Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. júlí 2025 07:32 „Þið eruð nú meiri andsk… kommarnir þið þarna í Viðreisn! Hækkið skatta um 100% á útvalda aðila, þetta er bara eignaupptaka og bara Sovét gerræði!!“ Þetta og margt fleira misjafnt hef ég sem Viðreisnarmaður fengið að heyra frá góðu fólki sem telur sig tilheyra hinu íhaldsama hægri. Mest allt vinir mínir og kunningjar, gott fólk sem mér þykir vænt um. Ég ákvað því að staldra við og ræða veiðigjöldin við góðan kunningja minn íhaldsmegin í lífinu sem er ekki kátur með leiðréttingu veiðigjaldi. Hann vill ekki einu sinni kalla þetta leiðréttingu heldur eignaupptöku. Ég spurði hann hvað hann ætti við með eignaupptöku því samkvæmt stjórnarskránni þá væri þjóðin eigandi en ekki útgerðin. Hvernig gæti eigandi auðlindarinnar framið eignaupptöku hjá leigjandanum? Hann svaraði ekki en vildi meina að ég væri með útúrsnúninga og gaslýsingu. Hann sagði að útgerðin væri fyrir löngu búin að greiða fullt gjald fyrir kvótann. Ég spurði hann þá að því hvort hann væri hlynntur leiguþaki á húsnæðismarkaðnum? Hann fussaði og sveiaði og kallaði leiguþak bölvaðan sósíalisma og gróft brot á eignaréttinum. Þar erum við reyndar sammála. En nú hefur leiguverð margfaldast á nokkrum árum og leiguverð tekur ekki mið af greiðslugetu leigjandans eða tekjum hans. Auðvitað ekki, húsnæðismarkaðurinn og leigumarkaðurinn lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar. Nú þegar mikil umframeftirspurn hefur ríkt, þá hækkar leiguverðið og eigendur húsnæðis þéna meira á eign sinni. Af hverju á þá að vera leiguþak á veiðiheimildum? Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind. Eigandi auðlindarinnar telur að takmarka þurfi veiðar. Leiguverðið hækkar því í væntanlega. En ólíkt húsnæðismarkaðnum er hér leiguþak. Útgerðin greiðir það verð sem útgerðin telur sig geta greitt, ólíkt leigjendum á húsnæðismarkaði. Þá spyr ég í einfeldni minni: Hver er sósíalistinn hér? Mitt svar er einfalt, það eru hægri íhaldsmenn. Því það er hægt að kalla sig hvað sem er, það sem skilgreinir mann eru hugmyndir manns og athafnir. Ég vil því kasta fram hugtakinu hægri sósíalisti. Írónían er nefnilega sú að margir útgerðamenn hafa fjárfest á húsnæðismarkaði og sitja hinum megin borðsins þar og hafa hagnast ansi vel á því að leigja út fasteignir sínar á markaðsverði. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Breytingar á veiðigjöldum Viðreisn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
„Þið eruð nú meiri andsk… kommarnir þið þarna í Viðreisn! Hækkið skatta um 100% á útvalda aðila, þetta er bara eignaupptaka og bara Sovét gerræði!!“ Þetta og margt fleira misjafnt hef ég sem Viðreisnarmaður fengið að heyra frá góðu fólki sem telur sig tilheyra hinu íhaldsama hægri. Mest allt vinir mínir og kunningjar, gott fólk sem mér þykir vænt um. Ég ákvað því að staldra við og ræða veiðigjöldin við góðan kunningja minn íhaldsmegin í lífinu sem er ekki kátur með leiðréttingu veiðigjaldi. Hann vill ekki einu sinni kalla þetta leiðréttingu heldur eignaupptöku. Ég spurði hann hvað hann ætti við með eignaupptöku því samkvæmt stjórnarskránni þá væri þjóðin eigandi en ekki útgerðin. Hvernig gæti eigandi auðlindarinnar framið eignaupptöku hjá leigjandanum? Hann svaraði ekki en vildi meina að ég væri með útúrsnúninga og gaslýsingu. Hann sagði að útgerðin væri fyrir löngu búin að greiða fullt gjald fyrir kvótann. Ég spurði hann þá að því hvort hann væri hlynntur leiguþaki á húsnæðismarkaðnum? Hann fussaði og sveiaði og kallaði leiguþak bölvaðan sósíalisma og gróft brot á eignaréttinum. Þar erum við reyndar sammála. En nú hefur leiguverð margfaldast á nokkrum árum og leiguverð tekur ekki mið af greiðslugetu leigjandans eða tekjum hans. Auðvitað ekki, húsnæðismarkaðurinn og leigumarkaðurinn lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar. Nú þegar mikil umframeftirspurn hefur ríkt, þá hækkar leiguverðið og eigendur húsnæðis þéna meira á eign sinni. Af hverju á þá að vera leiguþak á veiðiheimildum? Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind. Eigandi auðlindarinnar telur að takmarka þurfi veiðar. Leiguverðið hækkar því í væntanlega. En ólíkt húsnæðismarkaðnum er hér leiguþak. Útgerðin greiðir það verð sem útgerðin telur sig geta greitt, ólíkt leigjendum á húsnæðismarkaði. Þá spyr ég í einfeldni minni: Hver er sósíalistinn hér? Mitt svar er einfalt, það eru hægri íhaldsmenn. Því það er hægt að kalla sig hvað sem er, það sem skilgreinir mann eru hugmyndir manns og athafnir. Ég vil því kasta fram hugtakinu hægri sósíalisti. Írónían er nefnilega sú að margir útgerðamenn hafa fjárfest á húsnæðismarkaði og sitja hinum megin borðsins þar og hafa hagnast ansi vel á því að leigja út fasteignir sínar á markaðsverði. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar