góðri líðan. Margir glíma við kvíða, þunglyndi eða streitu sem hverfur ekki með fyrstu sólardögum. Sumarið getur einnig kallað fram einmanaleika, sorg eða gamlar erfiðar minningar sem brjótast fram með óvæntum hætti. Við berum okkur stundum saman við það sem við sjáum á samfélagsmiðlum – þar sem bros og sól skína óslitið. En lífið er flóknara en svo og það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar, jafnvel þegar „allt ætti að vera gott“. Það er mannlegt Það er ekki veikleiki að líða illa, það er mannlegt. Þess vegna skiptir miklu að við tölum opinskátt um líðan okkar og leitum aðstoðar þegar við þurfum á henni að halda. Úrræðin eru til staðar: fagfólk, hjálparsímar, fjölskylda og vinir. Það skiptir máli að rjúfa þögnina og segja það upphátt. Þá er mikilvægt að muna að andleg líðan hefur ekki árstíð. Að hlúa að sálinni er jafn mikilvægt í sól og stormi. Því eigum við öll rétt á að vera heyrð og séð. Gagnreynd fagleg meðferð án tilvísunar eða endurgjalds Píeta samtökin www.pieta.is gegna lykilhlutverki í forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og eru með Píeta skjól á Seltjarnarnesi, Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði. Þau veita lágþröskulda þjónustu sem er gagnreynd faglega meðferð án tilvísunar og endurgjalds. Meðferðin er veitt af fagaðilum sem eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir öll með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá er þjónusta hjálparsíma Píeta 552 2218 opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins og þjónar því öllum landsmönnum. Píeta þurfa að eignast öruggt húsnæði Samtökin hafa notið ómetanlegs stuðnings sjálfboðaliða í gegnum árin og verður þeim seint þakkað fyrir þeirra mikla vinnuframlag til handa samtökunum. Píeta samtökin eru að mestu leyti rekin fyrir sjálfsafla fé og um 70% fjárins kemur frá almenningi. Samtökin þakka landsmönnum innilega fyrir hlýjan hug og rausnarlegan stuðning í gegnum árin. Án hans væri þjónustan ekki möguleg. En betur má ef duga skal, því á næsta ári fagna Píeta samtökin 10 ára afmæli og óska þess einskis heitar en að geta tekið á móti skjólstæðingum í eigin húsnæði á afmælisárinu. Samtökin hafa því miður þurft að flytja á milli þriggja ólíkra staða síðustu árin. Flutningarnir hafa verið veruleg áskorun því ekki er einfalt að flytja svona viðkvæma starfsemi þar sem markmiðið er að aldrei verði þjónusturof. Þess vegna er nú lagt af stað í landssöfnun til að geta keypt varanlegt heimili handa Píeta. Biðlað er til landsmanna allra og fyrirtækja um að leggja samtökunum lið með einhverju móti en ekki síst að taka vel á móti söfnunar símtali frá Píeta. Þá má finna styrktarreikning samtakanna á heimasíðunni www.pieta.is Leitum hjálpar, tölum saman og munum að við erum ekki ein. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun