Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 4. júlí 2025 08:31 Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt mál sem meirihluti þjóðarinnar styður. Mál sem stjórnarflokkarnir settu í forgang í síðustu kosningum. Málin endurspegla því niðurstöðu lýðræðislegra kosninga en stjórnarandstaðan hefur lagst í mikla baráttu gegn. Berin eru súr sagði refurinn. Það er alltaf súrt að missa völdin, tala nú ekki um þegar flokkar hafa verið í stjórnarmeirihluta lungan af síðustu áratugum og telja sig réttborna handhafa valdsins. Þegar svo vill til að gömlu valdaflokkarnir missa valdataumana fyrir einhvern misskilning kjósenda eins og eftir hið „ svo kallað hrun„ er öllu til fórnað til að komast aftur til valda. Jafnvel þótt styðjast þurfi tímabundið við vinstriflokk sem hverfur síðan á braut. Ég á þetta og má þetta Þetta virðist vera línan sem núverandi stjórnarandstaða vinnur eftir. Hún virðir ekki lýðræðið í þinglegri meðferð mála með því að ljúka þeim með atkvæðagreiðslu að loknum eðlilegum umræðum þar sem allir geta komið sýnum sjónarmiðum á framfæri í atkvæðaskýringum. Málþóf skal það vera þótt það fyrirbæri hafi verið kallað ólýðræðislegt þegar gömlu valdaflokkarnir héldu um valdataumana. Nú er málþóf ekki bara talið gott og gilt heldur ígildi neitunarvalds þeirra sem telja sig fædd til valda. Þetta geta ekki talist málefnaleg og vönduð vinnubrögð heldur atlaga gegn lýðræðislegum vilja þjóðar og meirihluta þings. Virðing Alþingis dýrmæt. Virðing Alþingis er mikilvæg og hefur verið brothætt allt frá hruni. Þjóðinni fannst hún eðilega svikin þegar stjórnvöld gættu ekki hagsmuna almennings og mokuðu undir fjármálaöflin fyrir Hrun. Síðan þá hefur verið ríkur vilji til að Alþingi öðlist aftur það traust og virðingu sem er nauðsynlegt í öllum lýðræðisríkjum. Til þess að svo megi verða þarf þingheimur allur að finna til ábyrgðar. Það eru til betri fordæmi Við horfum gjarnan til frændþjóða okkar á Norðurlöndunum þar sem margt er til fyrirmyndar. Þar má til dæmis horfa á umgjörð þeirra um þinglega meðferð mála, lengd umræðu og umfjöllun í þinglegri meðferð sem lýkur með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á tilsettum tíma. Við verðum að breyta okkar þingsköpum í þessa veru og sýna sjálfum okkur og þjóðinni þá virðingu sem lýðræðið á skilið. Stjórnarandstaða hefur hlutverk Hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni er mikilvægt. Uppbyggileg stjórnarandstaða veitir stjórnvöldum aðhald og á að hafa svigrúm til að koma sínum málum og sjónarmiðum á framfæri. Hafa þannig áhrif á lagasetningu í þinglegri meðferð. Það er hins vegar ekki hennar hlutverk að gjaldfella lýðræðið með skrumskælingu þingskapa. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt mál sem meirihluti þjóðarinnar styður. Mál sem stjórnarflokkarnir settu í forgang í síðustu kosningum. Málin endurspegla því niðurstöðu lýðræðislegra kosninga en stjórnarandstaðan hefur lagst í mikla baráttu gegn. Berin eru súr sagði refurinn. Það er alltaf súrt að missa völdin, tala nú ekki um þegar flokkar hafa verið í stjórnarmeirihluta lungan af síðustu áratugum og telja sig réttborna handhafa valdsins. Þegar svo vill til að gömlu valdaflokkarnir missa valdataumana fyrir einhvern misskilning kjósenda eins og eftir hið „ svo kallað hrun„ er öllu til fórnað til að komast aftur til valda. Jafnvel þótt styðjast þurfi tímabundið við vinstriflokk sem hverfur síðan á braut. Ég á þetta og má þetta Þetta virðist vera línan sem núverandi stjórnarandstaða vinnur eftir. Hún virðir ekki lýðræðið í þinglegri meðferð mála með því að ljúka þeim með atkvæðagreiðslu að loknum eðlilegum umræðum þar sem allir geta komið sýnum sjónarmiðum á framfæri í atkvæðaskýringum. Málþóf skal það vera þótt það fyrirbæri hafi verið kallað ólýðræðislegt þegar gömlu valdaflokkarnir héldu um valdataumana. Nú er málþóf ekki bara talið gott og gilt heldur ígildi neitunarvalds þeirra sem telja sig fædd til valda. Þetta geta ekki talist málefnaleg og vönduð vinnubrögð heldur atlaga gegn lýðræðislegum vilja þjóðar og meirihluta þings. Virðing Alþingis dýrmæt. Virðing Alþingis er mikilvæg og hefur verið brothætt allt frá hruni. Þjóðinni fannst hún eðilega svikin þegar stjórnvöld gættu ekki hagsmuna almennings og mokuðu undir fjármálaöflin fyrir Hrun. Síðan þá hefur verið ríkur vilji til að Alþingi öðlist aftur það traust og virðingu sem er nauðsynlegt í öllum lýðræðisríkjum. Til þess að svo megi verða þarf þingheimur allur að finna til ábyrgðar. Það eru til betri fordæmi Við horfum gjarnan til frændþjóða okkar á Norðurlöndunum þar sem margt er til fyrirmyndar. Þar má til dæmis horfa á umgjörð þeirra um þinglega meðferð mála, lengd umræðu og umfjöllun í þinglegri meðferð sem lýkur með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á tilsettum tíma. Við verðum að breyta okkar þingsköpum í þessa veru og sýna sjálfum okkur og þjóðinni þá virðingu sem lýðræðið á skilið. Stjórnarandstaða hefur hlutverk Hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni er mikilvægt. Uppbyggileg stjórnarandstaða veitir stjórnvöldum aðhald og á að hafa svigrúm til að koma sínum málum og sjónarmiðum á framfæri. Hafa þannig áhrif á lagasetningu í þinglegri meðferð. Það er hins vegar ekki hennar hlutverk að gjaldfella lýðræðið með skrumskælingu þingskapa. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í NV kjördæmi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun