Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar 3. júlí 2025 19:31 Ríkisendurskoðun birti nýverið mikilvæga skýrslu um mönnun og sjúklingaflæði á Landspítala. Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Alvarlegur mönnunarvandi, yfirfull bráðamóttaka, langir biðlistar og innlagnir sjúklinga sem hafa lokið meðferð en bíða eftir úrræðum utan spítala. Þessi staða hefur ekki bara áhrif á heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga, hún skerðir hæfni kerfisins til að virka eins og það skyldi og kostar samfélagið gríðarlega fjármuni. Við stöndum frammi fyrir spurningu sem ekki verður sniðgengin lengur: Hvernig byggjum við heilbrigðiskerfi framtíðarinnar með sjálfbærum hætti þar sem gæði, öryggi og hagkvæmni haldast í hendur? Stærsti hluti lausnarinnar er utan spítalans Skýrslan staðfestir það sem margir hafa vitað um árabil að stór hluti þeirra sem liggja inni á Landspítala eru ekki þar vegna læknisfræðilegra ástæðna heldur skorts á viðeigandi stuðningi í nærsamfélaginu. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og einstaklinga með langvinna sjúkdóma, sem gætu með réttri þjónustu og tæknilausnum búið áfram heima við aukið öryggi og færri innlagnir. Það þarf því ekki aðeins að byggja fleiri hjúkrunarrými, heldur þurfum við líka að byggja upp vönduð og kraftmikil úrræði í heimaþjónustu. Tækni sem gerir fólki kleift að búa heima lengur Hvað felst í slíkum úrræðum? Hér eru nokkur dæmi: Sjálfvirkir lyfjaskammtarar sem minna á og skammta lyf sjálfkrafa, með tilkynningu til heimaþjónustu þegar einstaklingur gleymir að taka þau. Fjarvöktunarkerfi sem fylgjast með blóðþrýstingi, súrefnismettun, blóðsykri og öðrum þáttum hjá fólki með langvinna sjúkdóma og gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að bregðast við áður en ástand versnar. Fjölskynjarar sem nema breytingar á stöðu og hegðun einstaklings og greina t.d ef einstaklingur dettur eða kemur sér í hættulegar aðstæður. Starfsfólk fær þá tilkynningar og getur brugðist hratt við. Skjáheimsóknir og myndsamskipti sem bæta aðgengi að þjónustu, styrkja samskipti og minnka einsemd. Allar þessar lausnir gera það að verkum að hægt er að veita meira eftirlit með minni mannafla, stytta spítaladvöl og fækka endurkomum. Þær eru líka mun ódýrari til lengri tíma litið í samanburði við innlögn á sjúkrahús eða dvöl á hjúkrunarheimili. Heimaþjónustan er ekki kostnaður, hún er fjárfesting Heimaþjónusta og velferðartækni ættu að vera órjúfanlegur hluti af kjarnastarfsemi heilbrigðiskerfisins, ekki sem viðbót heldur langtímafjárfesting í betri þjónustu. Eins og staðan er núna fer of mikið af fjármunum í að bregðast við t.d í bráðaaðgerðir, yfirvinnu og neyðarinnlagnir, í stað þess að fyrirbyggja og styðja við einstaklinga á eigin heimili. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa nú þegar hafið vegferð í þessa átt, m.a. með skjáheimsóknum, fjarvöktun langvinnra sjúkdóma og sjálfvirkum lyfjaskömmturum. Til að þessar lausnir skili raunverulegum árangri þarf aukið fjármagn, markvissa innleiðingu og skýra stefnu – því heimaþjónusta og velferðartækni eru ekki aðeins hagkvæmur valkostur, heldur besta leiðin fyrir marga til að búa lengur heima, eldast í eigin umhverfi og njóta aukinna lífsgæða. Landspítali getur ekki leyst þetta einn Ríkisendurskoðun bendir sjálf á að það þurfi samhæfða stefnumótun og fjárfestingu milli ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana. Það er því tímabært að draga velferðartækni, heimahjúkrun og heimaþjónustu formlega inn í lausnina því öflug heimaþjónusta er forsenda fyrir sjálfbæru heilbrigðiskerfi. Höfundur er teymisstjóri umbótateymis hjá Reykjavíkurborg og vinnur að innleiðingu stafrænna lausna í heimaþjónustu og umbótum í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun birti nýverið mikilvæga skýrslu um mönnun og sjúklingaflæði á Landspítala. Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Alvarlegur mönnunarvandi, yfirfull bráðamóttaka, langir biðlistar og innlagnir sjúklinga sem hafa lokið meðferð en bíða eftir úrræðum utan spítala. Þessi staða hefur ekki bara áhrif á heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga, hún skerðir hæfni kerfisins til að virka eins og það skyldi og kostar samfélagið gríðarlega fjármuni. Við stöndum frammi fyrir spurningu sem ekki verður sniðgengin lengur: Hvernig byggjum við heilbrigðiskerfi framtíðarinnar með sjálfbærum hætti þar sem gæði, öryggi og hagkvæmni haldast í hendur? Stærsti hluti lausnarinnar er utan spítalans Skýrslan staðfestir það sem margir hafa vitað um árabil að stór hluti þeirra sem liggja inni á Landspítala eru ekki þar vegna læknisfræðilegra ástæðna heldur skorts á viðeigandi stuðningi í nærsamfélaginu. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og einstaklinga með langvinna sjúkdóma, sem gætu með réttri þjónustu og tæknilausnum búið áfram heima við aukið öryggi og færri innlagnir. Það þarf því ekki aðeins að byggja fleiri hjúkrunarrými, heldur þurfum við líka að byggja upp vönduð og kraftmikil úrræði í heimaþjónustu. Tækni sem gerir fólki kleift að búa heima lengur Hvað felst í slíkum úrræðum? Hér eru nokkur dæmi: Sjálfvirkir lyfjaskammtarar sem minna á og skammta lyf sjálfkrafa, með tilkynningu til heimaþjónustu þegar einstaklingur gleymir að taka þau. Fjarvöktunarkerfi sem fylgjast með blóðþrýstingi, súrefnismettun, blóðsykri og öðrum þáttum hjá fólki með langvinna sjúkdóma og gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að bregðast við áður en ástand versnar. Fjölskynjarar sem nema breytingar á stöðu og hegðun einstaklings og greina t.d ef einstaklingur dettur eða kemur sér í hættulegar aðstæður. Starfsfólk fær þá tilkynningar og getur brugðist hratt við. Skjáheimsóknir og myndsamskipti sem bæta aðgengi að þjónustu, styrkja samskipti og minnka einsemd. Allar þessar lausnir gera það að verkum að hægt er að veita meira eftirlit með minni mannafla, stytta spítaladvöl og fækka endurkomum. Þær eru líka mun ódýrari til lengri tíma litið í samanburði við innlögn á sjúkrahús eða dvöl á hjúkrunarheimili. Heimaþjónustan er ekki kostnaður, hún er fjárfesting Heimaþjónusta og velferðartækni ættu að vera órjúfanlegur hluti af kjarnastarfsemi heilbrigðiskerfisins, ekki sem viðbót heldur langtímafjárfesting í betri þjónustu. Eins og staðan er núna fer of mikið af fjármunum í að bregðast við t.d í bráðaaðgerðir, yfirvinnu og neyðarinnlagnir, í stað þess að fyrirbyggja og styðja við einstaklinga á eigin heimili. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa nú þegar hafið vegferð í þessa átt, m.a. með skjáheimsóknum, fjarvöktun langvinnra sjúkdóma og sjálfvirkum lyfjaskömmturum. Til að þessar lausnir skili raunverulegum árangri þarf aukið fjármagn, markvissa innleiðingu og skýra stefnu – því heimaþjónusta og velferðartækni eru ekki aðeins hagkvæmur valkostur, heldur besta leiðin fyrir marga til að búa lengur heima, eldast í eigin umhverfi og njóta aukinna lífsgæða. Landspítali getur ekki leyst þetta einn Ríkisendurskoðun bendir sjálf á að það þurfi samhæfða stefnumótun og fjárfestingu milli ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana. Það er því tímabært að draga velferðartækni, heimahjúkrun og heimaþjónustu formlega inn í lausnina því öflug heimaþjónusta er forsenda fyrir sjálfbæru heilbrigðiskerfi. Höfundur er teymisstjóri umbótateymis hjá Reykjavíkurborg og vinnur að innleiðingu stafrænna lausna í heimaþjónustu og umbótum í velferðarþjónustu.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun