Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar 4. júlí 2025 07:31 Fyrir skömmu birtust fréttir af því að verðlag á mat og drykki sé að jafnaði 44% hærra hérlendis en að meðaltali í ESB. Í framhaldinu var velt upp hinum ýmsu ástæðum verðlags á matvælum á Íslandi. Vert er að taka fram að hér er engin breyting frá því sem áður hefur verið þar sem verðlag á Íslandi hefur alla jafna verið töluvert hærra en gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Það sem skiptir í raun meira máli í þessum samanburði er hvert verðlag á mat og drykk er í samanburði við tekjur og hver hluti þess er í heildarútgjöldum heimilanna. Gefur hlutfallið samanburð á aðgengi heimila að mat og drykk á milli landa út frá tekjum. Þegar hlutfallið er hátt merkir það einfaldlega að matur og drykkur er dýr í samanburði við tekjur. Þegar þá er lágt er því öfugt farið. Þegar horft er til flokksins „matur og óáfengir drykkir“ sem hlutfall af heildarútgjöldum heimilanna hefur Ísland um árabil verið á svipuðu róli og hin Norðurlöndin, og nokkuð undir meðaltali Evrópusambandsins. Þetta þýðir einfaldlega að þó svo matur kosti fleiri krónur hér en almennt gengur og gerist í Evrópu, þá fer svipað hlutfall útgjalda heimilisins til þessa flokks og í hinum Norðurlöndunum. Það helgast meðal annars af því að laun eru almennt hærri hér en gengur og gerist í Evrópu og laun og verðlag matvæla fylgjast að með sambærilegum hætti hér og við sjáum á Norðurlöndunum. Til að glöggva sig enn betur á samspilinu þá er hægt að skoða þau lönd sem raðast í efstu sætin fyrir verðlag matvæla í Evrópu, en það eru sömu lönd og þar sem laun eru hæst. Um árabil hafa þetta verið EFTA löndin þrjú; Ísland, Noregur og Sviss, ásamt Lúxemborg. Fjölmargir áhrifaþættir matvælaverðs Það eru fjölmargar breytur sem hafa áhrif á matvælaverð. Hérlendis má helst nefna hátt launa- og vaxtastig, langar flutningsleiðir aðfanga og vara og litla stærðarhagkvæmni. Þá hafa uppskerubrestir og hökt í aðfangakeðjum erlendis áhrif, bæði á innflutta og innlenda vöru. Til viðbótar má einnig nefna að virðisaukaskattur á matvæli á Íslandi er 11%, sem er hátt í alþjóðlegum samanburði og ívið hærri en í öðrum Evrópulöndum, sem eðlilega skilar sér í hærra verði til neytenda. Breytingar þar á, t.a.m. lækkun virðisaukaskatts á matvæli, gæti þannig verið búbót fyrir tekjulág og efnaminni heimili. Enn annar áhrifaþáttur er álögur og gjöld. Sem dæmi um slíkt hækkuðu eftirlitsgjöld á íslenska matvælaframleiðendur um 30% þann 1. júlí síðastliðinn. Var þar um ákvörðun atvinnuvegaráðherra að ræða og engar kröfur gerðar á Matvælastofnun að hagræða til að halda niðri kostnaði við eftirlit. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að lesa aðsenda grein atvinnuvegaráðherra hér á Vísi um daginn þar sem ráðherra fjallaði verðlagsþróun matvöru. Þar er fjallað um hækkanir á nokkrum vöruflokkum og velt upp mögulegum ástæðum. Það verður ekki hjá því komist að gagnrýna vafasamar útskýringar ráðherra á verðlagsþróun á kjöti undanfarið ár. Í greininni gerir atvinnuvegaráðherra að því skóna að úrvinnslufyrirtæki bænda séu að nýta heimildir til hagræðingar, sem fengust með breytingu á búvörulögum í fyrra vor, til að hækka verð út á markað. Það verður að teljast alvarlegt þegar ráðherra landbúnaðarmála slengir slíkum órökstuddum dylgjum fram á opinberum vettvangi. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar að ráðherra í ríkisstjórn Íslands sé með slíka rörsýn á áhrifaþætti verðlagsþróunar kjöts, þá sérstaklega í ljósi þess að það tímabil sem undanþágan hefur verið í gildi hefur verið afar takmarkað og slitrótt vegna dómsmála sem einungis leystist úr í lok maímánaðar síðastliðins. Tillögur til úrbóta Í fyrrnefndri grein atvinnuvegaráðherra tilkynnir ráðherra að búið sé að setja á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins sem hefur það verkefni að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Fagna ég þessu skrefi ráðherra sem verður vonandi til þess að litið sé til fleiri áhrifaþátta matvælaverðs en gert var í umræddri grein ráðherrans. Vilji ríkisstjórnin leggja sitt á vogarskálarnar til að lækka matvælaverð væri tilvalið að a) fylgja eftir hvatningu úr nýjustu efnahagsskýrslu OECD og skoða lægri skattþrep fyrir matvæli, b) hætta við að leggja auknar álögur á matvælaframleiðslu og hagræða frekar og c) ekki kippa lögum úr sambandi sem veita heimildir til hagræðingar hjá úrvinnslufyrirtækjum bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtust fréttir af því að verðlag á mat og drykki sé að jafnaði 44% hærra hérlendis en að meðaltali í ESB. Í framhaldinu var velt upp hinum ýmsu ástæðum verðlags á matvælum á Íslandi. Vert er að taka fram að hér er engin breyting frá því sem áður hefur verið þar sem verðlag á Íslandi hefur alla jafna verið töluvert hærra en gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Það sem skiptir í raun meira máli í þessum samanburði er hvert verðlag á mat og drykk er í samanburði við tekjur og hver hluti þess er í heildarútgjöldum heimilanna. Gefur hlutfallið samanburð á aðgengi heimila að mat og drykk á milli landa út frá tekjum. Þegar hlutfallið er hátt merkir það einfaldlega að matur og drykkur er dýr í samanburði við tekjur. Þegar þá er lágt er því öfugt farið. Þegar horft er til flokksins „matur og óáfengir drykkir“ sem hlutfall af heildarútgjöldum heimilanna hefur Ísland um árabil verið á svipuðu róli og hin Norðurlöndin, og nokkuð undir meðaltali Evrópusambandsins. Þetta þýðir einfaldlega að þó svo matur kosti fleiri krónur hér en almennt gengur og gerist í Evrópu, þá fer svipað hlutfall útgjalda heimilisins til þessa flokks og í hinum Norðurlöndunum. Það helgast meðal annars af því að laun eru almennt hærri hér en gengur og gerist í Evrópu og laun og verðlag matvæla fylgjast að með sambærilegum hætti hér og við sjáum á Norðurlöndunum. Til að glöggva sig enn betur á samspilinu þá er hægt að skoða þau lönd sem raðast í efstu sætin fyrir verðlag matvæla í Evrópu, en það eru sömu lönd og þar sem laun eru hæst. Um árabil hafa þetta verið EFTA löndin þrjú; Ísland, Noregur og Sviss, ásamt Lúxemborg. Fjölmargir áhrifaþættir matvælaverðs Það eru fjölmargar breytur sem hafa áhrif á matvælaverð. Hérlendis má helst nefna hátt launa- og vaxtastig, langar flutningsleiðir aðfanga og vara og litla stærðarhagkvæmni. Þá hafa uppskerubrestir og hökt í aðfangakeðjum erlendis áhrif, bæði á innflutta og innlenda vöru. Til viðbótar má einnig nefna að virðisaukaskattur á matvæli á Íslandi er 11%, sem er hátt í alþjóðlegum samanburði og ívið hærri en í öðrum Evrópulöndum, sem eðlilega skilar sér í hærra verði til neytenda. Breytingar þar á, t.a.m. lækkun virðisaukaskatts á matvæli, gæti þannig verið búbót fyrir tekjulág og efnaminni heimili. Enn annar áhrifaþáttur er álögur og gjöld. Sem dæmi um slíkt hækkuðu eftirlitsgjöld á íslenska matvælaframleiðendur um 30% þann 1. júlí síðastliðinn. Var þar um ákvörðun atvinnuvegaráðherra að ræða og engar kröfur gerðar á Matvælastofnun að hagræða til að halda niðri kostnaði við eftirlit. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að lesa aðsenda grein atvinnuvegaráðherra hér á Vísi um daginn þar sem ráðherra fjallaði verðlagsþróun matvöru. Þar er fjallað um hækkanir á nokkrum vöruflokkum og velt upp mögulegum ástæðum. Það verður ekki hjá því komist að gagnrýna vafasamar útskýringar ráðherra á verðlagsþróun á kjöti undanfarið ár. Í greininni gerir atvinnuvegaráðherra að því skóna að úrvinnslufyrirtæki bænda séu að nýta heimildir til hagræðingar, sem fengust með breytingu á búvörulögum í fyrra vor, til að hækka verð út á markað. Það verður að teljast alvarlegt þegar ráðherra landbúnaðarmála slengir slíkum órökstuddum dylgjum fram á opinberum vettvangi. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar að ráðherra í ríkisstjórn Íslands sé með slíka rörsýn á áhrifaþætti verðlagsþróunar kjöts, þá sérstaklega í ljósi þess að það tímabil sem undanþágan hefur verið í gildi hefur verið afar takmarkað og slitrótt vegna dómsmála sem einungis leystist úr í lok maímánaðar síðastliðins. Tillögur til úrbóta Í fyrrnefndri grein atvinnuvegaráðherra tilkynnir ráðherra að búið sé að setja á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins sem hefur það verkefni að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Fagna ég þessu skrefi ráðherra sem verður vonandi til þess að litið sé til fleiri áhrifaþátta matvælaverðs en gert var í umræddri grein ráðherrans. Vilji ríkisstjórnin leggja sitt á vogarskálarnar til að lækka matvælaverð væri tilvalið að a) fylgja eftir hvatningu úr nýjustu efnahagsskýrslu OECD og skoða lægri skattþrep fyrir matvæli, b) hætta við að leggja auknar álögur á matvælaframleiðslu og hagræða frekar og c) ekki kippa lögum úr sambandi sem veita heimildir til hagræðingar hjá úrvinnslufyrirtækjum bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun